Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 14
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM: r Irlands AÐDRAGANDI OG UPPHAF FERÐAR. E'Iyjan græna, Erin, írland er eitt hið næsta ná- grannalanda vorra. Margir þættir fornsögu j vorrar eru þangað raktir, og svo segja mann- 1 fræðingar nútímans, að meiri skyldleiki sé með oss Islendingum og Irum en flestum þjóðum öðrum. Allt um það vitum vér furðu lítið um land þetta og þjóðina, sem það byggir. Irland liggur utan þeirra al- faraleiða, sem vér oftast förum til annarra landa, og furðu fáir hinna mörgu Islendinga, sem utan fara á hverju ári sér til skemmtunar og fróðleiks, leggja leið sína þangað. Langt er síðan mig fýsti að kynnast írlandi og Ir- um. Nokkur brot, sem ég hafði lesið úr sögu þjóðar- innar, höfðu vakið forvitni mína á henni, og þann grun, að ýmislegt kynni að vera líkt með írum og Is- lendingum, en síðast en ekki sízt freistuðu mýrarnar írsku mín, og langaði mig til að kynnast þeirn af eigin sjón og raun. Ovíst er þó, að nokkru sinni hefði úr ír- landsferð orðið fyrir mér, ef hendingin hefði ekki leitt ^ættir mig til kynna af írskum manni, Cornelius Murphy, á fundi suður í Sviss haustið 1962. Tókust með okkur hin beztu kynni, og eggjaði hann mig mjög til Irlands- farar og hét mér fulltingi sínu, svo að ferðin mætti verða mér sem hagstæðust. En Murphy er einn af ráða- mönnum fyrirtækisins Irish Sugarcompany, sem síðar verður getið. Er skemmst af því að segja, að viðtökur og hjálpsemi Murphys mér til handa var með þeim ágætum og höfðingsskap, að fátítt er. Varð ferðin mér af þeim sökum bæði árangursríkari og léttari en ann- ars hefði verið mögulegt. Fæ ég það seint fullþakkað. Er nú ekki að orðlengja það, að hinn 5. september sl. flusum við Gunnar sonur minn með Flusffélasri ís- lands til Glasgow, og þaðan aftur eftir nokkrar klukku- stundir með írska flugfélaginu Air Lingus til Dyflinn- ar, og komurn við þangað seint um kveldið. A flugvellinum mættu þau okkur, Murphy og kona hans og að loknum snæðingi ók hann okkur til gisting- ar á lítið en gott gistihús í miðri borginni. En eftir þá fyrstu nótt dvöldumst við á heimili hans, sem er í einni af titborgum Dyflinnar. O’Connell strœti með Nelson súl- unni. Pósthúsið fremst til vinstri. 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.