Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 5
Aleð framkvæmd laga um kjötmat var Benedikt feng- inn til að kynna sér meðferð sláturafurða, og dvaldi iiann á námskeiði í þeim tilgangi. Var hann svo eftirlits- og kjötmatsmaður í sláturhúsi Kaupfélagsins um margra ára skeið, og nú sl. ár yfirkjötmatsmaður á Vestfjörð- um. Hér skulu skráð helztu atriði á víðlendum starfs-vett- vangi Benedikts á Kirkjubóli. Er Búnaðarsamband Strandamanna var stofnað, var Benedikt einróma kjör- inn formaður þess. Og einnig fulltrúi þess á Búnaðar- þing. Fyrir atbeina hans og forgöngu var stofnað Skóg- ræktarfélag í Strandasýslu, og er hann formaður þess. Sýslunefndarmaður Kirkjubólshrepps hefur Benedikt verið frá 1946, og endurskoðandi hreppa- og sýslureikn- inga. Hreppstjóri í Kirkjubólshreppi frá 1932. Þótt hér sé numið staðar um upptalningu á störfum Benedikts, er þó margt ótalið enn, t. d. í hreppsnefnd, sóknarnefnd, formennska hennar o. fl. Fá munu þau fé- iagasamtök í Tungusveit og Strandasýslu, svo að Bene- dikt hafi ekki verið kvaddur þar til starfs og ráðgjafa. Gjaldkeri Sparisjóðs Fells- og Kirkjubólshreppa hefur hann verið síðan 1941. í starfi sínu er Benedikt heill og allur, og frágangur allur á skýrslum, reikningum og öðru því, sem að starf- inu lýtur, er prýðilega af hendi leyst. Með trúmennsku sinni og vandvirkni hefur hann áunnið sér traust sveit- unga sinna og héraðsbúa. Hann er hlédrægur maður og fjarri þeim hugsunarhætti og ástríðu, er metorðagirni nefnist. Meðfæddir eiginleikar hans og þroski þeirra hafa skapað honum þann metnað og traust, er hann nýtur í fyllsta mæli. Benedikt hefur stundað búskap sinn með víðsýn hins hyggna bónda. Hann hefur aukið mjög túnrækt sína, þurrkað stórt mýrlendi, sem nú er verið að bylta og breyta í túnvöll, enda er heyfengur hans eingöngu á ræktuðu landi. Nautgripafélag hefur starfað í Tungu- sveit um margra ára bil og stuðlað að því að bæta kúa- kynið bæði að nythæð og fitumagni mjólkur. Þegar litið er heim að Kirkjubóli, er augljóst að þar er mikill myndarbragur á öllu. Er íbúðarhúsið mjög myndarlegt, kjallari, hæð og ris, allt mjög rúmgott og skemmtilegt. Oll peningshús eru úr steinsteypu með járnþaki, ásamt heygeymslum og safnþróm, öll bygg- ing mjög vönduð. Benedikt kvæntist 1925 Ragnheiði Fýðsdóttur frá Skriðunessenni. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Magnúsdóttir og Fýður Jónsson hreppstjóri, sem í mörg ár bjuggu að Enni í hamingjuríku hjónabandi og komu þar upp stórum og gervilegum barnahóp. Var Ragnheiður yngst sinna 12 systkina. Hún hafði dvalið að heiman í Kvennaskólanum á Blönduósi um tveggja ára bil og einnig á heimilisiðnaðar námsskeiði. Bernskuheimili Ragnheiðar var þeim dyggðum prýtt, er þá voru beztar taldar og nauðsynlegastar: trúmennska í öllum störfum, iðni og sparsemi. Á sveitaheimilum þessa tíma dvöldu æskan og ellin saman og miðluðu Heima er bezt 245

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.