Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 20
undir yfirborðinu, en hitt veit ég, að ég er hér grafinn
í fönn lengst uppi í fjalli. Óttinn gagntekur mig 'og ég
fyllist hryllingi yfir örlögum mínum, að vera grafinn
lifandi undir snjó úti á víðavangi. — Það var hryllilegt.
— Ég reyni að hreyfa mig. Mér til mikillar undrunar,
en þó til gleði, — get ég hreyft mig. Ég brýzt um á
hæl og hnakka, — hamast eins og ég óður væri. Allt í
einu skell ég á eitthvað hart. Ég glaðvakna. Ég ligg á
gólfinu við rúmið mitt og skammt frá mér liggur sæng-
in mín og koddinn.
Mig hafði þá verið að dreyma.
Þ. P.“
Þessi fáu sýnishorn af ritverkum skólaæskunnar í
Laugaskóla verða að duga í þetta sinn, en höfundana
bið ég virða á betra veg, þótt ég hafi í hálfgerðu
„bessaleyfi“ birt þessi sýnishorn. Ég vil óska Lauga-
skóla allra heilla, bæði skólastjóra, kennurum og nem-
endum. Þessi menntastofnun strjálbýlisins er héraðs-
prýði og eftirlæti héraðsmanna.
Við hlið héraðsskólans stendur húsmæðraskólinn, en
hringlaga tjörn og trjágróður prýðir umhverfið. f sum-
ar verður hafin bygging barnaskóla að Litlu-Laugum
og gefur Dagur skólastjóri land undir skólann.
Stefán Jónsson.
Ljóðaþáttur frá Laugaskóla
í öllum héraðsskólum landsins er mikið af upprenn-
andi skáldum, eins og í öðrum skólum, og vitanlega
ekki sízt í héraðsskóla Þingeyinga, Laugaskóli, þar sem
skáldskapur og hagmælska er í miklum metum í hér-
aðinu.
Ég ætla að leyfa mér að birta hér ofurlítið sýnis-
horn af ljóðasmíð í Laugaskóla á ýmsum tímum.
Um skólaskáld er það annars að segja, að sumir halda
áfram að yfkja og verða þekkt og mikilsmetin þjóð-
skáld, en aðrir leggja skáldskapinn á hilluna og snúa
sér að raunhæfum yrkingum, svo sem jarðyrkju og
garðyrkju.
Fyrst birti ég hér lítið ljóð, ort af Laugamanni vet-
urinn 1930—1931, að ég held. Höfundurinn er Guð-
mundur Ingi Kristjánsson, en hann er nú viðurkennt
og vel þekkt ljóðskáld.
Þetta litla ljóð heitir Skólaspjaldið.
Á stofuþili mínu er stór og falleg mynd
af stórum hóp af fólki — í brúnni, sléttri grind.
Og andlit horfa þaðan á ýmsa vegu lík, —
svo undarlega smá, en svo minningarík.
Og geymt í þessum myndum er Laugaskólans lið,
og líf í heilan vetur er bundið spjaldið við
með nám og leik og hugsun, með drauma, störf og dans,
einn dásamlegan vetur og minningar hans.
Og stundum þegar kvöldar, og störfum lokið er,
þá stend ég eða sit og með spjaldið fyrir mér.
Ég horfi á þessar myndir og hugsa um fólkið sjálft,
svo hjartanlega gott, en í brotum og hálft.
Ég sat hjá þessu fólki við sama líf og kjör,
og sá þess störf og hugsun þess orð og bros á vör.
í augum þess og fasi var æskan djörf og hress,
og ylinn hef ég fundið í handtökum þess.
Ég veit að það var gallað og fátt í stefnu fest,
en fólkið, sem við þekkjum, við skiljum allra bezt. —
Ég fyrirgaf því allt, sem var öfugt eða lágt,
svo undarlega margt, en svo daglegt og smátt.
Ég horfi á þessar myndir. — Hvað æskan vill og er,
sem opinberun stendur og vissa fyrir mér,
og minningarnar rísa með allt sitt afl og vald.
— Svo undarlega ríkt er það ljósmyndaspjald.
Guðm. Ingi Kristjánsson.
Þá birtast hér tvö smákvæði eftir Kára Tryggvason.
Munu þau ort veturinn eftir námsárin í Laugaskóla en
birt í ársritinu 1927. Kári Tryggvason er nú vel þekkt-
ur barnabóka-höfundur.
Fyrra kvæðið heitir: Kvöld við Kópavog.
Kvöldið e'r heillandi, komdu!
Komdu, því máninn á himninum skín.
Blikandi stjömur brosa —
brosa til þín.
Sérðu’ ekki fannhvítu fjöllin
falin í kvöldblæju, göfug og há?
Vekja’ ekki hnjúkarnir heiða
háleita þrá?
Flóinn með lokkandi litum
leiðir þinn anda á fjarlæga slóð.
Öldurnar síkviku syngja
seiðandi óð.
Er ekki indælt að ganga
úti þá kvöldsvalinn leikur um kinn?
Örvar ei ómþýði blærinn
æskuhug þinn?
Hitt kvæðið heitir Hermenn vorsins.
Dísin glæstar gjafir færir
góðvinum, sem meta kunna.
Þeir, sem vorsins yndi unna,
eru hennar vinir kærir.
276 Heima er bezt