Heima er bezt - 01.01.1964, Side 30

Heima er bezt - 01.01.1964, Side 30
ÞORSTEINN JOSEPSSON: Feré til Drangeyjar 2. grein: Arámesti blettur Iandsins „Heill þér Drangey, djúpt und fótum, dunar þér frá hjartarótum harður gnýr af heiftar-spjótum hér var það, sem Grettir bjó.“ Jú, hér var það sem Grettir bjó og hér var hann veg- inn. Grettla skýrir frá því að bændum hafi þótt vá- gestur mikill kominn í Drangey, er þeir ætluðu að sækja fé sitt, en urðu frá að hverfa sökum ofríkis. Buðu þeir honum ýmsa kosti, þ. á. m. fégjafir og fögur heit, en Grettir hafnaði öllum boðum, kvaðst ekki þaðan fara mundu fyrr en hann væri dauður um dreginn. As- dís móðir Grettis spáði honum feigð í Drangey, enda lauk ævi hans þar. Voru þeir bræður báðir dysjaðir í eynni, en höfuð Grettis þó haft í land og saltað í úti- búri í Viðvík. FÉ GEKK SJÁLFALA. Eins og kemur fram í frásögn Grettissögu létu bænd- ur fé ganga í Drangey þegar á söguöld, en sá siður hélzt um aldir fram allt fram á þessa öld. í sóknarlýs- ingu frá því fyrir miðja síðustu öld segir, að „20—30 kindur hafi flesta vetur gengið þar sjálfala við hurðar- lausan kofa, og eru þar jafnan ær málbærar á vori, þó hrútur gangi alltaf með þeim óskeyttur.“ Eggert Olafsson segir að Hólabiskup hafi oft látið flytja fé út í Drangey og þar hafi það gengið sjálfala á vetrum; þótti féð verða feitara þar en annars staðar í Skagafirði, en hins vegar svo styggt og mannfælið, að oftlega hafi það hlaupið fram af björgunum. í hrap- inu hafi kviðurinn rifnað á því. Síðustu áratugina hef- ur fé ekki verið haft í Drangey, meðfram vegna þess að það hafi drepizt úr pest, en auk þess mun það hafa þótt næsta amstursamt að sinna því. ARÐMESTI BLETTUR Á ÍSLANDI. Um Drangey segir Eggert Ólafsson, að hún sé án nokkurs efa arðmesti bletturinn, sem til sé á öllu ís- landi. Hann segir, að margt manna lifi af henni og Skagfirðingar njóti í heild góðs af henni á ýmsa lund. Sjálfir hafa þeir allt til þessa talið hana vera dropsöm- ustu mjólkurkúna sína. Eins og kemur fram í Grettissögu var Drangey til forna eins konar almenningur, þ. e. að hún var sameign nokkurra manna. Hún komst fljótlega undir Hólastól og hélzt í eigu hans og umsjá allar aldir aftur á meðan biskupsdómur er við lýði á Hólum. Þá komst hún í eigu einstaklinga, var m. a. lengi í eigu Hafsteinsættar- innar, en Skagafjarðarsýsla keypti hana á næstsíðasta áratugnum fyrir aldamót, þá fyrir 1800 krónur. Hólabiskup lét nytja Drangey á meðan hún hélzt í eigu stólsins. Biskupsfé geltk þar sjálfala, oftast 30—40 ær að talið var eða jafnvel ennþá fleira áður fyrr. Þá voru fuglaveiðar og eggjataka stunduð þar á hverju vori af vinnumönnum biskupsstólsins. Fuglinn settist í bjargið um eða upp úr sumarmálum, ef allt var með felldu og um krossmessu var oftast farið út í eyna til eggjatöku. Var legið við í eynni fram eftir vorinu, oft- ast fram um Jónsmessu og stundum lengur. Sjö eða átta menn stunduðu eggjatökuna á þessu tímabili. Bjarg- festin var gerð úr nautsleðri. Hún var 80 faðma löng og vó 120 pund. í hana fóru 16 húðir. Sex menn héldu í festina á meðan sigið var, en sá sjöundi var á varð- bergi til að fylgjast með merkjum og köllum sigmanns- ins. Þessi siður helzt enn að mestu leyti í Drangey, að því undanskildu þó, að nú er ekki lengur notuð nauts- húð í bjargfesti heldur kaðall. Á bjargbrúninni sjálfri er hjól, sem kaðall rennur eftir, bæði til þess að auð- velda dráttinn og líka til að bjargfestin núist ekki um of á bjargbrúninni. EYJAN LEIGÐ. Eftir að Drangey komst í eigu Skagafjarðarsýslu hef- ur hún árlega verið leigð hæstbjóðanda. Sú kvöð fylgdi að leigutaki varð að hreinsa lausagrjót í berginu sunn- an til á eynni og var það gert í öryggisskyni jafnt fyrir þá, sem sigu í bergið og eins fyrir þá, sem voru fyrir neðan og veiddu fuglinn í háfa eða snörur. Mér er ekki kunnugt um, hvort þessi kvöð helzt enn í gildi, en nú eru sigmennirnir að því leyti betur búnir en áð- ur, að þeir hafa hjálm á höfðinu til að taka á móti grjóthruni. Varð ég þess var, að þetta kom að góðu haldi, því á meðan ég var fyrir neðan eyjuna og horfði á sigmanninn í berginu, sá ég steinvölu falla á hjálm hans svo að buldi í. Það högg hefði sennilega orðið bani hans, ef hann hefði ekki haft hjálminn. í jarðskjálftunum í vor hafði víða hrunið úr Drang- ey og sums staðar heilar fyllur þannig að móbrún sár- in blöstu við. Undir þeim kringumstæðum er margföld ástæða til að hreinsa lausagrjót áður en sigið er. Ann- 26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.