Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 10
mæli er bezt kenndu mönnum að þekkja lífið, íslenzk-
ur metnaður er dirfði menn til hugsanasjálfstæðis og
framsóknar, íslenzk trú á lífinu er létti undir sporin. En
umfram allt var það þó íslenzk tunga, í með og undir
öllu þessu, er hélt sálum manna vakandi.“
Með þau nánu tengsl íslenzku landnemanna við ætt-
jörðina í huga, skal horfið aftur að landnámi þeirra í
Norður-Dakota. Ekki verður stofnsaga þess þó rakin
hér, það gerði ég í megindráttum í tveim erindum, sem
ég samdi í tilefni af 75 ára afmæli landnámsins, og Rílds-
útvarpið flutti af segulbandi á sínum tíma. Eru erindi
þessi prentuð í A Imanaki Ólafs S. Thorgeirssonar 1954,
og vísast til þeirra um tildrögin að stofnun landnáms-
ins. Jafnframt eru þar talin upp hin helztu heimildarrit
um það efni, sem lögð voru til grundvallar erindum
mínum. Á það eitt skal minnt að nýju, að fyrstu íslenzk-
ir frumbyggjar, sem komu til Norður-Dakota vorið og
sumarið 1878 voru úr annarri víðkunnri meginbyggð Is-
lendinga vestan hafs, Nýja-íslandi í A'lanitoba. Fljótlega
fylgdi fjöldi landa þeirra úr Nýja-íslandi þeini í spor
til Dakota og námu þar land. Áðrir komu frá Minne-
sota, Wisconsin og Winnipeg, svo að innan fárra ára
var íslenzka nýlendan í Norður-Dakota orðin fjölmenn
og víðlend.
Fór það að vonum, að landnemarnir íslenzku á þeirn
slóðum, eins og annars staðar í nýbyggðum þeirra vest-
an hafs, áttu framan af árum við mikla og margvíslega
örðugleika að glíma. En það er þeim til varanlegrar
sæmdar, að þeir „létu ekki baslið smækka sig“, svo að
heimfærð séu upp á þá orð Stephans G. Stephanssonar
í einu kvæða hans, en gengu djarflega á hólm við erfið-
leikana, og sigruðu að lokum glæsilega í þeirri hörðu
brautryðjendabaráttu sinni.
Sr. Jónas A. Sigurðsson, sem prestur var þar í byggð-
inni framan af árum, bregður birtu bæði á stríð og strit
frumbyggjanna og sigurvinninga þeirra, er hann segir
í prýðilegri ræðu, sem hann flutti fyrir minni þeirra á
framannefndri 50 ára afmælishátíð landnámsins:
„Með vordögum 1878 komu nokkurir íslenzkir ör-
eigar frá Nýja-íslandi suður til þessara stöðva. Voru
þeirséra Páll (Thorlaksson) og Jóhann P. Hallson, forn-
vinur minn, einkum þeir, er fyrstir hófu landnám Is-
lendinga í hinum frjóa Rauðárdal. LTm þ. 6. júní það ár
voru hornsteinar þessa landnáms lagðir. Hólmganga
landnemans. var hafin að nýju. Þrautir nýlendulífsins
verða hér eigi tíundaðar. En fáir aðrir en Islendingar
hefðu yfirbugað þær, og unnið annan eins sigur á 50 ár-
um, sem hér er nú sýnilegur hverjum manni.
