Heima er bezt - 01.07.1964, Side 27

Heima er bezt - 01.07.1964, Side 27
GUNNA VAR í SINNI SVEIT Skrambi fór ég hjá mér. Þú skilur — ekkert grín — Skólastýran kemur út og rakleiðis til mín. Sæll og bless og velkominn hún kát og fjörug kvað. Komdu nú inn í hlýjuna — hún sagði nú meira en það. ■Ég kiknaði í hnjánum — þegar konan var svona góð, en kollurinn var á mér eins og flatbrauð steikt á glóð. Hún tekur mig undir arminn svona ósköp „ligeglad“ og inn hún dró mig brosandi — hún gerði meira en það. Og þarna inni var nú mikil gleði góði minn og gífurlega „sjarmerandi“ meyjahópurinn. Þær flykktust þarna um mig eins og flugur kringum tað og föðmuðu mig allar r já og þær gerðu nú meira enþað. Og ein var þarna dásamleg sem augum gaut til mín é-g aftur reyndi að svara — og bara upp á grín .... Aður en ég vissi var hún í hvelli kominn að og kyssti mig á vangann — já hún gerði nú meira en það. Svo var farið að dansa, það var brun og bukk og svig og blessaðar — þær snerust eins og hjól í kringum mig. Fylgdu mér loks í háttinn þegar húmið læddist að svo huggulegar allar — já og þær gerðu nú meira en það. Kvikmyndin Summer Holiday var ákaflega vinsæl hjá börnum og unglingum. Vinsælasta lagið í myndinni hét líka Surmner Holiday. Ómar Ragnarsson hefur ort lítið ljóð undir þessu lagi. Ljóðið heitir: SUMARFRÍ Ég er frjáls og ég má fara í sumarfrí flakka um og gera hvað sem er. Upp um fjöll og heiðar fer í sumarfrí fjöldinn allur ásamt mér og þér. Veiðir, tjaldar, tínir ber. Áhyggjurnar allar við sldljum eftir niðri í bæjarins þröng og una um eilífð við viljum í öræfanna fuglasöng. Víst mun flesta langa að fara í sumarfrí, flakka um og gera hvað, sem er og upp um fjöll og heiðar fer í sumarfrí fjöldinn allur ásamt mér og þér. Veiðir, tjaldar, tínir ber. Hér birtist svo gamalkunnugt ljóð, sem nú hefur ver- ið endurvakið og oft sungið í útvarp, eins og fleiri göm- ul dægurljóð. Ljóðið heitir: Gunna var í sinni sveit saklaus, prúð og undirleit, hláturmild, en helzt til feit, en hvað er að fást um það. ' Svo eitt haust kom mærin með mjólkurbíl um leið og féð, henni var það hálft um geð, en hvað er að fást um það. Svo leigði hún sér kvistherbergi upp við Óðinstorg og úti fyrir blasti við hin syndumspillta borg. Engum bauð hún upp til sín og aldrei hafði hún bragðað vín, horfði bara á heimsins grín, en hvað er að fást um það. Að lokum er hér lítið gamanljóð, sem heitir: Gaggó- ást. Höfundur ljóðsins er Ómar Ragnarsson, en Ellý Vil- hjálms hefur sungið ljóð og lag á hljómplötu. Lagið er gamalkunnugt og heitir: River Saint, Marie. GAGGÓ-ÁST Þótt ég sé ennþá bara í fyrsta bekk ég brennandi heita ást á Sveini féltk og öllum stundum utan í honum hékk við elskuðumst út af lífinu á hverju sem gekk. En pabba og mömmu á móti mér ég fékk og mín vegna þau fengu svaka skrekk en Gaggó-ást mun aldrei mást þótt ég sé ennþá bara í fyrsta bekk. En seinna meir ég ást á Óla fékk, með augun blá og sólbrúnn eins og „tekk“ sú ást var sjóðheit eins og sprungið dekk og auðvitað þá féll hún ekki í foreldranna smekk. Og loksins ég mikinn leiða á honum fékk nú leik ég mér að þeim, og frá þeim stekk en Gaggó-ást mun aldrei mást þótt ég sé ennþá bara í fyrsta bekk. Ennþá er mörgum bréfum ósvarað en erfitt er stund- um að finna sum ljóð, sem um er beðið. En smátt og smátt koma þau í leitirnar. Fleiri ljóð birtast ekki að sinni. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.