Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 30
VI.
Örlögin stefna að Fremra-Núpi
Vordagamir líða. Trausti stjórnar af mikilli hæfni
byggingu íbúðarhússins nýja og vinnur sjálfur ötullega
við hlið verkamannanna. Þorgrímur réð strax verka-
menn til starfa að tillögu sonar síns, jaegar hann hafði
mælt fyrir húsgrunninum. Er gamli maðurinn vel
ánægður með afköst þeirra undir stjórn Trausta.
Þorgrími eru brátt augljósir hæfileikar sonar síns,
jiekking og dugnaður. Á meðan hann var drengur heima
á Fremra-Núpi, hefði faðir hans aldrei getað ímyndað
sér að í honum byggi slíkt ágætis mannsefni, sem raun
ber nú vitni um. En návist Trausta vekur þrátt fyrir
jiað einhverja ójrægindakennd í brjósti gamla mannsins,
ekki ólíkt javí að hann óttist soninn í undirvitund sinni,
finnist hann j>urfi að fela sig fyrir honum að einhverju
leyti, þótt hann á hinn bóginn sé hreykinn af syninum,
eins og hann er nú.
Trausti verkfræðingur vinnur alla virka daga úti í
vorblíðunni og er löngu orðinn brúnn af sól og enn
hraustlegri, en þegar hann kom heim í vor. Stæltir vöðv-
ar hans hnyklast sterklega undir þunnri vinnuskyrt-
unni, er hann vinnur að steinsetningunni í grunni nýju
byggingarinnar, en honum er nú senn lokið.
Mitt í önnum dagsins Ieitar þó ósjálfrátt fram úr
fylgsnum hugar hans mynd ungu bústýrunnar á
Fremra-Núpi, og þótt honum gefist sjaldan tækifæri
til þess að tala við hana, fara ekki fram hjá honum
kvenlegir kostir hennar, æskufegurð og yndisþokki.
Hún blátt áfram heillar hann. Dugnaður hennar og
fjölhæfni í húsmóðurstarfinu, sem nú er orðið æði um-
fangsmikið sökum mannfjölgunarinnar á heimilinu,
vekur hjá honum mikla aðdáun. Hann tekur því að
dreyma unaðsríka vökudrauma úti í vorblíðunni, á
meðan störfin leika í höndum hans.-------
Inni í eldhúsinu á Fremra-Núpi keppist unga bústýr-
an við skyldustörf sín hverja stund og ann sér engrar
hvíldar, til þess að allt sé sem bezt af hendi leyst. Hún
er föl og þreytuleg, og skýrir jrjáningardrættir mótast
í svip hennar. Þó er hún líkamlega hraust og tápmikil.
En hið miskunnarlausa loforð, sem hún gaf Þorgrími
og foreldrum sínum síðastliðinn vetur, stendur eins og
hárbeitt ör í hjarta hennar, og finnst henni hún stinga
sig dýpra og sárara með hverjum degi sem líður. Þó
hafði hún einmtit vonað, að tíminn myndi draga úr
sársaukanum og milda allt.
Án þess að hún fái nokkuð við ráðið tekur mynd
verkfræðingsins unga og glæsilega, sem svo óvænt kom
á heimilið, að leita stöðugt fastar og fastar á huga henn-
ar. Hún sér hann hvað eftir annað alveg ósjálfrátt fyr-
ir hugarsjónum sínum, glæstan og djarfan við störf sín,
og bjarta hreina brosið á karlmannlegu andliti hans, sem
hún hefur stundum orðið að mæta í raunveruleikanum,
þrátt fyrir alla viðleitni til að forðast það, Ijómar óaf-
máanlegt í undirvitund hennar eins og ylríkur geisli frá
töfraheimi vorsins sjálfs. Og hún heyrir Iétta, glaða og
þróttmikla rödd hans enduróma í djúpi sálar sinnar. En
hún er ekki einu sinni frjáls að því að hugsa um unga
verkfræðinginn, hvað þá meira. Nei, hún verður að
reyna að útiloka þetta allt, útiloka vorið í sinni ungu
sál, og kvöl hennar er takmarkalaust djúp og sár.
Síðasti dagur sólríkrar viku er liðinn að kvöldi, og
kvöldsól hnígur senn að viði. Trausti hefur gefið verka-
mönnum sínum helgarfrí, og þeir eru allir farnir frá
Fremra-Núpi, hver heim til sín. Húsgrunnurinn er nú
fullgerður, og strax eftir helgina verður byrjað á því
að „slá upp“ fyrir veggjunum.
Trausti stendur hjá húsgrunninum og horfir glaður
yfir unnið verk. Allt hefur þetta staðizt áætlun hans, og
þó heldur betur. Já, verkinu hefur vissulega miðað mjög
vel áfram.
Svanhildur kemur út úr bænum og ætlar inn í
skemmuna frammi á hlaðinu. En það fyrsta sem mætir
augum hennar, er verkfræðingurinn, sem stendur hjá
húsgrunninum, og leið hennar hlýtur að liggja fram
hjá. Hún horfir niður fyrir sig og ætlar að ganga fram-
hjá Trausta, eins og hún hafi ekki orðið hans vör, en
hann lítur þegar til hennar og segir brosandi: — Gott
kvöld, Svanhildur!
— Gott kvöld!
— Ætlar þú ekki að koma hingað til mín og líta yfir
grunninn að nýja húsinu? Nú er hann fullgerður.
— Ég má ekki vera að því núna.
— Það tefur þig ekkert. Brosið verður ennþá bjart-
ara á sólbrúnu andliti hans. — Komdu bara og sjáðu!
Röddin er þýð og lokkandi. Svanhildi finnst það ekki
háttvísi samboðið að líta ekki aðeins á verkið, fyrst hann
býður henni það svo eindregið. Hún gengur því til
Trausta, nemur staðar við hlið hans og lítur yfir hús-
grunninn.
— Þetta á auðsjáanlega að verða stórbygging, segir
hún áhugalaust.
Já, Svanhildur, hér á að rísa framtíðarhöll bóndans
á Fremra-Núpi.
Svanhildur andvarpar eins og ósjálfrátt, og sársauka-
drættír fara um andlit hennar. Hún stendur sem í leiðslu
nokkur andartök og starir á húsgrunninn.
Trausti heyrir andvarp Svanhildar og lítur rannsak-
andi á hana, og hann fær þegar óljóst hugboð um dul-
inn harm í barmi hennar. En hver er orsök hans?
Trausti vill ekki vera nærgöngull í spurningum sínum
við Svanhildi, til þess þekkjast þau of lítið enn sem
komið er. Hann segir því glaðlega:
— Heldur þú að það verði ekki gaman að búa í nýja
húsinu, Svanhildur, verða húsmóðir þar? Hann lítur
beint í augu hennar blítt og spyrjandi, en aðeins and-
artak. Þau eru ekki lengur tvö ein við húsgrunninn. Þor-
grímur nemur staðar hjá þeim. Svanhildur lítur snöggt
undan augnaráði Trausta, og svarið við síðustu spurn-
ingu hans deyr á vörum hennar, Hún hraðar sér þegar
á brott og hverfur inn í skemmuna.
270 Heima er bezt