Heima er bezt - 01.02.1963, Side 9
MAGNÚS BJÖRNSSON Á SYÐRA-HÓLI:
er ée viss um
í í
Bjarni hét maður Bjarnason og bjó á Steinnýjar-
stöðum og Bakka á Skagaströnd á öndverðri
19. öld. Þuríður hét köna hans Bjarnadóttir.
Bjarni drukknaði í fiskiróðri á höfuðdaginn 29.
ágúst 1842, hálf sjötugur. Þeir voru þrír á báti í mein-
lausu veðri, komu í stóran drátt og hvolfdi undir þeim.
Þar fórst Bjarni og Tómas Jónsson tengdasonur hans,
en þriðja manni, Kristjáni Guðmundssyni, er kallaður
var „söngur“, var bjargað af kili.
Dætur Bjarna og Þuríðar voru Anna (f. 1810) og
Guðrún (f. 1806). Anna átti fyrst Tómas Jónsson, sem
drukknaði með föður hennar og síðan Markús Snorra-
son, þingeyskan mann að ætterni. Börn átti hún með
báðum mönnum sínum og er margt fólk frá henni kom-
ið. Sonur hennar, Tómas Markússon, var faðir Onnu
húsfreyju í Víkum á Skaga, nafntogaðrar konu fyrir
dugnað og skörungsskap.
Guðrún Bjarnadóttir var í vistum á yngri árum og
ekki til lengdar í sama stað. Hún komst vestur að Breiða-
bólstað í Vesturhópi, en þar var þá prestur séra Jón
Þorvarðsson, hniginn nokkuð að aldri. Þorvarður sonur
hans var aðstoðarprestur, og voru þeir feðgar kallaðir
nokkuð ltvenhollir.
Guðrún varð þunguð í vistinni og ól dóttur sem
Margrét hét (f. 1829). Hún var kennd manni lítilsháttar
er Magnús hét, en það ætluðu flestir, að Margrét væri
rangfeðruð og að séra Þorvarður væri réttur faðir að
henni. Hún ólst að nokkru upp með móður sinni og
varð greind kona og skáldmælt. Þó að hún væri skrifuð
Magnúsdóttir, var hún í daglegu tali kunnugra manna
jafnan kölluð Þorvarðardóttir. Ekki andmælti Guðrún
móðir hennar því. Margrét giftist Benedikt Benedikts-
syni frá Meyjarlandi, Magnúsonar prests í Fagranesi
Arnasonar. Dóttir þeirra var Guðrún, sem víða var, dá-
vel greind en undarleg, fór með vísnaþvaður, ræðuhöld
og spilalagnir í spádómsskyni. Hún var kölluð „fyrir-
lestra Gunna“ og giftist ekki. Benedikt og Margrét
voru á hrakhólum og hokruðu á ýmsum stöðum. Mar-
grét var skapstór, gífuryrt og eyðslusöm, en Benedikt
þungur til vinnu og samt karlmenni hið mesta. Þeim
búnaðist illa, samdi illa og skildu.
Guðrún Bjarnadóttir, móðir Margrétar, giftist 4. jan.
1841 Sölva Ásmundssyni, Þorleifssonar, bjuggu í Höfða-
hólum og víðar og voru bamlaus. Guðrún var greindar-
kona, myndarleg og vel verki farin. Hún var skapstór
og gustmikil. Fór ekki lítið fyrir henni hvar sem hún
var. Henni var viðurnefni gefið og kölluðu gárungar
hana kastanrössu. Hún var oft til þess fengin að vera
frammistöðukona í brúðkaupsveizlum og öðram slík-
um stórhófum. Þá var siður að bera steik fyrir veizlu-
gesti og annað góðmeti og tilhaldsmat.
Það var eitthvert sinn í brúðkaupsveizlu, að Guðrún
stóð fyrir matargerð og hafði undir sér konur nokkrar
til aðstoðar og báru veizlukostinn fyrir gesti. Þær sögðu
Guðrúnu að veizlugestir létu illa við steikinni, kölluðu
hana bæði brennda og hráa og ólseiga í tilbót og ekki
bjóðandi dándis mönnum í stórhófi. Er Guðrúnu bár-
ust þessi tíðindi tók hún viðbragð hart, brunaði inn í
veizlusalinn, þar sem gestir sátu ólundarfullir og jóðl-
uðu steikina. Hún drundi reiðilega með þrumu raust:
„Mér er sagt að þið setjið skömm í steikina. Hún er
víst fullgóð í helv.... kjaftana á ykkur“. Það var ekki
lítill á henni svipurinn, er hún hreytti þessu. Síðan kast-
aði hún rassi harkalega og hvarf aftur til eldhúss.
Börn áttu þau ekki, Sölvi og Guðrún. En honuin
varð það á að gera barn vinnukonu þeirra. Er Guðrún
vissi sönnur á því ódæði varð hún heldur en ekki beisk
við þau bæði er frömdu slíkt ódæði og sparaði ekki stór
orð og ljót. Nú kemur að því, að vinnukonan leggst á
sæng og elur barn sitt,. Eftir sólarhrings sængurlegu
kemur Guðrún og skipar henni að ldæðast og ganga til
verka. Stúlkan var máttfarin og beiddist hóglátlega að
mega hvílast ögn lengur.
„Þú verður ekki spurð að því, drósin“, svaraði Guð-
rún og sneri upp á sig snúðuglega.
Við mann sinn var hún lengi síðan sem harðasti norð-
angarður á útmánuðum og minnti hann oft og ótæpt á
ljóta hrösun.
„Það er ég viss um að allir hórkarlar fara til helvítis.“
„Ekki þó prestarnir, Guðrún mín, sagði Sölvi með
hægð.
(Eftir sögnum á Skagaströnd).
FJÓSA-JÓN.
Jón hét maður frá Fjósum í Svartárdal. Hann var
kallaður Fjósa-Jón, ágjarn og maurapúki mikill. Ekki
var hann gullfrómur. Einhvern tíma var hann á ferð
undir Jökli og stal þar peningum. Labbaði hann þaðan
(Framhald á bls. 50.)
Heima er bezt 45