Heima er bezt - 01.07.1964, Side 16
Nokkrum dögum fyrir jólaföstu frétti ég það, af
hendingu, að halda ætti dansleik í samkomuhúsi sveitar-
innar næsta laugardagskvöld, og að Margrét væri boðin
þangað af einum ungum og myndarlegum nágranna.
Svo kom laugardagskvöldið, og Margrét kom og sett-
ist hjá mér eins og hún var vön, þegar hún hafði tóm
til frá öðrum störfum. Eg spurði hana, hvort hún ætl-
aði ekki að skemmta sér í kvöld eins og hitt unga fólk-
ið. Hún þagði litla stund. Ofurlítill feimnisroði færðist
yfir hið fríða andlit hennar, síðan leit hún á mig undur-
blíðlega og sagði, með rödd hjartans, sem ég þó því
miður misskildi: „Vinur minn, mig mundi ekki langa til
að skipta við dansmeyjarnar í kvöld, og svo sæti það illa
á góðri hjúkrunarkonu — eins og þú kallar mig — að
hlaupa á brott frá sjúklingi sínum, þegar hjúkrunin þarf
máske að sumu leyti að vera sem bezt. Nei, allar mínar
vonir og þrár eru bundnar við það, að þú fáir fulla
heilsu aftur. Það mundi líka vera illa launuð lífgjöfin,
ef ég reyndi ekki að vinna að bata þínum eins og ég
get.“
Hvað var að ske? Var hún ekki óbeinlínis að leiða
huga minn að innstu fylgsnum hjarta síns með þessum
orðum. Máske var hér aðeins um að ræða óeigingjamar
þakklætistilfinningar. Eg varð orðlaus. Helzt hefði ég
kosið á þessari stundu að mega draga hana til mín, vefja
hana örmum, og játa henni brennandi ást mína. En ég
kunni eltki við það, þótti það heldur varla tímabært
eftir svo stutta viðkynningu, svo hugþekk sem hún þó
hafði verið.
Ef til vill var hún öðmm bundin, þó uppvíst væri það
ekki. Máske unga glæsilega bóndasyninum, sem bauð
henni á þennan dansleik. Líklegt var og að hún þættist
standa í svo mikilli þakldætisskuld við mig að hún léti
það sitja fyrir, að vinna að því, að ég yrði heill heilsu
sem fyrst. Þessar og þvílíkar vom hugsanir mínar þetta
kvöld og næstu daga á eftir. Ég var því venju fremur
þögull þetta kvöld, sem hefur, ef til vill stafað af feimni,
sem ég hafði þó ekki fundið til áður í nærveru Margrét-
ar. En þögn mín varð til að skapa misskilning í tilfinn-
ingamálum okkar, sem eðlilega gerði sambúðina kulda-
legri, en hún hafði áður verið. Að vísu hjúkraði hún
mér á meðan ég lá jafn vel og áður, en það leyndi sér
ekki að henni leið miður vel.
Seinna frétti ég það, að hún hefði skilið þögn mína
þannig, að ég væri heitbundinn, þó ekki bæri ég hring,
enda minntist ég stundum meira á eina stúlku en aðrar,
þegar við voram að ræða um unga fólkið í mínu byggð-
arlagi. Síðar fékk ég tækifæri til að segja henni frá því,
að hin oft áminnsta stúlka var Asta systir mín, sem ég
unni umfram öllum öðrum, er ég hafði til þessa kynnzt,
jafnvel meira en móður minni. Eftir þetta sat Margrét
mikið sjaldnar hjá mér en hún hafði áður gert. Hins
vegar sat Ólafur bóndi oft hjá mér og var það mikil
raunabót eftir að hin áminnstu atriði drógu úr samvera-
stundum okkar Margrétar. Leið svo fram til jóla, að lít-
ið bar til tíðinda.
Daginn fyrir Þorláksmessu fór ég á fætur og var þá
orðinn allhress. Var þá Margrét fyrsta manneskjan, sem
bauð mig velkominn á fætur með hlýju handtaki og
innilegu brosi. Fór nú heldur að glæðast sambúð okkar
á ný, og myndi hafa farið vel úr þessu, ef ekki hefði
komið fyrir annað atvik, sem truflaði tilfinningar mín-
ar í bili.
A heimilinu var vinnukona, ung og lagleg. Hún hafði
meðan ég lá hvílt Margréti við hjúkranarstarfið og auk
þess oft setið hjá mér og spjallað við mig eftir að ég fór
að hressast. Ég þóttist verða þess var stundum, að hún
bæri hlýhug til mín, enda notaði hún stundum aðstöðu
sína til þess að sýna mér blíðu. Eigi vora mér þessi at-
lot hennar geðfelld, en varð þó að láta kyrrt liggja
um hríð. A. m. k. einu sinni milli jóla og nýárs sátum
við tvö ein inni í herbergi því, sem ég bjó í, og vorum
að spjalla saman. Sagði hún mér þá meðal annars, að það
væri altalað, að þau væru trúlofuð sín á milli Bjarni á
Gili og Margrét, en það var pilturinn, sem mér var sagt,
að hefði boðið henni á dansleikinn, sem fyrr er nefndur.
Seinna komst ég að því, að stúlka þessi, sem var nokk-
uð ósvífin, þegar hún vildi koma sínu fram, hafði búið
þessa trúlofunarsögu til og ætlað með því að stía okk-
ur Margréti sundur í von um að geta sjálf unnið ást
mína. Þessari sögu trúði ég auðvitað, því að mér þótti
hún mjög sennileg, enda þótt hin ástúðlega framkoma
Margrétar við mig virtist benda á annað. Ég ákvað því
með sjálfum mér að fara frá Stóruvöllum strax úr nýári,
ef ekkert óviðráðanlegt hindraði það. Annan janúar
sagði ég svo bónda, að ég væri ákveðinn að fara daginn
eftir. Kvaðst ég vera orðinn svo vel frískur, að ástæðu-
laust væri að dveljast hér lengur þess vegna, enda þyrfti
ég líka af mörgum ástæðum að fara að komast heim.
Bóndi var fár við og sagði aðeins, að hann hefði búizt
við dvöl minni nokkuð lengri. Margréti sá ég ekki all-
an þann dag, enda varaðist ég að verða á vegi hennar.
Kveið ég mjög fyrir, að sú kveðjustund yrði mér þung-
bær, eins heitt og ég var farinn að elska hana. En örlög
mín virtust vilja ráða hér, og móti þeim þýddi víst ekk-
ert að mæla. Daginn eftir bjó ég mig svo til brottferðar,
og kvaðst Ólafur bóndi mundi fylgja mér úr hlaði.
Loks var komin hin örlagaríka kveðjustund, en þá
fannst Margrét hvergi, og enginn vissi neitt, hvert hún
hefði farið. En á borðinu í herbergi því, sem ég hafði
búið í, lá bréf til mín, sem hljóðaði á þessa leið:
Elsku vinur!
Þú mátt ekki fyrirlíta mig, þó að ég gerist svo djörf,
já, svo barnaleg, að láta hér innan í þessa mynd. Hún er
af þeirri stúlku, sem ann þér heitara en nokkra öðra í
heimi þessum. Ef til vill hefði mér verið betra að
drakkna í ánni í vetur, heldur en að lifa og þrá það,
sem ég get sjálfsagt aldrei fengið að njóta. Ég þakka þér
liðnar samverustundir, sem þrátt fyrir allt hafa oft ver-
ið mjög ánægjuríkar. Óska þér svo allrar gæfu og bless-
unar á komandi tímum.
Þín elskandi
Margrét Ólafsdóttir.
256 Heima er bezt