Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 14
bóndi, vinsæll og vel metinn. Kona Einars var Þórunn Pálsdóttir frá Hnappavallahjáleigu. Þau áttu eina dótt- ur barna, sem Guðrún hét. Arið 1901 giftist hún frænda sínum, Þorsteini Guðmundssyni frá Maríu- bakka. Einar fékk þá dóttur sinni og tengdasyni til umráða jörð sína og bú, og hjá Þorsteini var hann til dauðadags 30. marz 1919, 77 ára. Þá var Guðrún dótt- ir hans dáin fyrir tveimur árum. Það er frá Sigurði Sigurðssyni að segja, að hann var í Skaftafelli þangað til að hann var á 19. ári og þótti bæði ötull og ósérhlífinn, en af því að þarna voru göngur miklar og fjárgæzla erfið þá vildi Jón frændi hans að hann reyndi að fá sér starf annars staðar, sem hentaði honum betur, því réðist Sigurður 1891 til Guð- mundar Sigurðssonar söðlasmiðs á Papós, til þess að læra hjá honum söðlasmíði, og var hann jafnframt vinnumaður Guðmundar. Haustið 1895 varð hörmulegt sjóslys við Papós, þeg- ar verzlunarskipið var að fara þaðan, drukknuðu þar þrír mikilhæfir menn á bezta aldri, en einn bjargaðist af bátnum, það var Sigurður. Mennirnir sem fórust voru: Stefán Jónsson snikkari og hafnsögumaður á Papós, Ólafur Einarsson og Sigmundur Sigmundsson, þeir voru báðir bændur frá Bæ í Lóni. Slysið varð með þeim atvikum, að Stefán hafnsögumaður sigldi skipinu út úr ósnum og gekk það vel, og voru félagar hans með honum um borð, og höfðu þeir bátinn, sem þeir ætluðu á í land, aftan í skipinu. Aður en þeir fóru niður í bátinn var hann dreginn að skipshliðinni, en það sigldi áfram. Þegar hafnsögumaðurinn og menn hans voru komnir ofan í hann og búnir að leysa fanga- línuna, kom sjór og fyllti bátinn, sem barst hratt aftur með skipinu. Kaðall lá út af því og náði Sigurður í hann og komst á honum upp í skipið, en félagar hans fórust þarna. Skipverjar voru að vinna við stórseglið en höfðu ekkert litið eftir bátnum og vissu ekki urn slvsið fyrr en Sigurður var kominn um borð. Skipið var lengi að sveima þarna um og sigldi síðan til hafs. Þegar bátur hafnsögumannsins kom ekki að landi, bjóst fólk við því, að hann hefði farizt með allri áhöfn. Papósskipið hélt til Kaupmannahafnar og fór Sig- urður þangað með því, þar var hann nokkurn tíma. Sigurður rómaði það síðar, að skipverjum hefði farizt vel við sig og látið sér líða vel. Hann fékk svo far með norsku skipi til Eskifjarðar og kom þangað hálfum mánuði fyrir jól. Seinna um veturinn komst Sigurður heim til sín að Papós. Sigurð- ur kvæntist ágætri stúlku, Guðrúnu yngri Eyjólfsdótt- ur frá Reynivöllum í Suðursveit. Þau bjuggu fyrst á Djúpavogi og svo á Geirsstöðum á Mýrum. Vorið 1913 fluttu þau búferlum að Revnivöllum. Á þeim ár- um var leiðin um Breiðamerkursand fjölfarin, og marg- ir munu þeir ferðamenn héðan sem minnast gestrisni og góðvildar þessara skemmtilegu hjóna. Sigurður var hvatleikamaður, mjög hjálpfús og drengur hinn bezti. Hann andaðist á Reynivöllum 19. febrúar 1928, 55 ára gamall. Hvítklædda stúlkan Það var að kveldi til annan dag jóla fyrir mörgum árum, að ég var staddur í fjárhúsi á túninu í Hleiðar- garði, en þar bjó ég þá. — Hús þetta snýr út og suður, og eru dyr á austurvegg, suður við stafn. Garði er í miðju húsinu, og gengið úr honum í heyhlöðu, sem er við norðurenda hússins. Ég var nýbúinn að láta féð inn, en það hafði verið úti á beit um daginn. Ég gaf á garðann og gekk síðan norður að hlöðudyrunum og settist á garðabandið rétt hjá þeim. Ætlaði ég að bíða, þangað til féð hefði étið svo, að hæfilegt væri að sópa að því. Ljós logaði á ofurlitlu týruglasi, sem hékk á nagla vestan á fremstu stoðinni í garðanum, og bar því dálítinn skugga af henni fram í dyrnar. Ég studdi oln- bogum fram á hné mér, var því álútur og horfði nið- ur í garðann. Líklega hef ég verið búinn að sitja þarna 2—3 mínútur, og æmar hömuðust að éta heyið, þegar ég allt í einu heyrði einhvern gauragang í húsinu; ég lít upp, og mér til undrunar sá ég, að ærnar stukku af garðanum syðst í húsinu og þyrptust inn krærnar, og jafnsnemma sá ég kvenmann í hvítum klæðum í skugg- anum af stoðinni, rétt innan við dyrnar. Ég sá ekki vel { andlit hennar en mér fannst einhvern veginn. að ég kannast við yfirbragðið. Ég stóð á fætur og gekk fram garðann, en stanzaði snögglega. Ég sá, að stúlkan lyfti upp hægri hendinni, eins og hún væri að gefa mér ein- hverja bendingu eða vildi ekki, að ég kæmi nær. En svo seig höndin aftur niður með hliðinni. Ég var undr- andi, en ekki hræddur, og vildi vita, hvað þetta væri. Ég hélt því áfram, en þá tók myndin að óskýrast, og um leið og ég kom fremst í garðann og ætlaði að stíga niður í króna, hvarf hún með öllu. Ég gekk aftur inn garðann og settist í sama stað, en þá sá ég ekkert, og ærnar löbbuðu fram húsið aftur, fóru uppundir og tóku til matar síns. En hvað var svo þetta? Um það hef ég oft hugsað. Sofnaði ég á garðaband- inu, og dreymdi mig þetta? Var draumsýnin enn í aug- um mér, er ég gekk fram garðann? Nei, ærnar sáu stúikuna Iíka, urðu hræddar og hlupu inn eftir húsinu og urðu svo rólegar aftur, þegar hún var horfin. Þetta sama kvöld, og á svipuðum tíma, andaðist gömul kona á öðrum bæ. Ég þekkti hana vel og var búinn að vera henni samtíða. Ég held, að þetta hafi verið hún. En hvers vegna kom hún til mín? Ég var ekki skyld- ur henni og ekki um neina sérstaka vináttu að ræða, frekar en gengur og gerist. Hvað þurfti hún að segja mér? Því rétti hún upp höndina? Dulrúnir tilverunnar eru margar. Hannes Jónsson. 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.