Heima er bezt - 01.02.1963, Side 24

Heima er bezt - 01.02.1963, Side 24
Sjálf ölkeldu-uppsprettan — brunnurinn. und. — En þá voru samgönguhöft hingað, og varð því ekkert úr því að félagið kæmist á laggirnar. Þá var tekið vatn úr ölkeldunni og sent til Steins- efnarannsóknarstofu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt efnarannsókn þeirri eru í vatninu ýmis sölt, sem hafa heilsubætandi áhrif og eru sams konar og í heilsuvötn- um þeim sem notuð eru víða við gigt, hjarta- og maga- sjúkdómum. Er svo langt var komið sneri Waagaard sér til Kristj- áns konungs X og bað hann um leyfi til þess, að nefna uppsprettuna, sem vatnið er tekið úr, Lind Friðriks Kristján heitinn Skagfjörð þambar ölið við Rauðamelsölkeldu. 60 Heima er bezt VIII*). Er það því víst löglegt heiti uppsprettunnar, þótt engum detti í hug að bera það sér í munn. Eíeldur svo greinin þannig áfram: „Leyfið fékkst hjá konungi. Er Waagaard kom hingað fyrir nokkru fór hann vestur að Rauðamel og tók þar talsvert af ölkelduvatni á flöskur. Er hann kom hingað með vatnið, fór hann með sýnishorn af því til Þorkels Þorkelssonar forstjóra Veðurstofunnar. Hefur Þorkell lengi fengizt við rann- sóknir á lauga- og linda-vatni, en einkum með tilliti til radium-innihalds. Þorkell komst brátt að raun um, að í ölinu væri tiltölulega mikið af radium, samanborið við annað vatn,- sem hann hefur rannsakað. Er rannsókn hans ekki lokið enn, að því er Waagaard sagði ísafold. Rannsókn þessi er að ýmsu leyti margbrotin og hætt er við að radium-innihaldið réni nokkuð fljótt, eftir vatnið er tekið úr lindinni. Waagaard gerir sér vonir um að úr ölkelduvatni þessu geti orðið veruleg verzlunarvara. Uppsprettan er svo mikil, að hann býst við að hægt sé að fylla á 10 þús- und flöskur á dag. Eftir er að vita, hvort hin heilsubætandi áhrif vatns- ins halda sér við geymslu, ellegar að þeir, sem vilja verða þeirra aðnjótandi í fullum mæli, verði að fara vestur að Rauðamel og eigandi ölkeldunnar verði að byggja þar heilsuhæli fyrir þá, sem sækja vilja holl- ustu í brunn þennan.“ Þannig hljóðar þessi blaðagrein, sem nú er orðin 35 ára gömul. Ekkert af því sem þar er talið hefur komizt í framkvæmd. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef til vill verður Rauðamels-ölkelda heilsubrunnur framtíðarinnar. Ég kom síðast að Rauðamels-ölkeldu sumarið 1960. Þar er fátæklegt um að litast. Ölkelduhúsið, sem fyrst var víst byggt um 1890 og endurbætt síðar, er hrörlegt og jlla við haldið. Þetta er hurðarlaus bárujárnsskúr og ekki samboðinn svo landsfrægum heilsubrunni. En öl- keldan sjálf er óbreytt. Ölið er bragðgott og hressandi og í ölkeldunni ólgar og „sýðuru eins og kynt væri undir með kraftmiklu kyndingartæki. Ölkeldan virðist nú öllum gleymd, en bíður þama óbreytt og ólgandi, þar til einhver leysir lækningamátt hennar úr læðingi, og hún verður landsfræg að nýju. *) Vafalaust hafa orðið blaðaskrif á Norðurlöndum um væntanlega öldrykkju íslenzks öls á Þingvöllum 1907, en ef til vill hafa svo blöðin gleymt að geta þess að ekkert varð af öldrykkjunni. í sambandi við þessar blaðafréttir hefur Waa- gaard fengið hugmyndina að nafngiftinni. Stefán Jónsson.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.