Heima er bezt - 01.05.1962, Page 28

Heima er bezt - 01.05.1962, Page 28
sen við bjarmann af götuljósunum og opnaði eins fljótt og hún gat. „Karlsen, Kalli,“ sagði hún brosandi, um leið og hún var gripin sterkum höndum. „Asta litla,“ sagði Karlsen og þrýsti henni fast að sér. „Þykir þér ofurlítið vænt um að sjá mig?“ Hann las svarið úr bláum augum hennar, áður en henni tókst að líta undan. Hann kyssti hana fast, og andartak gaf Ásta eftir, en áttaði sig svo og ýtti honum frá sér. „Nei, nei, Karlsen, ekki þetta,“ sagði hún og sleit sig lausa og hljóp upp stigann. — „Taktu mig ekki of alvarlega,“ hafði hann sagt, því mátti hún ekki gleyma. Hann fór úr frakkanum og tók af sér húfuna, stökk síðan upp stigann í nokkrum skrefum og inn í eldhús, þar sem Asta var að setja straum á vélina til að hita kaffið. Hún bandaði hendinni á móti honum, þegar henni þótti hann nálgast sig um of. „Má ég ekki einu sinni heilsa þér með kossi, frænka litla, án þess þú móðgist?“ sagði hann brosandi, en hún svaraði ákveðið um hæl: „Nei, Karlsen, þú varst ekkert frændalegur áðan.“ Þau voru þögul um stund. Hann horfði á, hve fljótt og lipurlega hún tók til kaffið og lagði á borðið. Hún var auðsjáanlega verkinu vön. Þá mundi hann eftir bréfinu, tók það upp úr vasa sínum og henti því á borðið. „Hérna er bréf til þín.“ „Til mín?“ spurði hún undrandi og tók bréfið upp. „Hver getur verið að skrifa mér?“ Hún reif upp bréfið og dró út úr umslaginu marga 500-króna seðla og örkina, sem Sigurður Hansen hafði hripað á í klefa Karlsens, og það stóð þetta: „Ásta mín. Ég hef haft svo miklar áhyggjur, síðan þú fórst, en nú áðan var ég að frétta, að þú værir í góðum höndum og hði vel, og annað sem mér kom á óvart, að þú ættir von á barni. Ég er ekki í vafa um, hver á það, þó að efalaust komist annað á kreik hér í þorpinu. Ég frétti fátt af því, sem talað er þar, bæði um mig og aðra, enda helzt til of feitur til að liggja og hlusta við skráargöt náungans. Ásta mín, notaðu þessa aura til að kaupa fyrir eitt- hvað á fyrsta afabamið mitt. Mér skilst á þeim, sem færir þér þetta bréf, að þú sjálf þurfir þeirra ekki með. — Ég vona, að þú sért ekki reið við mig, ég hef alltaf metið þig mikils, þó ég hafi máske aldrei sýnt það, hvorki í orði né verki. Þú skilur ekki enn, hve lífið get- ur gert menn harða og kalda, hið ytra að minnsta kosti. Guð fylgi þér. Sigurður Hansen.“ Karlsen horfði á Ástu, meðan hún las bréfið, sá hve svipur hennar var harður, er hún byrjaði, en smá mýkt- ist svo, og er hún lagði bréfið varlega í umslagið, stóðu augu hennar full af támm. Hún gekk hratt út úr eld- húsinu og inn í herbergi sitt, hann heyrði að hún læsti hurðinni. Karlsen drakk kaffið, hugsi á svip, svo slökkti hann ljósið og gekk inn til sín. I gegnum þilið heyrði hann niðurbældan grát, en þorði ekki að banka á hjá henni, þrátt fyrir löngun sína til að hugga hana. Máske stóð henni ekki á sama um strákinn, en hve hann skildi þetta vel. Honum hafði sjálfum liðið svipað þessu einu sinni, en nii var það löngu gleymt og gróið sár. Hann gekk lengi um gólf og reykti pípu sína. Djúp hrukkan milli augna hans bar þess vott, að hann var þungt hugsi. Hvernig var með hann sjálfan? Var hún að verða honum svo hugstæð, þessi litla frænka hans, að hennar sorg væri einnig hans, og hennar gleði hans gleði? Fyrstu fundir þeirra gerðu það að verkum, að honum fannst hann bera ábyrgð á henni, jafnvel að hún væri hans eign. Hann skildi ekki vel tilfinningar sínar gagnvart henni, en eitt vissi hann, henni skyldi líða eins vel og hægt var, meðan hún væri í hans hús- um. — Ásta var svo utan við sig í vinnunni daginn eftir, að hún gerði hverja vitleysuna á fætur annarri. Verkstjór- inn horfði á hana steinhissa. Hún sem alltaf hafði gert allt svo óaðfinnanlega. Hann sá að eitthvað amaði að henni og lét því sem ekkert væri, en bað hana að fara og ganga frá flíkum fyrir sig, merkja þær og telja nið- ur í kassa. Þar fékk hún að vera ein og í friði fyrir forvitnisaugum hinna kvennanna, sem nú pískruðu um það sín á milli af miklum áhuga, hvort það gæti virki- lega verið, að hún væri ólétt. Ekki væri hún með hring, svo að ekki var hún trúlofuð. „Já, þessar stelpugálur, þær kunna ekki að skammast sín,“ sagði í fyrirlitningar-tón miðaldra jómfrú með ræktarlegan skegghýjung á efri vör. „Ekki hefði ég látið sjá mig innan um siðað fólk, hefði ég hagað mér svona skepnulega.“ „Því get ég ósköp vel trúað, en slíkt og þvílíkt hef- ur víst aldrei hvarflað að þér, sem gengur mjóa og krókótta veginn gegnum lífið,“ sagði önnur í sykur- sætum tón. „Þú hefur að minnsta kosti kynnzt þeim breiða, trúi ég,“ svaraði jómfrúin snúðugt og saumaði í ákafa sam- an öfugar buxnaskálmar. „Áttir þú annars ekki eitt eða tvö með Kana?“ hélt hún áfram. „Jú, og skammast mín ekkert fyrir það. Þú heldur víst, að þessir Kanar séu ekki menn eins og aðrir.“ „Veiztu ekki, að þau voru gift,“ hvíslaði sú, sem næst sat jómfrúnni að henni. Það kom illa á hana. Henni hafði aldrei verið sagt, að þau hefðu verið gift. Það breytti málinu algerlega. Og það sem eftir var dagsins hamaðist jómfrúin við að sauma, án þess að mæla orð af vörum, en það var mjög óvanalegt, að hún gæti þagað svo lengi. Henni sárnaði, að þetta vopn, sem hún hafði ætlað að nota á andstæðing sinn, skyldi reynast svona haldlaust og aðeins verða henni sjálfri til skammar. Við hádegisborðið var Ásta þögul og döpur á svip. Ingunn aðgætti hana í laumi með áhyggjusvip. Og 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.