Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 23
sishta hafði konungurinn engan frið fundið á hástóli sínum.
Spádómur einsetumannsins hafði rætzt: Sonur Devakí var lif-
andi! Konungurinn hafði séð hann, og fundið styrk sinn og
konungstign dvína andspænis augnaráði hans. Hann titraði af
ótta um líf sitt eins og visið laufblað, og þrátt fyrir verði sína
sneri hann sér oft skyndilega við, eins og hann byggist við því
að hinn ungi kappi stæði ljómandi og ógurlegur í hliðum hallar
sinnar. — Nýsúmba lá fyrir sitt leyti í hnipri á beði sínum, innst
inni í dyngju sinni, og hugsaði um þann kraft, sem hún hefði
misst. Þegar hún frétti, að Krishna væri orðinn spámaður og
prédikaði á bökkum Gangesar, fékk hún konunginn til þess að
senda sveitir hermanna gegn honum og færa hann til sín í fjötr-
um. Þegar Krishna sá þá, brosti hann og sagði:
„Ég veit, hverjir þér eruð og til hvers þér komið. Ég er reiðu-
búinn að fylgja yður til konungs yðar; en látið mig fyrst tala
til yðar um konung himinsins, sem er minn konungur."
Og hann tók að tala um Mahadeva, um dýrð hans og um opin-
beranir hans. Þegar Krishna hafði lokið máli sínu, afhentu her-
mennirnir honum vopn sín og mæltu:
„Vér munum ekki flytja þig fanginn til konungs vors, heldur
viljum vér fylgja þér til þíns konungs." Og þeir voru kyrrir hjá
honum. Þegar Kansa hafði frétt þetta, skelfdist hann harla mjög.
Nýsúmba sagði við hann:
„Send æðstu menn ríkisins."
Það var gert. Þeir gengu inn í borgina, þar sem Krishna var
að kenna. Þeir höfðu heitið því, að hlusta ekki á hann. En þegar
þeir sáu ljóma augna hans, hversu framkoma hans var hátignar-
leg og hvílíka lotningu mannfjöldinn sýndi honum, gátu þeir
ekki á sér setið að hlusta á hann. Krishna talaði við þá um innri
þrældóm þeirra, er fremja hið illa, og um hið himneska frelsi
þeirra, er iðka hið góða. Kschatryarnir urðu fullir gleði og undr-
unar, því að þeim fannst þeir vera leystir undan ógurlegri byrði.
„Þú ert vissulega mikill töframaður,“ sögðu þeir. „Því að vér
höfðum svarið konungi að leggja þig í járnfjötra og færa honum;
en oss er ókleift að gera þetta, þar sem þú hefur frelsað oss úr
vorum fjötrum."
Þeir sneru aftur til Kansa og sögðu honum:
„Vér getum ekki fært þér þennan mann. Hann er mjög mikill
spámaður og þú þarft ekkert að óttast af hans hendi.“
Þegar konungurinn sá, að allt var árangurslaust, lét hann þre-
falda alla verði og leggja járnfestar um öll hlið hallar sinnar.
En dag nokkurn heyrði hann mikinn hávaða í bænum, gleðióp
og sigurhróp. Verðirnir komu og sögðu honum:
„Það er Krishna, sem kemur til Madúru. Fólkið brýtur inn
hurðirnar, mölvar jámfestarnar."
Kansa vildi flýja. Sjálfir verðirnir neyddu hann til að vera
kyrran á hástóli sínum.
Reyndar kom Krishna í fylgd með lærisveinum sínum og
fjölda einsetumanna inn í fánaprýdda Madúruborg, umkringd-
ur þéttum fólksgrúa, er bylgjaðist eins og stormvakinn sær. Er
hann hélt inn í borgina, rigndi yfir hann blómafléttum og
krönsum.
