Heima er bezt - 01.02.1963, Side 23
Ölkelda i Staðarsveit. Snafellsjökull lengst til vinstri.
kell prestur á Reynivöllum í Kjós dvaldi við Rauða-
mels-ölkeldu mánaðartíma árin 1886 eða 1888.
Talið er að Hjálmar skáld frá Bólu hafi verið þar
eitt sumar sér til heilsubótar, að ráði Þorleifs í Bjarnar-
höfn, sem var dulrænn læknir og margfróður. Var
Hjálmar skáld þar í 4—6 vikur að sumarlagi. Það leikur
því enginn vafi á því, að menn trúðu fyrrum á lækn-
ingamátt ölsins og töldu Rauðamels-ölkeldu og fleiri
ölkeldur dýrmæta heilsubrunna.
Rauðamels-ölkelda var um aldaraðir bændaeign og
fylgdi Rauðamel ytri. Þannig var þetta víst til ársins
1901 að Jón Vídalín, ríkur athafnamaður, eignaðist
Rauðamel og ölkelduna með, samkvæmt afsalsbréfi 16.
des. 1901.
í vikublaðinu Fjallkonan stendur þetta í fréttabréfi
26. janúar 1904: „Jóni Vídalín voru boðnar 100 þús-
und krónur í Rauðamels-ölkeldu, en lét hana ekki.“
Jón Vídalín dó árið 1907, án þess að hafa komið í
framkvæmd áætlun sinni um Rauðamels-ölkeldu, en
vafalaust hefur hann hugsað sér að koma þar á fót
heilsuhæli eða hressingarheimili að útlendri fyrirmynd.
Jón Jakobsson landsbókavörður var kvæntur systur
Jóns Vídalíns og eignuðust þau hjón Rauðamel og
Rauðamels-ölkeldu að Jóni Vídalín látnum. Þau hjón
selja svo Thor Jensen Rauðamelinn litlu síðar, en und-
anskildu ölkelduna, og jafnframt áskildu þau sér rétt
til húsbyggingar í nánd við ölkelduna í landi Rauða-
mels, og til vegarlagningar að ölkeldunni.
Hjónin Jón Jakobsson og kona hans eiga svo Rauða-
mels-ölkeldu í 10 ár, en þá selja þau hana árið 1918 ein-
hverjum H. P. Halvorsen í Drammen í Noregi. Sölu-
verð var 15 þúsund krónur, og bygging heilsuhælis og
annarra mannvirkja var háð leyfi landeiganda. H. P.
Halvorsen selur svo 25. apríl 1928 einn þriðja ölkeld-
unnar Erling Vaagaard í Reykjavík. Sá hluti var svo
seldur á uppboði vegna skulda 18. nóv. 1932. Kaupand-
inn var brjóstsykurgerðin Nói í Reykjavík. Kaupverð-
ið var kr. 200.00.
Árið 1948 voru bókfærðir eigendur Rauðamels-öl-
keldu: H. P. Halvorsen í Drammen að 2/3 hlutum og
brjóstsykurgerðin Nói í Reykjavík að 1/3 hluta. Veit
ég ekki betur en þetta sé svo enn þann dag í dag.
Mánudaginn 23. janúar 1928 birtist eftirfarandi grein
í vikublaðinu ísafold undir fyrirsögninni:
RAUÐAMELS-ÖLKELDA.
Eins og getið hefur verið hér í blöðum, er hér stadd-
ur um þessar mundir eigandi Rauðamels-ölkeldu. Hann
heitir Waagaard og var um skeið óðalsbóndi í Röiken
í Noregi.
Waagaard hefur átt ölkelduna í mörg ár. Jón heit-
inn Jakobson átti hana eitt sinn og seldi hana Halvor-
sen símaverkfræðingi, er var hér þegar síminn var lagð-
ur. Komst hún síðar í eigu Waagaards.
Árið 1917 kom til orða í Noregi að stofna félag til
þess að gera verzlunarvöru úr ölinu og átti hlutafélagið
að vera 1.2 milljónir — ein milljón og tvö hundruð þús-
Húshjallurinn yfir ölkeldunni.
Heima er bezt 59