Heima er bezt - 01.02.1963, Blaðsíða 16
Messuklettur. Útsýn yfir Keflavikina. Greina má skipbrots-
mannaskýlið lengst til vinstri sem hvítan depil.
handa mönnum og skepnum. Og stundum kom ísinn
með góðar gjafir, sel eða hvali, smærri eða stærri.“
Ýmsir góðir bændur bjuggu áður fyrr í Keflavík. Um
og eftir miðja 19. öld bjuggu þar ríkir útgerðarmenn
af Grenivíkurætt, fyrst Kristján bróðir Jónasar á Látr-
um, síðar Jón Loptsson skipstjóri frá Grcnivík (1862—
1868). Jón Loptsson var efalaust mesta glæsimennið á
víkingaflota Höfðhverfinga á hákarlaöldinni. Hann fór
til Kaupmannahafnar og nam þar sjómannafræði. Svo
mikið þótti ísl. stúdentum í Höfn koma til glæsimennsku
hans og örleika á fé, að þeir nefndu hann „baróninn“.
Síðan keypti Jón hafskip og sigldi því sjálfur heim með
farmi. Hann var löngum aflakóngur á hákarlaveiðum.
Tryggvi Gunnarsson fékk hann að formanni með vör-
ur Höfðhverfinga í hinni frægu Reykjavíkurför, er
hann var að brjóta einokun eyfirzkra kaupmanna. Jón
var ef til vill fyrsti íslendingur öldum saman, er stjórn-
aði hafskipi, bæði í millilandasiglingum og umhverfis
land. Hann hélt sjómannaskóla heima hjá sér á vetrurn
í Keflavík.
Flestir, sem bjuggu í Keflavík á síðari áratugum,
efnuðust þar vel og fluttust þá þaðan í meira þéttbýli.
Síðasti bóndi í Keflavík var Geirfinnur Magnússon.
Um hann hefur Theodór Friðriksson rithöfundur þau
orð, að hann hafi verið „garpur mikill“. Geirfinnur
fluttist frá Keflavík að Botni í Þorgeirsfirði 1907, og
hefur jörðin verið í eyði síðan.
LITIÐ YFIR FJORÐU.
Fjallið austur af Keflavíkurdal nefnist Hnjáfjall norð-
ur að sjónum. Allur er fótur þess etinn að framan, og
verður ekki með sjó gengið. Leiðin liggur upp bratta
brekku, og heitir þar Messuklettur á brúninni. Ofan í
háfjallið er grunnur, gróinn dalur, er Blæja nefnist.
Fram úr dalsmynni þessu er hengiflug, mörg hundruð
metrar í sæ niður. En austan við Blæjuna er tæp leið
um skriður, ofan við flughá björg, er nefnast Blæju-
kambur. Þetta er leiðin frá Keflavík til Fjarða. Við
skulum svipast um á austurbrún fjallsins, líta yfir Fjörð-
una:
Næst okkur er brattalítil, gróin hlíð niður að Þor-
geirsfirði. Upp af firðinum er allbreiður dalur með
grónum hálsuni og ávölum beggja vegna. Ut á milli
fjarðanna gengur nes, heldur skammt, með ávölum
hæðum, og lágum klettum við sjó. Við sjáum yfir þær
hæðir ofan í Hvalvatnsfjörð, ofan í hinn breiða dalbotn
með Hvalvatni út við fjörðinn og flæðiengjum með
ánni innan við vatnið. Lágur háls algróinn er á milli
fjarðardalanna utanverðra. Þetta er ein sveit með 9
bæi, sem standa í þéttbýli nærri sjó, og hinn tíunda
nokkru fjær*), en þó eiga flestar jarðirnar mikið land-
rými og vel gróið. Yfir þessu lága, gróna landi á háls-
um og dalbotnum rísa einstakir hamratindar. Þar heita
fjöll Háaþóra og Lágaþóra, Lútur, Darri og Dýjahnjúk-
ur, öll vestan Hvalvatnsfjarðar, en þrýstin og mikil
hamrafjöll eru austan við fjörðinn, Hnausafjall og
Bjarnarfjall. Nöfn tindanna minna á tröllaheiti. Okkur
dettur í hug, að tvenn tröllahjón séu hér á ferð: Lútur
*) Háagerði var hinn ellefti bær í Fjörðum, hjáleiga frá
Þönglabakka, byggt skamma hríð á 19. öld og aftur á 20. öld
fá ár.
Útsýn yfir hinn grösuga Keflavikurdal.
52 Heima er bezt