Heima er bezt - 01.05.1962, Side 19
Sœnskir hermenn við henefingar á sléttum Lapplands á striðsárunum (1939—45).
við hnéð. Stúlkurnar voru í kjólum og blússum úr
líku efni, en öll voru föt þessara barna skreytt með
hárauðum og gulum leggingum, sérstaldega um arma,
brjóst og herðar. Sum voru með einkennilegar húfur
og voru þær líka skreyttar með gulum og rauðum
leggingum.
Seinna sá ég hóp af Lappabörnum á skemmtiferð í
Stokkhólmi og voru þau öll í litskreyttum fötum og
stór fylking barna elti þau um göturnar, hvar sem þau
fóru.
Börnin litu upp úr bókum sínum, þegar við komum
og hættu að lesa, en störðu undrandi á okkur, einkum
þegar þeim var sagt að ég væri frá íslandi. Þau höfðu
einmitt nýlega lesið um Island og þótti nú bera vel í
veiði, að fá að sjá íslending.
Við spjölluðum við bömin uin stund og tókum af
þeim myndlr.
Þessi börn voru fremur lágvaxin eftir aldri. Flest
voru þau með dökkt eða brúnleitt hár. Öll voru þau
brosandi og góðleg en mörg þeirra voru dálítið ófríð.
Þau voru yfirleitt breiðleit og kinnbeinahá og sumar
stúlkurnar digrar og stirðlega vaxnar og nokkur börn-
in voru beinlínis ellileg í andliti, einkum sumar stúlk-
urnar. Örfá voru ljóshærð og bláeyg og laglegri en
hin. Annars voru augu flestra barnanna dökk eða brún-
leit og yfirleitt greindarleg.
Við kvöddum svo barnahópinn og héldum heim að
skólanum.
Þetta var stórt skólaheimili. Börnin voru 75 alls —
7—13 ára. Þau voru, eins og ég sagði áðan, börn Lappa,
sem reikuðu um með hjarðir sínar og hafa í raun og
veru enga fasta bústaði. Kennarinn sagði mér þó, að
sá krakkinn, sem lengst ætti heim að vetrardvalarstað
foreldra sinna, ætti 160 km leið fyrir höndum ef hann
skryppi heim að vetrarlagi.
Ég skoðaði skólann og heimavistarhúsið. Þetta voru
ágætar byggingar, enda nýlega byggt.
Stærstu drengirnir höfðu verið í handavinnu. Ég
skoðaði smíðisgripina þeirra. Þeir höfðu smíðað ýmsa
muni úr birki og hreindýrabeinum. Meðal annars höfðu
þeir smíðað ausur, smá sleifar, litlar hagldir eða sylgj-
ur, álíka stórar og notaðar voru í klyfberagjarðir o. fl.
Ég keypti af strákunum eina sleif úr birki, ágætlega
smíðaða, og eina litla högld eða sylgju úr beini. Ég
spurði til hvers þeir notuðu þessar litlu hagldir. Þeir
sögðust nota þær á eins konar snörur, sem þeir snara
hreindýrin með. Ef þeir þurfa að handsama hreindýr
þá reka þeir þau ekki í rétt eins og hér er gert með
kindur, heldur læðast þeir að þeim og kasta yfir þau
eins konar snöru, sem er ekki ólík því sem Indíánar og
kúrekar í Ameríku nota við dýraveiðar. Allir drengir
í Lapplandi þaulæfa þetta og fullorðnir menn eru svo
flinkir við að fleygja snörunni, að þeim bregzt næst-
um aldrei kastið.
Eftir nokkra stund voru börnin kölluð saman til að
fá sér miðdegishressingu, sem var mjólk og brauð, og
gat ég þá séð allan hópinn í einu. Ég tók í höndina á
þeim flestum og spjallaði eitthvað við þau á sænsku,
og þau svöruðu á sama máli, en um leið og þau komu
út á leikvöllinn, þá töluðu þau lappnesku, og þá skildi
ég nú ekki mikið hvað þau sögðu. Flest börn í þessum
nyrztu héruðum tala tvö til þrjú tungumál. Lappnesku
börnin tala lappnesku, sænsku og mörg finnsku líka,
en öll börn af finnskum ætturn tala finnsku og sænsku.
Enginn veit fyrir víst um uppruna þessa einkenni-
lega þjóðarbrots. Það sést þó af ýmsum fornleifum að
Heima er bezt 163