Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 12
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON: Hrakningar á Skeiéarársancli 1888 Framhald. Einar sagði síðar, að þá hefði hann haldið, að sá al- máttugi ætlaði að gjöra endi á lífsstundum sínum. Einar reið við taumbeizli, við átak hans er hann reyndi að stýra hestinum snerist mélið út úr klárnum svo að höfuðleðrið varð í munni hans. Allt í einu tók hesturinn viðbragð og rykkti sér lausum úr grunn- stinglinum, hann svamlaði síðan austur yfir álinn, land- takan var vond, en hann stökk með Einar upp á skör- ina, og tók svo sprett frá ánni og hægði ekki á sér fyrri en upp í Skaftafellsbrekkum. Einar gat ekki haft stjórn á honum, af því beizlið var í ólagi. Nálægt Lambhaga gat Einar komizt af baki og lagað beizlið, hann sneri svo aftur til félaga sinna. Nú gekk honum vel vestur yfir ána því hann fór undan straum og brotið hafði ræst sig þar sem hesturinn brauzt mest um með hann, þó var vaðið viðsjált vegna botnklakans. Einar reið að skörinni, þar sem förunautar hans biðu eftir honum og hjálpuðu þeir honum, til að komast upp á hana. Sigurður hélt í hest hans á meðan Þor- steinn og Einar settu hina hestana ofan í ána. Svo stigu þeir á bak, förin yfir ána tókst slysalaust. Þeim þótti of djúpt fyrir hestana við eystra landið, til að láta þá stökkva með sig upp á ísinn. Þorsteinn fór af hestinum upp á hann og veitti félögum sínum aðstoð til þess. Þegar hestarnir voru lausir við mennina hoppuðu þeir upp á skörina, leið eigi á löngu þar til þeir félagar komust undir Böltann. Einar sat á hestinum upp brekk- urnar til bæja en hinir gengu. Nú er að segja frá heimilisfólkinu í Skaftafelli. Þeg- ar fjörumennirnir voru lagðir af stað fór það að gefa gripunum, svo var féð látið fara á beit, samt var dá- lítill snjór. Þegar líða tók á daginn kom féð sjálft að húsum, og var það þá hýst. Þegar útiverkum var næst- um lokið um kvöldið skall á ofsarok með skarabyl, svo illfært þótti húsa á milli. Hélzt þetta stórveður fram að kvöldi næsta dags. Nóttin sem nú fór í hönd varð heimilisfólkinu í Skaftafelli minnisstæð, það beið dagsbirtunnar milli vonar og ótta, helzt huggaði það sig við það, að veðrið mundi lægja með morgninum, og að fjörumennirnir legðu ekki út í Skeiðará fyrri en lýsti af degi. Þegar þeir komu heirn nálægt dagmálum, fannst því að þeir væru úr helju heimtir. Voru þeir mjög þrekaðir. Svo mikið var snækófið þá og harðveðrið, að örðugt reynd- ist að koma inn hestum þeirra, sérstaklega í Hæðunum, þar var ekki nema kvenfólk heima, en í Böltanum var húsbóndinn, Magnús, til að taka á móti Þorsteini. Þá var húsmaður í Selinu, Stóri-Gísli, — móðurbróðir Gísla í Papey, — hann mun þá hafa verið um sextugt. Stóri-Gísli gekk vel fram í því að taka á móti Einari og korna hesti hans í hús, hann fór svo upp í Hæðir, því stuttur spölur er milli þessara bæja, og hjálpaði til að hýsa hest Sigurðar. Eftir ráðum Stóra-Gísla fóru þeir Einar og Sigurður strax með fæturna í kalt vatn og voru í því allan daginn fram á nótt. Sagt var að svo væru fætur Einars klakaðir að ekki næðust af hon- um broddarnir fyrri en hann hafði lengi verið með fæturna í vatninu, og er líklegt að félagar hans hafi ekki verið betur útleilmir. En af þekkingarleysi fór Þorsteinn Snjólfsson með fæturna í volgt vatn til að þýða af þeim klakann, en kvaldist mjög á eftir, því hann var mikið kalinn, einkum á hægra fæti, hann hafði lent með fótinn ofan í vök á leiðinni upp Skeiðarár- sand. Annar fótur Sigurðar var óskemmdur, en hinn var illa leikinn af kali og því kennt um, að skórinn hefði kreppt of mikið að honum. Einar fékk mikil kal- sár á báða fætur, álitið var að hann mundi hafa slopp- ið við þau, ef hann hefði ekki orðið að fara út yfir Skeiðará eftir félögum sínum. Undir kvöld slotaði veðrinu. Þá kom maður frá Svínafelli, til að vita um hvernig ástatt væri í Skafta- felli, því Svínfellingar voru ótta slegnir vegna Skaft- fellinga, eins og áður er sagt. Daginn eftir; miðvikudaginn fyrir Skírdag, kom Sig- urður bóndi Jónsson í Svínafelli austur að Hnappa- völlurn, til þess að láta Jón Einarsson vita, hvemig komið var. Eins og vænta mátti féll Jóni mjög illa að heyra það, en hann var fátalaður um þetta. Næsta morgun mjög snemma fór Jón frá Hnappavöllum heim til sín. Við Fátækramannahól mætti hann Oddi Sig- urðssyni bónda á Hofi, sem var bróðir Magnúsar í Böltanum. Oddur var þá lagður af stað austur að Borg- um í Nesjum til að sækja héraðslæknirinn, Þorgrím Þórðarson, því mennirnir sem á fjöruna fóm, voru næstum aðframkomnir af sársauka. Laugardagskvöldið fyrir páska komu þeir læknirinn og Oddur yfir Breiða- merkursand, þeir stönzuðu skamrna stund á Hnappa- völlum. Þorgrímur læknir mun svo hafa gist í Svína- felli um nóttina, en farið snemma á páskadagsmorgun- inn inn að Skaftafelli. Hann fór þar á milli bæjanna og hjúkraði hinum aðþrengdu mönnum með ráðum og dáð, en hann taldi óumflýjanlegt að taka kalskemmd- irnar af þeim Þorsteini og Sigurði. Þorgrímur vildi fá læknirinn í Vestur-Skaftafellssýslu sér til aðstoðar. Þá var Bjarni Jensson, bróðursonur Jóns Sigurðssonar for- seta, læknir þar, og sótti Oddur á Hofi Bjarna út á Síðu. Það þótti ekki viðeigandi að læknisaðgerðin færi fram á heimilunum þar sem vandamenn hinna kölnu 268 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.