Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 6
dóttur á Kvíslarhóli. Mér fannst [ni furðulega iðinn
við það.
— O-já, segir Einar og hlær, maður var þá á góðum
aldri. Þú komst, þó seinna væri, á þann aldurinn líka.
Samband okkar Guðnýjar hefur enzt vel. Við gift-
um okkur 1909 og höfum átt samleið síðan. Hún er
sjö árum yngri en ég; og það kemur sér vel fyrir mig,
ekki sízt eins og nú er komið heilsufari mínu. Þú getur
ekki borið á móti því, að ég átti skynsamleg erindi að
Kvíslarhóli forðum.
Kaupreikningur vistarárið 1903—1904.
— Hvað tókstu þér fyrir hendur fyrst eftir að þú
komst til Húsavíkur?
— Ég réði mig t. d. sem vinnumann til Guðrúnar
Halldórsdóttur í Vilpu. Hún bjó með sonum sínum
Jóni og Karli, en maður hennar, Einar, var látinn. Hún
rak landbúnað og gerði út árabát til fiskjar. Viltu sjá
kaupreikninginn minn frá gömlu konunni? Og Einar
réttir mér pappírsmiða, gulnaðan nokkuð af 60 ára
geymslu, en með greinilega skrifuðum reikningi, dags.
16. sept. 1904, undirritaðan af Guðrúnu Halldórsdótt-
ur. Að öðru leyti svohljóðandi:
„Kaupreikningur Einars Sörenssonar.
Ákveðið kaup. Kr. 50.00.
Þar af borgað:
1 treyja nýleg................. kr. 8.00
2 buxur nýjar ................. — 7.00
1 nærskyrta úr vaðmáli............ — 4.75
Hestlán út í Mýrarkot .......... — 1.00
Nýjar nærbuxur úr vaðmáli....... — 4.30
Saumur á milliskyrtu ........... — 0.50
Vinnutap í 3 daga (ferð til Eyjafj.) — 6.00
Vantaði upp á árið 3 daga ..... — 6.00
Innborgað í dag ................ — 12.45
Kr. 50.00“
Auk hins ákveðna kaups, sem reikningurinn greinir
frá, fékk ég 1/14 af fiskafla, er fékkst á fjögra manna
far, þegar ég reri. Skipt var í 7 staði — þar af 3 „dauð-
ir hlutir“. Ég fékk með öðrum orðum hlut. Ekki
man ég, hvað hann gerði, en það var ekki mikið, því
afli var rýr, aðeins róið að sumri og hausti — og stopult.
Annars má af kaupreikningnum ráða, að þeir dagar,
sem ég fékk frí, voru taldir miklu verðmeiri en hinir.
Var þó ekki þarna um neina sérstaka áníðslu að ræða,
heldur algengan hátt í viðskiptum húsbænda við hjú,
að ég hygg.
Aðalatvirma var sjósókn.
— Aðalatvinna þín á Húsavík varð svo sjósókn. Er
það ekki rétt?
— Jú, ég stundaði fyrst og fremst sjómennsku með-
an aldurinn leyfði. Ýmist var ég formaður eða vél-
gæzlumaður á fiskibátum, sem gengu til veiða héðan frá
Húsavík á vertíðum.
— Stundaðirðu ekki selaróðra?
— Jú, það gerði ég á árabátum, eins og tíðkaðist lengi
hér síðari hluta vetrar. Tveir hásetar voru venjulega á
báti, auk skyttunnar, sem var um leið formaður. Róið
var um Skjálfandaflóa og Axarfjörð. Stundum gist —
eða haldið til um skeið — í Náttfaravíkum eða á Banga-
stöðum.
— Hvað skaustu marga seli í þeim róðrum?
— Mér telst svo til að þeir hafi samtals verið um 450.
Hér get ég sýnt þér skrá yfir þá og tegundir þeirra.
(Tekur blöð upp úr skrifborðsskúffu sinni.) Flest voru
þetta vöðuselir. Um 20 blöðruselir og nokkrir kamp-
selir. Allmargir landselir. Margt sæmilega vænir selir.
Innan um einnig smáselir svo sem: hringanórar og land-
kópar.
Áuk selanna eru þama á skrá um 150 hnísur og þó
nokkrir höfrungar.
Flest fékk ég í einum róðri 8 seli. Þeir voru allir
vænir og í þann róður fór ekki, nema kvöldstund.
Annars var margur selaróðurinn farinn til einskis.
Svalt var oft á seltu í þessum vetrarróðrum á opnu
bátunum. Strit að róa um víðan sæ langa daga í leit að
sel. Ekki sjaldan sem taka þurfti harðan barning í land.
Flesta seli fékk ég árið 1912. Þeir voru 44 samtals
það árið. Þetta var svo sem ekki mikill gróðavegur.
Ef fiskgengd kom á selveiðitímanum, sat fiskveiðin
jafnan í fyrirrúmi hjá mér.
Hvaða skotvopn ég hafi notað, spyr þú.
Selina skaut ég aðallega með haglabyssu nr. 8 og
stríðsriffli, sem ég keypti 1904 á 25 krónur. Hann gafst
mér vel, þótt hann væri sjónaukalaus.
Á fugl — bæði sjófugl og rjúpur — notaði ég Hus-
qvarnabyssu nr. 12. Hana notaði ég líka talsvert á sel
áður en ég fékk byssuna nr. 8. Mér þótti vænt um
þessi áhöld mín og reyndi að hirða þau vel. Byssurnar
eru enn þá við lýði, en rifillinn sökk með mótorbát hér
á höfninni — og týndist þar með.
— Veiztu hvað var lengsta færi, sem þú skaust sel á?
— Ekki gjörla. Þó veit ég, að ég skaut sel með högl-
um á 28 faðma færi. Og með kúlu skaut ég seli á fær-
um, sem voru áreiðanlega á annað hundrað faðmar.
— Menn segja, að þú hafir verið fljótastur allra
manna hér um slóðir að hefja byssu og ná sigtum.
Hvernig lærðir þú þá fimi, svo hæglátur maður, sem
þú annars sýnist vera?
— Einar svarar: Ekki er alltaf að marka það, sem
gengur í sögnum manna á milli. En skotmennska mín,
— það, sem hún var — kom af sjálfu sér. Ekki var lík-
legt til góðs árangurs að gaufa við að hefja byssuna,
þegar selshöfuð kom úr sjó í færi, og ekki var til neins
á kvikandi kænu að sigta lengi. Nei, þá var sigurinn
undir því kominn að vera maður augabragðsins. Máske
átti ég skotheppni mína mest því að þakka, að ég var
50 Heima er bezt