Heima er bezt - 01.02.1963, Síða 4
HALLDÓR ÁRMANNSSON, SNOTRUNESI:
ann
Hel gason, Ósi, Borgarfiréi eystra
u
„Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn.
Þéttir á velli og þéttir t lund
þrautgóöir á raunastund.íl
óhann Helgason er fæddur í Njarðvík við Borg-
arfjörð eystra 30. desember 1891. Foreldrar hans
voru hjónin Helgi Jónsson Sigurðssonar fræði-
manns í Njarðvík og Sesselja Sigurðardóttir frá
Heyskálum, er þar bjuggu mestalla sína búskapartíð.
Jóhann var snemma efnilegur, hraustur og dugmikill,
eins og systkin hans fleiri, en þau voru sex, sem upp
komust. Líklegt má telja, að Jóhann hafi sótt til föður
síns og föðurbræðra, sem allir voru miklir burðamenn,
sumir svo af bar, bæði þrek og karlmennsku. Þó má
vel vera að fleira komi til.
í þann tíð þegar Jóhann var að alast upp var siður
að láta börn, einkum þó drengi, læra snemma að gjöra
eitthvað til gagns og ekki var Jóhann nema á áttunda
árinu, þegar fyrst var farið að nota hann fyrir smala —
gæta ásauða svo lengi, sem þær voru nytkaðar, sem oft-
ast var frá því um ellefu vikur voru af sumri og fram
um réttir.
í Njarðvík er landrými mikið, og mun allmikið hafa
þurft að hafa fyrir ánum, að halda þeim saman svo þær
týndust ekki. Skal ég til gamans nefna helztu hnúk-
ana, sem umlykja Njarðvikina. Það eru: Skriðufjall,
Hádegisfjall, Þúfan, Múli, hluti af Dyrfjöllunum, Súl-
ur, Geldingafjall, Sönghofsfjall, Grjótfjall, Kerlingar-
fjall, Tóarfjall og Skjaldarfjall. Öll eru þessi fjöll brött,
rismikil og tignarleg, haldast í hendur og raða sér eins
og traustir verðir í kringum þennan forna sögustað,
Njarðvíkina, sem á Þorragarðinn, Þiðrandaþúfuna,
Gunnarshjalla og Gunnarssker á miðri víkinni. Kögrið,
þar sem ófreskjan Kögurgrímur þurfti ekki nema að
rétta krumluna út úr berginu til að hremma fiskibát-
ana, sem voru þar með landinu með mönnum og öllu
saman, og síðast en ekki sízt Njarðvíkurskriður, þar
sem óvætturin Naddi hafðist við í Naddahelli ferða-
mönnum hættulegur, en bóndinn á Snotrunesi gat þó
yfirunnið. En krossinn, sem reistur var í skriðunum
1306 og enn stendur, Naddakross, hefur nú hátt á sjö-
undu öld verið lífvörður og verndari allra þeirra mörgu,
sem farið hafa um skriðurnar síðan.
Fjöllin öll, þau sem að framan eru nefnd, eru æsku-
vinir Jóhanns. Þau buðu honum svo oft upp í fang sitt,
þar átti hann unaðsstundir margar í blómskrýddum ang-
andi brekkum og berjalautunum, klifur í klettum, þar
sem ef til vill bláklædd huldukona, vinkona heimilisins,
hefur haft auga með honum og útsýni til allra átta var
bezt þegar hann var kominn upp á hæsta tindinn, til
þess að sjá hvað væri hinumegin. En fjallgöngumar
allar, hlaupin og sprettirnir, sem Jóhann átti svo oft í
um þessa fornkunningja sína í Njarðvík, juku honum
áræði, stæltu vöðvana, brýndu geðið, vöndu hann við
að treysta sjálfum sér og gáfu honum trúna á mátt sinn
og megin. Heilnæmt hressandi fjallaloftið fyllti lungun
og þandi út brjóstið, en þýður mjúkur háfjallablærinn
strauk honum létt um vangann, styrkti hann í djörfum
áformum, honum óx drjúgt þróttur og lífsfjörið sprikl-
aði í hverri taug.
Það sem hér að ofan er nefnt, ásamt hollum áhrifum
frá foreldrum og æskuheimili, mættu því vel vera þær
stoðir, sem Jóhann hefur haft nokkurn stuðning af á
langri ævi í baráttu við erfið lífskjör, hættur og mann-
raunir.
Rúmlega 13 ára að aldri flutti Jóhann fyrst úr for-
eldrahúsum, að Sandbrekku í Utmannasveit til Sigfús-
ar Halldórssonar. Vandist hann þar allri algengri sveita-
vinnu og varð snemma vel liðtækur til þeirra starfa. Á
Sandbrekku var hann 5 ár. Það mun hafa verið fjórða
árið hans þar, að hann var eitt sinn staddur úti á beitar-
húsi og átti að lagfæra fjárhúsdyr. Hafði hann þar hand-
axar tötur, sem hann hjó til með dyrastaf í húsdyrnar.
Vildi honum þá sú slysni til að hann hjó á vísifingur
vinstri handar, svo af tók fingurinn rétt framan við
miðlið, en hékk þó við á skinnpjötlu. Ekki lét Jóhann
þetta mikið á sig fá, en tók upp vasahníf sinn og skar
fingurinn af og fleygði honum frá sér. Segir hann
seppa sinn hafa séð fyrir fingrinum. Ekki var Jóhann
heldur þegar heim kom að lýsa áverkanum á hendur
sér, en fékk þó unglingspilt, sem var á bænum, til að
þvo upp sárið og binda um. Ætlaði hann svo að láta
sem ekkert hefði orðið að og leyna þessu. Það tókst að
vísu fáeina daga, en þar kom að ekki var það hægt leng-
ur, því drep kom í sárið og óþolandi kvöl í alla hend-
ina. Þó fundust honum kvalimar mestar í því, sem af-
höggvið var fingrinum. Nærri lá að þyrfti að taka
höndina af. Er þetta alllöng saga, en verður ekki rakin
hér frekar, nema Kristján Kristjánsson læknir á Seyðis-
40 Heima er bezt