Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 47
244. Ég held það sé bezt að opna fyrir þeim, segir Serkir snökktandi. Nú kom- umst við ekki lengur undan þeim. — Nú er barið enn harðara á dyrnar og okkur hótað öllu illu, ef við opnum ekki. 245. Bíddu dálítið við, hvísla ég að Serki. Við skulum athuga, hvort hvergi er hægt að komast niður um gólfið. Ég fór svo að athuga þetta. A einum stað virtust 2—3 plánkar í gólfinu nærri lausir. 246. Eltingarmenn okkar þykjast nú sjá, að við ætlum ekki að gefast upp með góðu. Þeir grípa þá til járnkarls og verkfæra til að brjóta upp dyrnar og eru nú aðsópsmiklir heldur en ekki. 247. Við sópum heyinu ofan af lausu plönkunum, lyftum svo upp öðrum enda þeirra og smjúgum niður um rif- una, en sjáum samt um að heyið falli aftur ofan á plankana og hylji þá, er þeir falla niður aftur. 248. Undir hlöðunni er nægilegt rými, svo að hægt er að smjúga í allar áttir. Við leitum útgöngu undir annan hlöðu- gaflinn, því þaðan getum við óséðir komizt ofan í djúpan skorning. 249. Þegar við erum komnir ofan í skurðinn, heyrum við álengdar eltinga- menn okkar brjótast inn í hlöðuna með miklum gauragangi og leita okkar þar. Við hlaupum hálfbognir eins og Indí- ánar ofan eftir skurðinum. 250. Við erum komnir all-langt frá hlöðunni, áður en mönnunum er orðið ljóst, að við höfum komizt undan. Og bráðum erum við komnir svo langt, að við hættum okkur upp á þjóðveginn. 251. Við stefnum þegar heim á leið. Við hlaupum við fót án þess að mæla orð af munni. Allt í einu sjáum við smátelpu fara frá mömmu sinni, sem er að tína blóm, og hlaupa ofan á veginn til að ná í boltann sinn. 252. í sama vetlangi heyrist hófadyn- ur mikill nálgast óðum, og hestur sem hefur ramm-fælzt, kemur æðandi með kerru-slitur aftan í sér í vegbugðunni rétt fyrir aftan smátelpuna, sem stend- ur á miðjum veginum. Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.