Allir heilsuðu honum með fagnaðarlátum. Brahmanarnir stóðu
í hvirfingum undir helgum bananatrjám fyrir dyrurn muster-
anna, til að heilsa syni Devakí, sigrara drekans, kappanum frá
Merúfjalli, en fyrst og fremst spámanni Vishnú. Glæsilegt fylgd-
arlið umkringdi Krishna, og lýðurinn og Kschatryarnir heilsuðu
lionunt sem lausnara sínum, en hann hélt áfram allt til konungs
og drottningar.
„Illi töframaður,“ mælti Kansa, „þú hefur stolið kórónu
minni og ríki. Bind enda á allt.“
„Þú mælir eins og vitfirringur,“ sagði Krishna. „Því að ef þú
dæir í þessu ástandi óskynsemi, forherðingar og glæpa, mundir
þú vera gjörsamlega glataður í öðru lífi. En ef þú tekur að
skilja heimsku þína þegar í þessu lífi og iðrast hennar, verður
vægari hegning þín í öðru lífi, og Mahadeva mun einhvern tíma
fresla þig fyrir meðalgöngu hreinna anda.“
Nýsúmba laut að eyra konungs og hvíslaði lágt:
„Heimskingi, notaðu þér, hve hann er fávís í hroka sínum.
Meðan maður er lífs, er enn von um hefnd.“
Krishna skildi, hvað hún hafði sagt, þótt hann heyrði það
eigi. Hann leit fast á hana, fullur gagntakandi meðaumkunar, og
mælti:
„Ohamingjusama kona! Enn spýr þú eitri. Svarta töfranorn,
þú sem öllu spillir, enn hefur þú aðeins eitur drekans í hjarta
þér. Uppræt það, annars verð ég einhvem tíma neyddur til að
merja höfuð þitt. Og nú munt þú fara með konunginum til
yfirbótarstaðar, til þess að iðrast synda þinna undir eftirliti
Brahmananna.“
Eftir þessa atburði vígði Krishna með samþykki höfðingja
ríkisins og alls lýðsins Ardjúna, lærisvein sinn, hinn frægðar-
ríka afkomanda sólarkynþáttarins, til konungs í Madúru. Hann
fékk Brahmönunum æðstu völd í hendur, og urðu þeir uppal-
endur konunganna. Sjálfur var hann áfram foringi einsetu-
mannanna, er skipuðu hið háa ráð Brahmananna. Til þess að
losa meðlimi þessa ráðs við ofsóknir, lét hann reisa handa þeim
víggirta borg inni á milli fjallanna, með háum veggjum og úr-
valsliði til varnar. Hana nefndi hann Dwarka. I miðri borginni
var musteri hinna innvígðu, og var mikilvægasti hluti þess fal-
inn neðanjarðar.
En þegar konungamir meðal tungldýrkenda fréttu, að kon-
ungur af sóldýrköndum hefði aftur setzt í hásæti Madúra,
og að fyrir hans tilstilli mundu Brahmanamir verða höfðingjar
Indlands, sórust þeir í voldugt bandalag til að fella hann. En
Ardjúna safnaði aftur á móti að sér öllum konungum meðal
sóldýrkanda, er fylgdu arfsögn hvítra aría í Vedabókunum. Ur
leynum Dwarkamusterisins fylgdist Krishna með þeim og leiddi
þá. ,
Báðir herirnir voru búnir til orrustu og úrslitabardaginn var
fyrir höndum.
Fyllið út pöntunarseðilinn og sendið hann til
„Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Pantanir
verða afgreiddar um hæl í þeirri röð sem þær ber-
ast á meðan upplag endist.
GILDIR AÐEINS FYRIR ASKRIFENDUR „HEIMA ER BEZT“
Eg undirrit.......sem er áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“,
óska hér með eftir að mér verði send bókin
VÍGÐIR MEISTARAR
eftir Edouard Schuré
með 58 króna afslætti frá útsöluverði.
□ Hjálagt sendi ég Heima er bczt andvirði bókarinnar, kr. 140.00,
og fæ þá bókina senda burðargjaldsfrítt.
□ Sendið mér bókina í póstkröfu, og nnin ég greiða andvirðið við
móttöku póstkröfugjalds.
Nafn
Heimili
□ Merkið við þann reit, sem við á. Skrifið greinilega.