Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 2
Próí í skólum í nýútkominni ævisögu hins merka klerks og skóla- manns, síra Sigtryggs Guðlaugssonar, segir frá |>ví, að hann hafi hlotið aðra einkunn á embættisprófi af þeim sökum, að þegar hann átti að spyrja börn, sem var einn þáttur prófsins, hafi prófdómaranum, sem var Hallgrímur Sveinsson, biskup, þótt hann segja börn- unum of mikið. Lækkaði hann því einkunn sr. Sig- tryggs, svo að hann féll niður úr fyrstu einkunn, sem hann annars hefði hlotið. Alkunnugt er það, að síra Sigtryggur varð einn af fremstu mönnum prestastétt- arinnar og einn nýtasti menningarfrömuður landsins um sína daga. Saga þessi, sem er ein af mörgum líks efnis, ætti að geta vakið menn til hugsunar um, að próf skólanna eru ekki sá mælikvarði, sem þeim er oft ætlað að vera, og hvort ekki sé kominn tími til, að taka allt prófakerfið til alvarlegrar athugunar, og reyna að létta því að ein- hverju leyti af skólunum. Þeim, sem þekkir til íslenzkra skóla og alls þess prófafargans, sem nú er þar drottn- andi, gæti hvarflað í hug, að búið væri að snúa við orð- tækinu gamla um að læra fyrir lífið en ekki skólann, heldur væri nú lært fyrir prófin en ekki Iífið. Svo mun nú vera, að á vori hverju sé einum til tveim- ur mánuðum varið til prófa í skólum landsins. Auk þess eru sífelld próf haldin á vetrum, bæði skipulögð, og eins konar skyndipróf, sem þó eru höfð með nægum fyrirvara, til þess að trufla nám nemendanna í öðrum greinum þá daga, sem slík próf eru haldin. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hér sé ekki eytt of miklum tíma til lítils gagns, að ógleymdu því taugastríði, sem þessi sífellda prófáþján veldur nemendum. Ekki er mér grunlaust um, að taugaáföll nemenda, sem ekki eru nú óþekkt fyrirbrigði í ýmsum skólum, eigi að einhverju leyti rætur að rekja til þessarar sífelldu prófspennu. Órannsakað mál er, hverju tjóni það veldur nemend- um að falla á prófum. Mér Ieikur grunur á, og tala þar af nokkurri reynslu, að sumir nemendur bíði þess seint eða aldrei fullar bætur. En hafa prófin þá ekkert til síns ágætis? Ekki verður því neitað. Þegar þeim er svo háttað, að undanfari þeirra er nokkurt upplestrarleyfi, gefur það tækifæri til upprifjunar námsefnis, og sú upprifjun og prófið, sem fylgir, er nokkur þolraun, sem ýmsir nemendur hafa gagn af. En nú er sá háttur víða á hafður, að upp- lestrartíma og prófum er hrært saman, þannig að einn eða tveir dagar eru til lestrar fyrir hverja prófgrein, sem síðan er prófað í. Þá er í rauninni upprifjanin orð- in lítils virði, því að nemandinn reynir að loknu hverju prófi að gleyma sem mestu áður en hann tekur til við næstu grein. Annar kostur, sem prófunum er eignaður er, að þau veiti nemendum aðhald. Hefur það löngum verið við- kvæði þeirra, sem hæst vilja reiða prófasvipuna, að með henni einni fáist fjöldi nemenda til að lesa. Þótt nokkuð sé í þessu hæft, er prófið engan veginn einhlítt, og að- hald hægt að skapa með öðru móti. í þriðja lagi eru prófskírteini einskonar aðgangskort að ýmsum störfum, svo og framhaldsnámi við háskóla og ýmsa sérskóla, og verður ekki hjá einhverju slíku komizt. En þá verður spurningin, getum vér á einhvern hátt losað okkur undan oki prófanna, eða létt martröð þeirra af skólunum? Ég hygg, að vel athuguðu máli sé slíkt ekki einungis mögulegt, heldur einnig tiltölulega létt. Að skaðlausu má afnema með öllu eða að mestu leyti nær öll próf milli bekkja í skólum. Þau þjóna þeim tilgangi einum, að ákveða, hvort nemandinn sé fær um að flytjast milli bekkja, annað ekki. En hvað kemur þá í staðinn? Það hefur löngum verið siður, að gefa nemendum vetrareinkunnir. Yfirleitt má segja um þær, að þær séu réttari mæhkvarði á getu nemenda, en hvernig þeir leysa prófraun eins dags af hendi, enda sýnir reynslan að prófin breyta oft litlu. Ekki vil ég þó mæla með vetrareinkunnum eins og þær nú eru gefnar. Heldur mundi ég telja bezt færi á, að kennar- ar yfirleitt gæfu nemendum vitnisburð um, hvort þeir væru hæfir til að flytjast milli bekkja eða ekki. Slíkt knýr kennarann, til þess að fylgjast betur en ella með nemandanum, og nemandann knýr það ekki síður en prófið, til þess að vanda störf sín, svo að hann reynist verðlaunanna maklegur. Mundi þetta geta skapað betri anda í skólastarfið og nánara samstarf milli nemenda og kennara. Og betra er að einn og einn óverðugur nemandi slæddist með þessu móti milli bekkja, en tugir þeirra séu malaðir niður í prófkvörninni, og hinir sem gegnum hana sleppa séu lamaðir af þeirri taugaspennu, sem prófin eru. Við niðurfellingu bekkjarprófa ynnist, að unnt yrði að lengja kennslutíma hvers bekkjar um heilan mánuð eða meira, án þess að skerða sumarleyfi nemenda. Slíkt er ekkert hégómamál, því að eins og kröfum til náms- efnis hlýtur að vera farið er ljóst, að skólatíminn er orðinn of stuttur, ef vér eigum að halda í horfi með 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.