Heima er bezt - 01.07.1964, Page 20
GLUMUR HOLMGEIRSSON:
Kaupstaáarferá
í janúar 1918
Mið-Reykjadalur (Breiðamýri) er 38 km frá
Húsavík, sem er verzlunarstaður S.-Þingey-
inga austan Ljósavatnsskarðs. Áður en akveg-
ur kom frá Húsavík, voru allir vöruflutning-
ar klakkaflutningur á hestum og þá farin Hvammsheiði.
Þegar K. Þ. réðst í þá nýbreytni 1886 að fá vörur til
Húsavíkur að vetrinum, voru teknar upp vetrarferðir
eftir vörum, sem óþekkt var áður.
En svo háttar hér, að flesta vetur gerir ágætt sleða-
færi eftir vötnum og Laxá allt út að Laxamýri, en oft-
ast erfiðara þaðan til Húsavíkur, en þó sæmilegt þegar
slóðir voru komnar, eða hjarn var. Gátu menn oft kom-
izt með 12 klyfjar (600 kg) og jafnvel meira á sleða
með einum hesti fyrir, og þótti því ólíkt léttari og betri
flutningur, en klakkaflutningurinn að sumrinu og var
því reynt að flytja sem mest af ársþörfum að vetrinum.
Tóku þessar ferðir tvo daga, ef færi var sæmilegt, hér
úr miðdalnum.
Árið 1908 var byrjað að leggja akveginn frá Húsa-
vík hér suður, og haustið 1916 var hann kominn suður
að Mýrará (38 km). Það sumar byggði K. Þ. sláturhús
á norðurbakka Mýrarár, þar sem nú er býlið Jaðar. Var
hafin þar slátrun það haust, á fé úr uppsveitum S.-Þing-
eyjarsýslu.
Þá var allt kjötið saltað í tunnur, og þurfti því að
flytja tunnur og salt frá Húsavík, og gærur og kjöt-
tunnur aftur til Húsavíkur. Var það allt flutt á hesta-
vögnum og kerrum. Tunnurnar voru oftast fluttar
ósamsettar suður í sláturhúsið, og settar saman þar
fyrir sláturtíð.
Fyrsta haustið gekk allt vel með flutningana, enda
haustið mjög gott. En svo kom haustið 1917, eitthvert
versta haust, sem komið hefur. Seint í ágúst gekk í
norðan úrkomur, og náðist lítið af hevjum eftir það,
svo hey urðu úti í stórum stíl hér um sveitir.
Slátrun hófst úr 20. sept. og gekk illa vegna sífelldrar
ótíðar. Gekk á með meiri og minni hríðar, svo fjár-
rekstrar að húsinu gengu erfiðlega, og flutningar frá
húsinu töfðust og urðu illframkvæmanlegir. Þó komust
allar gærur, en mikið af kjötinu var óflutt þegar slátur-
tíð lauk, var verið að smáflytja það um haustið og fram
á vetur þegar færi gafst, og er þá komið að þessari eftir-
minnilegu ferð, er hófst 9. janúar 1918.
Það var mikill snjór, en að mestu orðinn að hjarni og
ísar á vötnum, og því sæmilegt færi hesta og sleða. Það
var vani þegar farið var í vetrarferðir, að fara í stærri
eða minni hópum eftir ástæðum. I þetta sinn vorum við
12 saman og sumir með tvo hesta og sleða og allir með
þrjár kjöttunnur á sleða — 9—10 vættir (400—500 kg).
Var lagt snemma af stað, veður var stillt og bjart,
en frostharka og ljótir klakkar í norðri. Þótti eilítið
ískyggi, en þó varð að ráði að leggja af stað. Heldur
greiddist úr klökkunum þegar birti af degi og hélzt
sæmilegt veður þar til komið var út hjá Laxárbrúm síð-
ari hluta dags. Þá gekk skyndilega að með hríð. Rétt
norðan við brýrnar var áin farin að bólgna upp yfir
akstrarleiðina, tafði það ögn, og blotnuðu sumir menn-
irnir þar í fætur. Veðrið herti óðum, svo þegar komið
var upp hjá Laxamýri var komin grimmdar stórhríð,
svo ekki sá út úr augunum. Urðu allir sammála um, að
engin leið væri að komast lengra, og ekki um annað að
ræða en leita á náðir Laxamýrarbænda með húsaskjól
fyrir menn og hesta.
Þá bjuggu á Laxamýri þeir bræður Egill og Jóhannes
Sigurjónssynir. Tóku þeir okkur opnum örmum, eins
og þeirra var siður, og komum við þar öllum hestun-
um í hús, og nóg húsrými virtist þar þó þessi manna-
hópur bættist við.
Næsta dag var hörku-stórhríð með 30 stiga frosti, og
því engin leið að leggja út. Var aðeins brotizt í hús að
gefa hestunum, og hjálpa heimamönnum við gegning-
ar. Svo var harkan mikil, að einn mannanna kól á and-
liti meðan hlaupið var milli húsa, þó stutt væri.
Enn hélzt sama veður daginn eftir, og því einbúið að
sitja um kyrrt. Vani var að menn nestuðu sig í þessar
ferðir, var það nú frosið, svo leita varð á náðir hús-
bændanna með mat og sömuleiðis með hey handa hest-
unum, því það var búið, sem menn höfðu haft með sér.
Þriðja daginn (12. jan.) rofaði ögn til, en frostið var
hið sama. Var þá lagt upp og brotizt til Húsavíkur,
kjötið losað af sleðunum, tekin út vara og búið á sleð-
ana, og öðrum erindum lokið, og gist á Húsavík.
Daginn eftir var enn stórhríðarveður með sömu frost-
hörku, enda var nú kominn hafís upp í landsteina. Ekki
sáum við þó til hans fyrir dimmviðri, nema smájaka,
sem komnir voru upp í fjöru í höfninni. Var nú lagt
upp heim á leið. Þegar kom hjá Laxamýri, var svo lið-
ið á dag, að sjáanlegt var að við næðum ekki heim þann
daginn. Var því ráðgert um hvað gera skyldi, halda
áfram, eða leita enn í Laxamýri með gistingu. Vildu
260 Heima er bezt