Heima er bezt - 01.02.1963, Síða 12
Genf, Mont Blanc brúin.
Heitir það Belmont og virtist standa aðeins steinsnar
upp frá vatninu. Ég greip því tösku mína og hélt þangað
gangandi. En sakir ókunnugleika reyndist mér leiðin
lengri. Brekkan er nefnilega snarbrött, svo að akvegirn-
ir upp eftir liggja í álíka krókum og í Vaðlaheiði, nema
lengri og þó krappari. Komst ég loks upp á hótelið
eftir 20 mínútna gang, þreyttur og sveittur, því að
steikjandi sólsldn var. Síðar fann ég styztu leiðina, beint
niður á aðalgötuna, hún er að vísu mest tröppur, um
300 að tölu. En svona er bæjarstæðið í Montreaux og
flestra annarra bæja á þessum slóðum. Nokkrar aðal-
götur liggja langs eftir hlíðunum, tengdar saman með
löngum sniðgötum eða þverbröttum tröppustígum.
Eg flýtti mér að snyrta mig til að komast niður í
borðsalinn, til þess að ná í seinustu leifarnar af hádegis-
verðinum. Öll suðurhlið salarins er úr gleri, og var það-
an hin dásamlegasta útsýn yfir bæinn, vatnið og yfir
það inn í mynni Rhonedalsins og hinna fagursköpuðu
fjalla umhverfis hann. Mér var vísað til borðs inni í
salnum. Fór ég þess þegar á leit, að ég fengi að sitja við
gluggann og lét þess getið, að ég mundi dveljast þarna
í 10 daga. Þjónninn hristi höfuðið og gekk burt, enda
talaði ég ensku, en hann skildi ekkert nema frönsku,
og reyndist okkur síðar furðu laus við allt sem hétu
lipurheit. En um leið og hann yfirgaf mig, ávarpar mig
maður, sem sat við næsta borð, sagðist hafa heyrt, að ég
ætlaði að vera þarna í 10 daga, og ég skyldi þó ekki
vera að fara á líffræðikennaraþingið. Ég kvað já við
því. „Þangað fer ég líka“, sagði hann. Við sögðum þá
nöfn okkar. Hann var íri, Cornelius Murphy að nafni.
Og áður en við höfðum lokið snæðingi vorum við orðn-
ir góðkunningjar, og skildum við varla eftir það með-
an fundurinn stóð. Hafði hann aldrei hitt íslending
fyrr, en eitt hið fyrsta, sem hann sagði við mig, er hann
vissi hvaðan ég var, var ýctta: „Þið eruð engir smá-
ræðiskarlar þarna úti á Islandi, að hafa sigrað sjálft
brezka heimsveldið í deilunni um landhelgina.“ Þótti
honum það vel af sér vikið og hafði okkur í hávegum
fyrir. Murphy er forstjóri fyrir einu stærsta fram-
leiðslufyrirtæki írlands. Er meginstofn þess sykurrófna-
rækt og sykurframleiðsla, en hafa síðar snúið sér að
niðursuðu og hver skonar matvælaiðnaði, bæði til inn-
anlandsneyzlu og útflutnings. Halda þeir skóla og nám-
skeið fyrir starfsfólk sitt, og því var hann hér kominn,
ef eitthvað væri að læra um kennslu í líffræði, svo unnt
væri að bæta þar um. Murphy er maður föngulegur,
dálítið feitlaginn, glaður í bragði og drengilegur á svip.
Skrafhreyfinn og skemmtinn í bezta lagi. Kom okkur
brátt saman um, að við værum af sama bergi brotnir
og sennilega frændur, þar sem Helgi magri hefði verið
dóttursonur Kjarvals írakonungs. En þann heiðursmann
kannaðist hann við úr sögum eða einhvern nafna hans.
Að lokinni máltíð þótti okkur tími til kominn að
fara til La Tour de Peilz, en svo heitir bær sá, sem
fundurinn var haldinn í, og láta innrita okkur.
La Tour de Peilz er smábær, er liggur milli bæj-
48 Heima er bezt