Heima er bezt - 01.02.1963, Síða 27
Skáldsaga eftir Magneu f rá Kleifum
HOLD OG HJARTA
ÞRIÐJI HLUTI
„Hann er pilturinn minn, en nú er hann úti á sjó,
siglir á stóru skipi í útlöndum.“
„Hvenær kemur hann?“ spurði ég í fáfræði minni. Þá
dimmdi yfir svip hennar, og hún svaraði lágt: :
„Hann kemur í vor.“
Ég gat ekkert sagt. Vissi stúlkan ekki, að henni gat
ekki batnað?
Ég spurði Pál að því um kvöldið, hvort Sæunn vissi
ekki, að hún gæti ekki lifað til vors.
„Ég veit ekki, góða mín,“ sagði hann hugsi. „Það er
ekki gott að segja. Sæunn er hugrökk stúlka. Eflaust
veit hún það, en kærir sig ekki um að neinn viti, að
henni sé það kunnugt. Plún vill ekki tala um heilsu sína,
reynir að lifa, eins og hún eigi framtíðina fyrir sér.“
„En hvers vegna?“ spurði ég. „Því segir hún það, sem
hún veit að er ekki satt?“
„Þannig er það oft, Sóley mín,“ sagði Páll dapur.
„Við blekkjum aðra, og jafnvel okkur sjálf. Viljum við
ekki trúa sannleikanum, þá Hfum við í voninni um, að
það sé ekki sannleikur, þótt innst inni vitum við, að svo
sé alveg örugglega.“
Eftir þetta samtal við Pál fór ég upp í herbergi mitt
og skreið undir sæng. Nokkru seinna kom Björn inn til
mín. Það var eins og hann fyndi á sér, þegar illa lá á
mér, og væri þá til staðar að hughreysta mig. Og ég
verð að játa, að eftir að hafa skælt upp við hvíta slopp-
inn hans eða grófa ullarjakkann, leið mér alltaf miklu
betur.
Björn reyndi að fullvissa mig um, að það að deyja
væri í raun og veru það gleðilegasta, sem fyrir fólk
kæmi. Að lifa áfram væri svo miklu, miklu erfiðara, en
þess vegna yrði þeir, sem eftir væru, eins og til dæmis
ég, að axla sín skinn, bera höfuðið hátt og arka áfram
ævibrautina, hvort sem hún yrði löng eða stutt, og helzt
að hjálpa sem flestum þeim, sem yrðu manni samferða
á lífsbrautinni, skorti þá þrótt til að rísa undir byrði
sinni.
Allt í einu fann ég til léttis yfir því, að mamma fékk
að fara á einu andartaki. Hún hefði ekki getað þolað
að verða örkumla eða liggja og bíða eftir dauðanum.
Hún hafði ekki haft skap til að þola þrautir og þján-
ingar, og nú sé ég hvers vegna mamma gat aldrei án
pabba verið. Hann hafði borið byrðar þeirra beggja og
haft ánægju af að gera henni lífið létt.
Björn horfði alvarlegur á mig og sagði svo:
„Sóley. Þú hefur skap og þrek til að hjálpa öðrum,
ef þú bara villt. Og þá finnurðu líka tilgang í lífinu.
Það er ekki bara leikur.“
Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja: Mig grunaði að
fyrstu dagana, sem ég var í þessu húsi, og Björn vakti
yfir mér, hafi ég sagt ýmislegt, sem honum féll ekki vel
að heyra. Ég fann að honum líkaði ekki betur við Hans
en Hansi við hann. Á þessu heimili hafði Hans ekki
verið nefndur á nafn, nema þegar ég spurði einhvers
um hann, og því var venjulega tekið mjög fálega. Það
leit helzt út fyrir, að nafn hans væri tabú á heimilinu.
Björn stóð upp og gekk út. í dyrunum sneri hann
sér við og brosti, þessu sérstæða hlýja og bjarta brosi
sínu, sem ljómaði upp ófrítt andlit hans, svo að hann
gat nærri orðið fallegur. Svo lagði hann hægt aftur
hurðina og fór.
III.
Svo var það eitt kvöldið, að Hans kom öllum að óvör-
um. Um leið og ég lauk upp hurðinni, greip hann mig
f fangið. Villt og stjórnlaust kyssti hann mig um allt
andlitið.
„Hans,“ hvíslaði ég. „Gamli góði Hans!“ En um leið
og ég fann gleðina streyma um mig við atlot hans, fann
ég til andúðar, — hann var svo alltof æstur og ofsalega
kátur.
„Ekki þetta, Hans,“ sagði ég og reyndi að losa mig.
Einu sinni hafði hann sagt, að ég væri aldrei nema
hálfvolg. Þá var hann reiður, en hann hét mér því, að
Heima er bezt 63