Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 39
Framhaldssaga eftir Kristján Jóhannsson
FYRSTI HLUTI
Hálfbyggt húsið líktist helzt geysistórri spilaborg.
Hver gat áttað sig á öllum vinnupöllum þess og flókna
uppslætti? Smiðir og verkamenn voru á ferli allan dag-
inn — smugu milli móta, klifruðu upp og niður stiga,
negldu, hjuggu og boruðu allan daginn. Fólkið niðri
á götunni tók ekki mikið eftir verkamönnunum uppi
í þessari spilaborg, en þeir litu með hálfgerðri fyrir-
litningu á smælingjana á jörðu niðri, sem svelgdu í sig
rykið og háðu kapphlaup við strætisvagnana.
Gömlu og langþjálfuðu smiðirnir fylgdust alltaf af
hálfgerðri tortryggni með skólafélögunum tveimur,
Þóri og Asgeiri. En þeir stóðu sig ekki sem verst. Það
sem þá skorti á í lagni, bætti kappið upp.
Það var þetta kapp, sem kom Þóri í koll. Smiðirnir
unnu með hægð, en handtökin voru örugg og hreyf-
ingarnar markvissar. Strákarnir beittu kröftum — þeir
þreyttust fljótt og stóðu illa að verkum sínum í mik-
illi hæð.
Rétt fyrir hættutíma, á fögru júníkvöldi lustu örlög-
in Þóri.
Hann vann að því að rífa timburmót frá steinsteyp-
unni, beitti járninu hvað eftir annað að sama átaks-
punktinum, en neglingin gaf sig ekki. Það fauk í Þóri
og hann lagðist á járnið af öllu afli.
Skyndilega gaf eitthvað eftir, og Þórir missti jafn-
vægið. Hann fálmaði eftir taki, fann ekkert — hrapaði
niður af þriðju hæð þessarar undarlegu spilaborgar.
Hann kom niður á trépall og missti samstundis með-
vitund.
Haustdagurinn gat vart talizt verður því, að kallast
sæmdarheitinu dagur. Þykk, ógnandi ský drógu svo úr
birtunni, að hálfrokkið var inni á sjúkrastofunni.
Þórir teygði fram hendi eftir dagblaðinu og fletti
því hugsunarlaust. Flökt augnanna stöðvaðist við ein-
stöku fyrirsögn. Hann lét blaðið síðan falla og horfði
út um gluggann á óveðurskýin, sem þutu um himin-
hvolfið, þótt enn væri haustkyrrð umhverfis sjúkrahús-
ið. Sum skýin voru rauðbleik en önnur grá — næstum
■j D
svört. Þórir sá efstu greinar trjánna úti í sjúkrahúsgarð-
inum. Ennþá áttu nokltur sölnuð, hnípin laufblöð sér
athvarf á þessum grönnu, seigu greinum. En þau
fykju sjálfsagt flest í komandi stormi.
Þórir tók til að skoða blaðið að nýju — og skyndi-
lega myrkvuðust augu hans. í blaðinu var mynd af
þremur balletmeyjum, sem iðkuðu íþrótt sína á bakka
fjallavatns nokkurs. í baksýn voru há fagurtyppt fjöll
— grænn barrskógur í undirhlíðum, en snjólög í gjám
og giljum hið efra. Það var auðséð, að meyjarnar voru
engir viðvaningar í listinni. Ekkert virtist mæla móti
því, að þær sigruðust á eðli lofts og vatns, gætu svifið
eða dansað á vatnsfletinum. Þórir tók eftir ljómanum í
augum stúlknanna og mjúksveigðum örmunum, sem
minntu á vængi fugla, sem eru að hefja sig til flugs.
Allt látbragð meyjanna lýsti þrá þeirra að tjá gleðina
yfir að vera til — lifa, ungar og hraustar og geta svifið
eftir hljóðfallinu í tæru fjallaloftinu.
Þórir þeytti skyndilega frá sér blaðinu. Það féll með
veiku skrjáfi niður á sængina yfir máttlausum fótum
hans.
Seinna um daginn, þegar myrkrið hafði lagzt yfir,
vitjuðu Þóris hugsýnir frá liðnum dögum. Fyrst kom
mynd af kyrrum, svölum haustmorgni með skýjuðum
himni. Einstök blá vök yfir hafinu boðaði stillu o<j eóð-
viðri allan daginn. Esjan var földuð hvítri mjöll niður
á herðar.
Nú hringdu dómkirkjuklukkurnar til tíða og slæð-
ingur af fólki hraðaði sér fram með lognfægðum vatns-
fleti tjarnarinnar, eins og hljómur kirkjuklukknanna
væri heilagt boð, sem yrði að hlýða. Og hann var líka
á ferð — þá 12 ára, krangalegur, freknóttur strákur.
Hann hrópaði öðru hvoru út í kyrrð morgunsins —
meira af vana en trú, að nokkur tæki mark á köllum
hans. Þetta var nefnilega einn af þessum mörgu merkja-
söludögum. Þórir gaf sér tíma til að slæpast við tjörn-
Heima er bezt 35