Heima er bezt - 01.02.1963, Page 6

Heima er bezt - 01.02.1963, Page 6
Bergrún Árnadóttir, kona Jóhanns. að halda áfram að svo stöddu. Stormtreyja, sem hann hafði utan yfir sig, var rifin af honum, buxurnar sund- ur flettar, skíðin bæði brotin, stafurinn tapaður, og peningaveski, sem hann átti í vasa sínum með 50 krón- um í, var líka horfið. Hinn manninn sakaði ekki neitt, hafði orðið ofan á flóðinu, þar til hann varð svona utan gátta við það þarna nálægt Varð það nú ráð þeirra félaga, að Stefán skyldi snúa aftur til að fá lánuð skíði handa Jóhanni, en hann bíða þarna á meðan og sjá hverju fram færi með heilsufarið. Eftir skíðunum þurfti Stefán inn að Klyppstað — langt inni í sveit í Loðmund- arfirði. — Færði hann svo Jóhanni kaffi á flösku frá sæmdarkonunni Sigríði Sigurðardóttur á Sævarenda. Er Jóhann hafði lokið úr flöskunni, taldi hann sig orð- inn ferðafæran aftur. Snjóflóðið telur Jóhann muni hafa runnið hálfan kílómetra eða meira. Jóhann var nú orðinn 26 ára að aldri, hlaðinn orku og karlmennsku og fullur af áhuga fvrir framtíð sinni. En eins og guð hafði sagt um Adam, þegar hann var enn ungur heima í Paradís, „það er ekki gott að mað- urinn sé einsamall“, þá var nú Jóhann farinn að taka eftir þessu sama um sjálfan sig, og komst alveg að sömu niðurstöðu og guð. Elann fór nú að líta í kringum sig, nóg var af álitlegum konuefnum í Borgarfirði á þeim árum. En alltaf stefndi þó hugurinn helzt til einnar, sem var alveg eins og Grímur gamli á Bessastöðum vildi helzt hafa hana, „Djúp og blá blíðum hjá brosa drósum hvarmaljós“. Heitir sú Bergrún Árnadóttir Steinssonar í Bakkakoti (Árna frá Brúnavík). Ekki var annars getið en að bónorðið hefði bara gengið eins og í sögu og þau héldu brúðkaup sitt í janúar 1918. Þorsteinn M. Jónsson og Sigurjóna kona hans áttu þá heima á Borgarfirði. Þau hjónin buðu þeim Jóhanni og Bergrúnu að láta vígja sig í hjónabandið heima hjá sér. Var svo boðið hverjum sem koma vildu, urðu það um 60 manns, en þau hjónin Þorsteinn og Sigurjóna gáfu brúðhjónunum tilhaldið, auk þess hélt Þorsteinn snjalla ræðu fyrir minni brúðhjónanna, og annar mælskumaður, Olafur Gíslason, verzlunarstjóri, talaði einnig. Ingi T. Lárusson, tónskáld, þá verzlunarmaður á Borgarfirði, samdi lag, sem hann gaf ungu hjónunum, og var sungið í fyrsta skipti við „Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit“ o. s. frv. Var þessa veizlufagnaðar lengi minnzt. Á þessum árum voru allar jarðir í Borgarfirði setnar, munu því ungu hjónan öngvan kost hafa átt þess að fá jarðarafnot þar, eins og á stóð, svo það varð ráð þeirra, að þau fluttu í Hérað vorið 1919, að Víkingsstöðum á Völlum, til Friðriks Jónssonar, og voru þar eitt ár. Þá um veturinn, rétt fyrir jólin, var Jóhann sendur á Seyð- isfjörð eftir bagga. Varð hann samferða bóndanum á Ulfsstöðum, Vigfúsi Jónssyni. Er þeir komu upp yfir aftur í Ulfsstaði, var Grímsá talin alófær, en hún er hið versta vatnsfall, straumhörð og stórgrýtt, en yfir hana þurfti Jóhann að komast, til að ná heim til sín. Ekki vildi Jóhann meira en svo trúa því, að áin væri ófær, og sagðist að minnsta kosti vilja koma að ánni og sjá hana sjálfur. Var með öllu móti revnt að halda aftur af Jóhanni að leggja í ána, en öngvar fortölur dugðu. Heim skyldi hann komast. Það var hans óhagganlegur ásetningur. Frostið var 10 stig og ísskrið í ánni, en grunnstingull við botn. Rétt strax þegar út í var komið íbúðarhúsið og umhverfið á Ósi. Framundan er fjarðaráin og Staðarfjallið rétt ofan við prestssetrið Desjarmýri. 42 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.