Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 17
F Rústir af kirkjum og klaustrum eru mjög víða. Eru margar þeirra mjög stórar og bera vitni um auð og vald stofnunarinnar fyrr á öldum. En því eru þessi hús nú í rústum að einn þáttur í ofsóknum Breta á hendur Irum var að brjóta niður kirkjuhús og klaustur. Voru menn Cromvells einkum athafnasamir í þeim efnum. Svo virtist mér sem Irar vildu sein minnst láta á rúst- um þessum bera, og vera ófúsir að láta ferðamenn skoða þær. Þá eru fornar kastala- og hallarrústir ekki síður ein- kennandi. Sumt af þeim er ævafornt frá því á 8. og 9. öld þegar norrænir víkingar gerðu herhlaup sín til Ir- lands. Suma þessa kastala reistu víkingarnir sjálfir, eft- ir að þeir höfðu tekið sér þar fasta bólfestu. Víða eru virki þessi einungis háir turnar, eru þeir hin furðuleg- ustu mannvirki, og er lítt skiljanlegt, hversu menn hafa fengið reist þá þegar engar voru vélar og allt varð að gerast með mannshöndinni einni saman. Við komum til Mallow seint að kveldi, skilaði Mur- phy okkur þar á gistihús, en sjálfur hélt hann lengra, áleiðis til æskuheimkynna sinna. Við gengum fljótt til náða en varð ekki svefnsamt, því fram eftir nóttu mátti heyra háværar samræður og söng. Hafði ég ekki áður vanizt slíku ónæði á gistihúsum. Næsta dag kynntist ég hvernig í því lá, en á öllum veitingahúsum eru bjór- stofur. Þeim er lokað klukkan 12, en eftir þann tíma geta gestir setið í setustofum hótelanna og eru þeim bornar veitingar svo lengi sem þeir óska. En írar eru sönggefnir, og þar sem margir koma saman, er þeim tamt að taka lagið, og mikið er talað. Þannig stóð á háv- aðanum, Annars eru bjórstofur þar ótrúlega margar og mikið á þeim setið, en aldrei sá ég ölvaðan mann. Menn sitja tímunum saman yfir einu bjórglasi og rabba. Eyða þeir þannig mildum tíma, og er þetta á marga lund vandamál, meira þó tímaeyðslan en áfengisneyzlan. Að morgni, sem var laugardagur, kom starfsmaður Hallarrústir og vatnsmylna. Klansturrústir. frá Sugarcompaníinu til að sýna mér héraðið og fræða mig um búskap íra þar um slóðir að fyrirmælum Mur- phys. Ókum við þar fram og aftur, og fékk ég þá hug- myndina um írskan búskap. Yfirleitt eru jarðir litlar og búin smá. í þessu héraði var einkum stunduð mjólkur- framleiðsla, en akuryrkja og einkum garðrækt er þó nokkur. Hvarvetna er landinu skipt í skákir, sem víða eru aðgreindar með grjótgörðum, þó minna á þessum slóðum en annars staðar. Hvarvetna er nautpeningur á beit, og einnig er hér nokkuð af sauðfé, en í sumum skákunum eru akrar og kartöflugarðar. Algeng bú- stærð er 10—20 kýr, en auk þess nokkur svín og hænsni. Bændur aka sjálfir mjólk sinni í mjólkurbúin í litlum kerrum, sem annað hvort eru dregnar af hesti eða asna. Mættum við mörgum þeirra, og voru venjulega 1—3 brúsar í kerrunni. Heim flytja þeir kaupstaðarvarning, fóðurbæti o. fl. Eru mjólkurbúin rekin með samvinnu- sniði og verzlanir í sambandi við þau. Standa mjólkur- búið og kaupfélagsbúðin því oftast hlið við hlið í út- jaðri bæjanna. Húsakynni í þessum sveitum voru víðast góð að sjá. Venjulega eru íbúðarhúsin úr steini en fremur lítil. Rafmagn er nú víðast um sveitir landsins, útvarp og sími á hverjum bæ og sjónvarpið breiðist út ár frá ári. Hefur orðið gjörbylting í þessum efnum síðustu ára- tugina, því að fyrrum voru húsakynni næsta ömurleg, svo að jafnvel torfbæirnir okkar voru betri, að minnsta kosti stærri. Oft var aðeins ein vistarvera í húsinu og opið eldstæði á miðju gólfi, en reykurinn fór út um gat á þekjunni. Sá ég fáeina kofa af því tagi í vestur- Irlandi. Eru þau hús frá þeim tíma, þegar bændur voru allir leiguliðar enskra landsdrottna, sem hirtu um það eitt að krefjast sem mestra landskulda. En þótt fram- farir hafi orðið miklar meðal írskra bænda var mér tjáð, að þeir væru seinir til að breyta búskaparháttum, og margt mætti betur fara. Heima er bezt 13

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.