Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 6
Á R A M Ó T
Enn stöndum vér á krossgötum áramóta, horfum um
öxl til reikningsskila við liðinn áfanga og látum hug-
ann hvarfla inn á svið hins ókomna og leitumst við að
dæma hið liðna og draga af þeim dómum líkur fyrir
því, sem koma skal.
Liðið ár hefur verið viðburðaríkt, og í svipmót þess
markaðir þeir drættir, sem seint munu mást, bæði í
heimssögunni og á vorum litlu söguspjöldum, sem
dveljumst við hið yzta haf. Á fátt eitt verður þó unnt
að drepa hér.
Öllum, sem um liðið ár ræða, verður tíðrætt um að
friðvænlegar horfir nú í heiminum en lengi hefur ver-
ið. Gera menn sér vonir um, að „kalda stríðinu“ fari
nú að linna, a. m. k. í bili. Þær vonir hefur Moskvu-
sáttmálinn vakið. En þótt sá sáttmáli hljóti að vekja
vonir um bjartari framtíð og meiri skilning milli aust-
urs og vesturs virðist samt of snemmt að treysta á fullt
öryggi í þeim efnum. Til þess ber of margt á milli. En
góðs viti er þó, að aðilar hans skyldu fást til að undir-
rita hann án fleyga og fyrirvara. Elins vegar verður
óttanum ekki á bug vísað meðan sum mestu stórveldi
jarðarinnar lúta einræðisstjórn. Skáldatími Laxness hef-
ur enn á ný rifjað upp fyrir oss ógnir einræðisstjórnar
'Stalins, en um leið hljótum vér að gera oss ljóst, að
undirrót þeirra ógna var stjórnarkerfið sjálft, og með-
an því er ekki haggað er hættan yfirvofandi, þótt
valdhafarnir kunni í bili að hyllast að öðrum starfs-
aðferðum. Sagan hefur alltof oft sýnt oss, hversu lítils
virði sáttmálar og samningar eru í höndum einræðis-
herra, þegar þeim býður svo við að horfa. Hvert það
stjórnarkerfi, sem felur í sér einræði, fæðir af sér of-
beldi, og meðan ofbeldi drottnar verður ekki varan-
legur friður.
En þótt Moskvusáttmálinn skapaði uppbirtu í hug-
um manna, dró aftur ský fyrir sólu með morði Kenne-
dys Bandaríkjaforseta. Það var ekki einungis að mann-
kynið harmaði þar fráfall mikilhæfs foringja, sem kunn-
ur var að víðsýni og drengskap, og var forystumaður
um friðar- og mannúðarmál um heim allan, heldur
voru menn skelfingu slegnir við þá tilhugsun, að villi-
mennska pólitískra morða skyldi enn finnast innan vé-
banda háþróaðs lýðræðisríkis. Skiptir þar engu máli,
hvort rætur morðsins verða raktar til Kúbu eða kyn-
þáttahaturs.
Hér á landi hafa sldpzt á skin og skúrir að venju. Af-
koma þjóðarinnar til lands og sjávar mun hafa reynzt
sæmileg, þótt sumarið væri kalt og síldin duttlunga-
full. En sem betur fer, kunnum vér nú nokkur ráð til
að verjast áföllum óhagstæðs árferðis.
Nú undir áramótin gerðust þau eftirminnilegu tíð-
indi, að eldur kom upp í hafi við Vestmannaeyjar.
Enn hefur hann ekki valdið verulegu tjóni, og vér
væntum þess, að hann verði ekki bölvaldur, hvorki á
mannabyggð né fiskimiðum. En áminning er hann samt
um það, að grunnt er á glóðunum undir fótum vor-
um, og vér megum ætíð vera viðbúnir slíkum nátt-
úruhamförum.
En það logar víðar í glæðurn á voru landi en undir
Surtsey. Uggvænlegt fyrirbæri í þjóðlífi voru er hin
pólitíska sundrung og barátta, og skefjalaus togstreita
um hagsmuni stétta og flokka. Sú barátta náði há-
marki með vinnudeilum og verkföllum í síðasta mán-
uði ársins, enda þótt sættir tækjust að kalla fyrir há-
tíðir. En sættin er þó einungis vopnahlé.
Það er að vísu lögmál lífsins, að skoðanir séu skipt-
ar og hagsmunir einstaklinga og stétta rekist á. En hitt
má segja, að sé mælikvarði á þroska og ábyrgðartilfinn-
ingu þjóðfélagsins, hversu illvígar deilurnar verða, og
með hverjum hug sé gengið að því að jafna þær.
Félagsleg þróun hér á landi hefur orðið slík á síð-
ustu árum, að vér gætum vænst minni árekstra og nán-
ari samstöðu allra stétta og flokka en í flestum lönd-
um öðrum. Efnalegt misrétti er hér minna og almenn
velmegun meiri en víðast hvar í heimi. Og kalla má,
að almennur sé orðinn skilningur á því, að skipta beri
arðinum af rekstri þjóðfélagsins sem sanngjarnlegast.
Viðhorfin í þeim efnum hafa gjörbreytzt á síðustu 30
árum. Og öllum mætti ljóst vera, að svo breyttum
þjóðarhag og þjóðarháttum hæfa aðrar baráttuaðferðir
en þá voru viðhafðar og óumflýjanlegar voru.
Oss verður að skiljast, að vér getum ekki haldið
áfram á sömu braut til lengdar. Efnahagsmál og hag-
kerfi þjóðar vorrar lúta almennum lögmálum hagvís-
indanna. Og vér hljótum að beita þekkingu vorri á
þeim fræðum til þess að gera áætlanir um hag vorn
allan og um það, hversu vér skulum deila arðinum
hverju sinni, þannig að engir njóti þar sérréttinda um-
fram aðra, en þó svo að gætt sé til hins ítrasta heildar-
hags þjóðfélagsins. Vér megum hvorki miða við sér-
hagsmuni einstaklinga eða stétta innan lands, né það,
2 Heima er bezt