Ég kom til þessara stöðva 9 árum síðar. En ég sá þá
margan vott baráttunnar. Ég sá mæður koma langan
kirkjuveg fótgangandi og berfættar, en bera og leiða
börn sín. Ég man marga slóð feðranna, er þeir gengu
fótsárir á þrúgum. í dag eru þar akvegir, sem bílar,
hundruðum saman, þjóta um, með skrautbúinn æsku-
lýð og afkomendur landnemanna, 50 enskar mílur á
einni klukkustund. — Slík er 50 ára framför vestur-
íslenzkrar sveitar. Slík er uppskeran af ævi landnem-
ans. Sögu íslendinga þekkf ég að nokkuru, en hvergi
hefi ég komið auga á stærri né stórstígari framfaraþætti
í allri sögu þeirra en einmitt hér í Norður-Dakota ný-
lendunni.“
Þannig fórust séra Jónasi orð á 50 ára afmæli byggð-
arinnar. Til frekari áréttingar ummælum hans, skal þess
getið, eins og hann raunar gefur í skyn, að séra Páll
(fæddur í Húsavíkurkaupstað) átti meginþátt í stofn-
un íslenzku nýlendunnar í Norður-Dakota, og var
bjargvættur hennar, meðan hans naut við. En Jóhann
Pétur Hallsson (frá Geldingaholti í Skagafirði) var sá
íslendingurinn, sem fyrstur manna reisti sér þar býli,
og flutti í hús sitt þ. 6. júlí 1878, ásamt með fjölskvldu
sinni og nokkrum öðrum, sem fylgzt höfðu með hon-
um norðan úr Nýja-Islandi til Dakota. Hér var þá fyrsti
íslenzki sveitabærinn í Norður-Dakota risinn frá grunni.
Var hús þetta 14 fet á lengd og 12 á breidd og 5 feta
veggir upp að risi, en í þessum híbýlum bjuggu 9
manns. Eigi að síður hefir þeim frumbýlingunum vafa-
laust, og með réttu, fundizt sem miklum áfanga væri
náð, er svo langt var komið, að þeim hafði tekizt að
byggja skýli yfir höfuð sér. Og þótt þröngt væri þar
setinn bekkurinn, þá ríkti vonargleðin og framtíðartrú-
in innan veggja þessa litla og lága frumbýlingsheimilis,
beindi sjónum þeirra fram á veginn og gaf þeim byr
undir vængi, þegar hvassast blés þeim í fang.
í einkar fagurri og hugþekkri frásögn, „Jólin í bjálka-
kofanum“ (meðal annars prentuð í safnritinu Vestan
um haf) hefur séra Friðrik J. Bergmann, sem sóknar-
prestur var í íslenzku byggðinni í Norður-Dakota
snemma á árum, lýst eftirminnilega landnemalífinu í
bjálkakofum þeirra, hvort heldur var í Nýja-íslandi,
Norður-Dakota eða annars staðar í frumbyggðum ís-
lendinga vestan hafsins. Ég trúi því vart, að nokkur ís-
lendingur geti lesið þá glöggu lýsingu, svo að honum
hitni ekki um hjartarætur, og vil ég hvetja þá, er þetta
lesa, til þess að lesa hana, því að sá lestur mun áreiðan-
lega glöggva þeim skilninginn á brautryðjendabaráttu
landa þeirra í Vesturheimi. Séra Friðrik dregur, fögr-
um orðum, athygli lesenda að trúartrausti landnemanna
og bjartsýni þeirra, sem lyfti þeim yfir fjöll erfiðleik-
anna, og hann vissi hvað hann fór, því að hann talaði
þar út frá víðtækri persónulegri reynslu, nánum kynn-
um af frumbyggjunum sjálfum, lífi þeirra, striti og
stríði.
Bjargföst framtíðartrú þeirra lét sér eigi heldur til
skammar verð„. Öllum þorra þeirra auðnaðist það, að
sjá ríkan ávöxt atorku sinnar og fórnfýsi. Samhliða
framförum í atvinnulífinu, í híbýlum manna og öðrum
aðbúnaði, hófst fljótlega þar í byggðunum blómlegt fé-
lags- og menningarlíf, bæði kirkjulega og með öðrum
hætti, sem lýsir sér í því, að þar rís enn við himinn
fyrsta íslenzka kirkjan í Vesturheimi, Vlkurkirkja að
Mountain. Þar var lagður grundvöllurinn að stofnun
Hins evangeliska-lúterska kirkjufélags Islendinga í Vest-
urheimi, og til Menningarfélagsins í Norður-Dakota
fyrr á árum má rekja rætur Unitara og Sambandskirkju-
250 Heima er bezt