Heima er bezt - 01.02.1963, Side 32
TÓLFTI HLUTI
Ekki vantaði reiðhestana. En eftir nánari yfirvegun
komust menn á aðra skoðun. Það var til dæmis alls ekki
víst, að bezta lausn málsins væri sú, að Kristín reiddi
annan drenginn á Stjarna sínum. Var hægt að treysta
Stjama? Gat hann ekki tekið eitthvert vitleysiskastið,
þegar verst stóð á, kannske? Það hafði verið Gvendur
á Bakkakoti, sem komið hafði með þessa athugasemd
fyrstur manna. Þá höfðu viðstaddir hlegið, þar á meðal
Brynjólfur. En svo fóru menn að hugsa um þetta nánar.
Nú, og þá fóru að renna á suma tvær grímur, meðal
annars á Brynjólf, ekki alveg víst, hvað fyrir kynni að
koma. Og auðvitað kom ekki til mála að eiga neitt á
hættu, slíkt var ekkert vit. Aftur á móti gerði aldrei
neinn athugasemd við það, að Brynjólfur reiddi annan
drenginn á Rauð sínum. Það hlaut að vera eins öruggt
og nokkuð gat öruggt verið.
Eins og nærri má geta, hafði heimilisfólkið á Syðri-
Völlum og Efri-Völlum fylgzt með öllum áætlunum
og bollaleggingum varðandi þessa skírnarathöfn. Endir-
inn á því varð sá, að húsfreyjan á Syðri-Völlum, Ólöf
Ólafsdóttir, kom sjálf fram að Bökkunum fimmtudag-
inn í fjórtándu vikunni. Með því að þetta var fyrsta
veizlan, sem dóttir hennar ætlaði að halda, þótti gömlu
konunni ekki úr vegi að fylgjast með öllum undirbún-
ingi, enginn skyldi geta fundið neitt að neinu. Og áður
en sunnudagurinn rann upp, hafði sú ákvörðun verið
tekin, að Ólöf skyldi reiða annan tvíburann fyrir fram-
an sig á Skjóna sínum. Að betri niðurstöðu var ekki
hægt að komast. Þvi Skjóni var álíka persóna meðal
hestanna og Ólöf var meðal mannfólksins, bæði svo
traust og stillt og aðgætin á allar lundir og óskeikul, að
á betra varð ekki kosið. Þar með var það vandamálið
leyst.
Messa átti að byrja á Laugum á sunnudag klukkan
B8 Heima er bezt
tólf á hádegi eins og vera bar. Það var gert ráð fyrir,
að veizlufólk kæmi að Bökkunum frá kirkju nokkru
eftir nón. Mörgu hafði verið boðið. Auk þess mátti bú-
ast við, að einhverjir slæddust með óboðnir, og auðvit-
að gat enginn verið að amast við því. Það yrði því vænt-
anlega fjölmennt á Bökkunum á sunnudag. Engin furða,
þótt mikið væri að snúast þessa dagana. Það þurfti að
þrífa allan bæinn, taka til innan húss og utan. Þótti sýnt,
að allir gestir kæmust ekki fyrir inni í bænum. Ein-
hverstaðar varð að sjá hinum fyrir veizlusal. Var þá
skemman nærtækust. Þurfti að rýma þaðan út ýmsum
munum og flytja aðra úr stað. Því næst var húsið þrifið
eftir föngum. Tók Brynjólfur sig til og sló upp lang-
borði eftir endilangri skemmunni og bekkjum beggja
vegna. Þarna gátu margir setið til borðs. Höfðu menn í
huga, hverjir það skyldu vera. Þó var ekki fullráðið
með það enn þá. Margt þurfti að taka til athugunar í
því sambandi. Ekki dugði að styggja neinn; til lítils að
bjóða fólld í veizlu upp á það. Vinnufólk var sjálfsagt
í skemmu; þar þurfti engar vangaveltur. Svo var nokk-
uð af hjónafólki, sem enginn vafi gat leikið á, hvar ætti
heima. Hið sama mátti segja um stofuna og baðstofuna.
í stofu áttu hinir tignustu að vera, auðvitað, svo sem
séra Ingimundur og maddama Ragnhildur, hjónin frá
Vallabæjunum, hreppstjórinn o. fl. að ógleymdum þeim
Bakkahjónum. Þá voru mörg hjón, sem alveg var sjálf-
sagt að láta sitja í baðstofu, ekki hægt að fetta fingur
út í það. En svo byrjuðu erfiðleikarnir. Nefnilega, hvar
átti að draga markalínu milli þeirra ótignustu, sem til
greina kæmi að láta sitja í stofu og hinna tignustu í
baðstofu? Milli hinna minnst metnu í baðstofu og þeirra,
sem helzt voru metnir í skemmu? Þarna var aðalvand-
inn. Já, markalínan. Bezt að hrapa ekki að neinu.
Og undirbúningur veizlunnar hélt áfram í fleygiferð