Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1963, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.02.1963, Qupperneq 13
SéÖ yfir Montreaux og Genfar-vatn. anna Vevey og Montreaux í kantónu þeirri er Waadt heitir. Raunverulega eru þessir þrír bæir vaxnir saman, og gáfu merk'ispjöld við veginn ein til kynna, hvar bæja- mörkin voru. I La Tour og Vevey er undirlendi meira en í Montreaux, enda gengur dalur þar upp í fjallendið. Okkur gekk greiðlega að finna fundarstaðinn. Var okkur vel tekið þar og fengið í hendur dagskrár og önnur skilríki ásamt dvalareyri, sem var ríflega úti lát- inn, án þess um nokkurt óhóf væri að ræða. Það sem eftir var dagsins notaði ég til að skoða mig um í þess- um þremur samvöxnu bæjum, sem eru líkir um flest og sennilega mjög dæmigerðir svissneskir ferðamanna- bæir. Það tvennt, sem mér þótti einkenna bæina mest, voru annars vegar hótelin og hins vegar skrúðgarðar og ræktun. Meðfram höfuðgötunni má segja að hótel sé í öðru hverju húsi. Mörg þeirra eru að vísu fremur lítil, en önnur risastór með allt upp í 500 rúm að því auglýst er. Belmont, þar sem ég bjó, er með 100 rúmum og mun það vera heldur yfir meðallag. Ekki veit ég um búnað annarra hótela, en þarna var vistlegt, dálítið gam- aldags, en herbergi stór og rúmin ágæt. Setustofur rúm- góðar og borðsalur mildll, en aldrei sá ég þar nema fátt fólk. Mesti ferðamannastraumurinn var liðinn hjá. Flest það fólk, sem þarna dvaldist, var enskumælandi að mér heyrðist, yfirleitt aldrað fólk, og konur í meiri hluta. Sagði Murphy mér, að það væri sýnilega langmest enskt millistéttarfólk. Virtist það einkum verja tíma sínum í smáferðir um bæ og nágrenni, en annars sitja í setu- stofum eða úti í garði, lesa eða konur dunduðu við handavinnu. Fannst mér sú tilvera ömurlegt aðgerðar- leysi. Slcrúðgarðar eru hvarvetna, og hver blettur ræktað- ur, þar sem jarðveg er að fá. Mikið ber þar á stórgerð- um, litsterkum blómum, og þóttist ég hvergi hafa séð líkt blómaskrúð nema vestur í Kaliforníu. Stórvaxin tré af ýmsu tagi varpa skugga sínum yfir garða og götur. Voru þar bæði lauftré og barrviðir, meira að segja voru þar á allmörgum stöðum kaliforniskir stór- viðir og japanskir Ginkoar, og virtust hvor tveggja una sér vel. Smávaxnir pálmar voru þar víða og jafnvel kaktusar á stöku stað. Ber allur gróður vitni um mikla veðursæld, og líkasta því sem væri á strönd iMiðjarðar- hafsins, þótt Genfarvatnið sé nær 400 metrum yfir sjávarfleti. Enda er hér kölluð svissneska Rivieran. Dagana sem ég dvaldist þarna var hitinn lengstum 25—30°, en einn daginn rigndi þó, og var þá hvasst af vestri. Tættust skýjabólstramir um fjallatindana eigi ó- áþekkt og er í útsynningi hér á landi, nema hlýrra í lofti. Hvítfextar öldur risu á vatninu og kvika við ströndina. Mundi lítil skemmtun hafa þá verið að fara þar sjóleiðina. Við ströndina era víða baðstaðir og smábátahafnir. Seglsnekkjur og hraðbátar eru hvarvetna á ferð, og sjóskíðaleikur er þar eftirlætisíþrótt. Var Evrópumót haldið í Montreaux í þeirri grein um þessar mundir, Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.