Heima er bezt - 01.02.1963, Side 28

Heima er bezt - 01.02.1963, Side 28
seinna meir skyldi hann sveimér hita mig upp, og það svo, að blóðið syði í æðum mínum! Ég heyrði, að hliðargrindinni var skellt, og hratt fóta- tak nálgaðist. Ég var farin að þekkja þetta fótatak og stirðnaði upp. Hann mátti ekki sjá mig núna. En það var of seint. Ég reyndi að losa mig, en Hans sneri sér við á tröppunum með handlegginn fast um mitti mér. Mér fannst útiljósið loga svo miklu skærar en venju- lega og lýsa okkur upp, svo engu var hægt að leyna. „Hæ, gamli!“ sagði Hans glaðlega án þess að sleppa mér. Björn gekk hægt upp tröppurnar, ofurlítið lotinn í herðum og þreytulegur. „Sæll, Hans,“ sagði hann, og bætti svo við: „Ert þú þá kominn!“ Það var undrun í rómnum og einhver tónn, sem ég kannaðist ekki við, ekki gleðihljómur yfir að sjá bróð- ur sinn, heldur þreytulegur tómleiki. Hans var kátur og spaugsamur, en þó fannst mér hon- um ekki vera rótt. Það var eins og hann væri á verði, og gáski hans var ekki eðlilegur. Anna og Bjöm voru ekki eins og þau áttu að sér, og þau litu stundum hvort á annað augnaráði, sem ég ekki skildi. Páll var rólegur að vanda. Það hlaut að þurfa mikið til að koma honum úr jafnvægi. Sjálf vissi ég varla, hvort ég átti að vera glöð yfir komu Hans eða ekki. Fyrir nokkrum vikum hafði það verið mín eina ósk að sjá hans sem fyrst aftur, en nú var eitthvað breytt. Það var sem kaldur gustur hefði farið um húsið við komu hans. Það var líka eitthvað í fari hans, sem mér stóð stuggur af. Hans var mjög fölur, og djúpir drættir í andlitinu. Það var eins og hann hefði ekki komið út í langa hríð, heldur setið áhyggjufullur og gramur innan fjögurra veggja. Mig langaði til að spyrja hann um svo margt, en það var sem tungan neitaði að bera fram orðin. Uppi á herberginu mínu tók hann mig umsvifalaust í fangið. „Ástin mín eina, hve ég hef saknað þín,“ muldr- aði hann og kyssti mig eins langt niður á brjóst mitt, og hálsmál kjólsins frekast leyfði. Hann gat verið ómótstæðilegur, samt ýtti ég honum frá mér og spurði hann, því hann hefði ekki komið til mín í stað þess að fara út! „Út — ?“ át hann upp eftir mér svo aulalegur á svip- inn, að ég undraðist og sagði: „Nú, fórstu ekki til út- landa? — Páll sagði það.“ Hans hló og þrýsti mér fast að sér. Honum hafði auðsjáanlega létt mjög. „Já, til útlanda,“ sagði hann kæruleysislega. — „Já, ég áttaði mig bara ekki alveg strax á því, við hvað þú ættir. Sagði Páll þér til hvers ég fór?“ „Nei,“ svaraði ég, „en til hvers fórstu, sem var svona áríðandi?“ „Ég þurfti að fara á vegum fyrirtækisins, en við skul- um ekki tala um það núna,“ sagði hann fljótmæltur. „En hvers vegna fluttir þú hingað, Sóley? Það er mér undrunarefni.“ „Pabbi réð því,“ svaraði ég. „En húsið, Sóley, það var svo skemmtilegt, og allt sem þau áttu. Mig var búið að dreyma um að koma heim til þín og hugga þig í sorgum þínum, ástin mín, þú ert alltof ung til að standa svona ein uppi. Við hefð- um getað haft það svo gott þar heima, Sóley, bara við tvö, og auðvitað Sara gamla. — En hver er í húsinu núna? Leigðirðu það?“ „Húsið er selt.“ Honum hefur víst fundizt ég svara heldur stuttara- lega, því hann þagði litla stund, en sagði svo, undrandi á svipinn: „Ertu strax búin að selja það? Þótti þér ekki vænt um gömlu Björk? — En það gerir annars ekkert til. Okkar heimili verður þar, sem þú vilt helzt að það sé, þú skalt ráða því öllu. Hvenær eigum við að gifta okkur? Hví ekki gera það strax, það er ekki eftir neinu að bíða. Ég strauk gegnum mjúkt hár hans. Það hafði þynnst í hvirflinum, síðan ég strauk það síðast. Ég lét hugann reika. Hvað myndi Hans segja, þegar hann fengi að vita um loforð mitt? Áreiðanlega ekki neitt fallegt. En hann hélt áfram að muldra ástarorð bak við eyrað á mér, vænti sér ekki svars við bónorðinu, svo viss var hann um mig. Það lá við að ég hrifist af villtum atlotum hans. Faðm- lögin voru heit, og kossar hans krefjandi. Ég veit ekki, hvernig þetta hefði farið, hefði ekki verið barið á hurð- ina og rödd Önnu boðið okkur í kvöldkaffið. Ég átt- aði mig og ýtti Hans frá mér, en hann var sterkur og æstur og vildi ekki sleppa mér. Hárið á mér var allt í flókabendu, og ég fór að greiða mér og laga mig til framan við spegilinn. Á með- an kveikti Hans sér í vindlingi, bölvaði gömlu kon- unni svo hroðalega í hálfum hljóðum, að mér stóð ekki á sama, var ég þó vön að heyra ýmislegt ófagurt, sem hann gat látið út úr sér. Páll sat við eldhúsborðið þungt hugsi, en Björn kom ekki inn, fyrr en við vorum hálfnuð með kaffið. Sam- talið gekk slitrótt. Páll reyndi að spyrja Hans, en fékk ógreið og loðin svör. „Segðu okkur eitthvað skemmtilegt frá útlöndum,“ sagði ég til að reyna að hressa upp á samræðurnar. Ég tók eftir, að Hans leit snöggt til Páls og síðan til Björns, en hann horfði þögull niður í kaffibollann sinn og virtist ekki taka eftir því, sem við töluðum um. „Ójá, segðu okkur eitthvað skemmtilegt utan úr hin- um stóra heimi, sem heimalningar eins og við hérna fá- um sennilega aldrei að sjá,“ sagði Anna hægt og settist á eldhúsbekkinn með bollann sinn. Hans stóð upp og sagði með hálf vandræðalegu brosi við Önnu, að hún talaði um hinn stóra heim eins og eitt land, — en nú vildi hann helzt fá að hátta, hann væri þreyttur eftir ferðina. Ánna flýtti sér að standa upp og fór með honum inn í herbergið, sem hann átti að sofa í. Ég læsti herbergi mínu, áður en ég fór að hátta. Það hafði ég aldrei gert fyrr, en ég var hrædd, hrædd við sjálfa mig og Hans. Ég fann nú vel, að ég hafði í raun 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.