Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 9
fljótt mannmargt. Þar er bæði venzlafólk og vinnu-
fólk, enda enginn skortur á hjúum í þá daga.
Engan mann hef ég þekkt um dagana, sem var ólík-
legri til að una sér á koti til frambúðar heldur en Lár-
us Helgason. I hans höndum hefði heldur engin jörð
borið nafnið Kot með rentu, þegar til lengdar lét.
Þegar Lárus Helgason hafði búið fimm ár í Múla-
koti bar vel í veiði fyrir þennan framgjarna dugnaðar-
fork. Er Guðlaugur Guðmundsson hvarf frá sýsluvöld-
um í Skaftárþingi var þar með í rauninni lokið búskap
veraldlegra yfirvalda í Skaftafellssýslum. Þar höfðu þó
verið einhverjir mestu búhöldar í þeirri stétt fyrr og
síðar. Árni Gíslason, sem hóf búskap sinn á smábýl-
inu Keldudal í Mýrdal, varð síðar einn hæsti framtelj-
andi lausafjártíundar á íslandi á sinni tíð. Þá bjó hann
á Kirkjubæjarklaustri og hafði Holt undir. Eftir hann
kom að Klaustri hinn mildi og farsæli búmaður Sig-
urður Ólafsson frá Hjálmholti í Flóa. Hann bjó góð-
búi á Klaustri embættistíð sína í Skaftárþingi áratug-
inn 1881—1891. Eftir hann kom Guðlaugur. Hann flutt-
ist frá Klaustri til Akureyrar árið 1904. Nú var þetta
mikla embættismanna- og höfðingjasetur laust til ábúð-
ar. Um það kepptu nokkrir bændur. Hlutskarpastur
var bóndinn í Múlakoti. Hann fluttist þangað vorið
1905. Þá hafði þeim Elínu og Lárusi fæðzt tveir synir
— sá yngri þeirra, Siggeir, fæddist í Múlakoti 3. desem-
ber 1903 og varð því sextugur á síðastliðnu ári.
Á öðru ári fluttist hann með foreldrum sínum að
Kirkjubæjarklaustri og þar hefur hann átt heima síð-
an og allir þekkja hann undir nafninu Siggeir á Klaustri,
enda þótt hann hafi löngu reist þar nýbýli, sem hann
nefnir Kirkjubæ.
Ekki var hann til mennta settur, sem kallað er, því
að barnaskólanámið er svo að segja sú eina skólaganga,
sem hann hefur notið. En til þeirrar kennslu var vand-
að af hinum ágæta kennara og skólamanni Elíasi Bjarna-
syni frá Hörgsdal, þá bónda á Hunkubökkum, næsta
bæ við Klaustur. Strax að þessu stutta námi loknu tók
starfið við, vinnan eins og var á stórum, mannmörg-
um sveitaheimilum áður en mótorarnir og maskínurn-
ar komu þar í stað kaupafólksins og hjúanna. Og Sig-
geir, eins og aðrir Klausturbræður, tók ötulan þátt í
dugmiklu starfi á þessu stórbýli, þar sem höfðings-
skapur íslenzka bóndans var nú að setja svip sinn á
staðinn, á sama hátt og helgihaldið og embættismennsk-
an hafði gert áður fyrr.
Áður en síminn kom austur yfir Mýrdalssand árið
1929 (og þar með kringum land) var sett upp loft-
skeytastöð á Klaustri. Siggeir fór þá til Reykjavíkur,
nam loftskeytafræði til að annast þá þjónustu, og gerði
það meðan stöðin var rekin á Kirkjubæjarklaustri. Voru
að henni bæði þægindi og öryggi.
Þegar vörugeymslu- og verzlunarhús var byggt við
Skaftárósa, var sá rekstur mjög á vegum þeirra Klaust-
ursmanna, Lárusar og elztu sona hans, og að fullu á
hendi Siggeirs um það er lauk og sú starfsemi lagðist
Elin Sigurðardóttir og Ldrus Halldórsson.
Baðstofunef i Skaftá gegnt Klaustri.
Soffía Kristinsdóttir og Siggeir Ldrusson.
Heima er bezt 5