Heima er bezt - 01.02.1965, Page 10
Yið Sigurður höfðum stundað með honum róðra í
útsel seinni hluta næstliðins vetrar. Nú var Sigurður
kominn heiman frá sér til þess að skreppa með okkur
í eyjarnar í eggjaleit, og til að hyggja um leið að land-
sel, sem oft hélt sig við eyjarnar um þetta leyti árs,
og fengur gat verið í.
Að morgni var veður ekki æskilegt, en batnaði þeg-
ar kom fram yfir hádegi.
Okkur gekk ferðin út vel og landtakan einnig. Við
fórum fyrst upp í Lágey, en þar reyndist engin egg
vera að fá. Þá ákváðum við að fara yfir í Háey, enda
öruggari eggjatekjan þar.
Klöngrumst við nú til baka niður af Lágey. Höfðu
þeir sína byssuna hvor, faðir minn og Sigurður, því
vel gat verið, þegar minnst varði, að selur skyti upp
kolli í færi. Við gengum einn á fætur öðrum yfir
fjöruklungrið. Sigurður fyrstur, faðir minn næstur og
eg síðastur. Skammt var á milli okkar, en allir þurftum
við að gæta fóta okkar á stórgrýtinu og horfðum því
niður við hvert spor, sem við stigum.
Allt í einu kveður við skot og faðir minn hnígur
niður. Var þetta svo skyndilegt, að ekki var auðvelt
að átta sig á því, hverjar orsakirnar höfðu verið. Sig-
urður, sem gekk á undan, sneri baki að okkur feðgum.
Eg var að vísu á eftir föður mínum, en hafði horft
niður fyrir fætur mér. Helzt virtist okkur atburðurinn
hafa gerzt þannig:
Faðir minn hélt á byssunni í hægri hendi niður með
hlið sér, eins og menn gera oft. Um leið og hann stígur
fram af stórum steini, sem myndaði allháa tröppu,
virtist sennilegast, að byssubógurinn hefði krækzt fyrir
brot í buxnaskálminni, faðir minn lotið áfram, byssu-
bógurinn lyftst nógu hátt frá til þess að sprengja hvell-
hettuna, þegar hann slapp af buxnabrotinu, og skotið
hlaup:'ð inn í vangann og upp í gegnum höfuðið.
Ég hef aldrei lifað þungbærari stund en þessa og þær,
sem í hönd fóru. Að vísu tókst mér að bera harma mína
nokkurn veginn í hljóði. Fann ég og skildi að aðrir
voru harðar leiknir en ég. Ekkja föður míns, Sigur-
björg Friðbjarnardóttir, með ung börn þeirra fimm að
tölu og háöldruð móðir hans, Guðleif Magnúsdóttir,
áttu um enn þá sárara að binda. Annars tóku þessar
konur báðar atburðinum af mikilli stillingu. Var eins
og þær væru undir þetta búnar. Hefðu haft hugboð um,
að maðurinn mundi ekki verða langlífur. Báðar voru
þær berdreymnar, og hygg ég að af draumum hafi þær
verið undirbúnar.
Faðir minn var dulur maður, en einhvern tíma hafði
hann sagt mér, að hann mundi varla verða gamall. Atti
hann helzt, að mér skildist, von á því að farast á sjó.
Sigurður á Fjöllum sagði mér frá því eftir að slysið
hafði orðið, að sér hefði dottið í hug um morguninn,
þegar óálitlegt var veðrið til ferðar út í eyjarnar, að
skreppa þá heldur til Húsavíkur þennan dag og vera á
uppboði, sem Þórður Guðjohnsen hafði boðað, að hann
héldi þann dag, á ým’su úr búi sínu, því hann var að
hætta forstjórastarfi við verzlun Orum & Wulffs og
ætlaði að flytja af landi brott. Kvaðst Sigurður hafa
hreyft þessari hugmynd um uppboðsförina við föður
minn, en hann mælt mjög alvarlegur og næstum klökk-
ur: „Mig vantar nú ekkert nema líkklæðin mín.“
Feigðargrun sinn býst ég við, að hann hafi haft frá
draumum.
Draumar.
— Hefur þig ekki dreymt drauma, sem hafa rætzt,
Einar? Mig minnir, að ég hafi heyrt, að það hafi oft
borið við.
— Jú, mig dreymdi tíðum fyrr á árum fyrir daglát-
um, eins og kallað er. Stundum áttu draumarnir líka
lengri aðdraganda.
Mig dreymdi t. d. fyrir því, þegar báturinn sökk
með okkur feðga við rekaviðarflutninginn. Faðir minn
vakti mig einmitt frá þeim draumi til fararinnar. Ég
var draumsins vegna tregur að fara á sjóinn að því
sinni, og var það nýtt. Hins vegar kom ég mér ekki
að því að segja pabba drauminn, og hafði þar af leið-
andi engin frambærileg rök við hann fyrir óvilja mín-
um, þar sem veðrið var svo gott sem hugsazt gat og
ládeyða, eins og áður er getið.
Mig dreymdi, að til mín kom kona, sem ég bar ekki
kennsli á. Hún tók mig nauðugan í faðm sinn, lukti
mig svo sterklega örmum, að ég gat ekki rönd við
reist, stakk andliti mínu í hálsakot sitt, svo mér lá við
köfnun.
Ég kannaðist við líðan mína frá draumnum, þegar
við pabbi vorum að berjast við að flota okkur á sokkn-
um bátnum að landi.
Oft dreymdi mig fyrir góðum afla nóttina áður en
hann gafst og einnig dreymdi mig fyrir veiðileysu og
ómaksferðum.
Ég veit ekki, hvort það var til bóta að fá slíka fyrir-
boða, en þeir komu ósjálfrátt. Sjaldan breytti það
nokkru, nema geðblænum og eftirvæntingunni. Tíðum
tókst ekki að ráða dulmál draumanna rétt fyrr en
eftir á.
„Fjögur voru andlitin.“
Einn draum skal ég segja þér. Hann er ekki stórbrot-
inn, en allskýr.
Allir selveiðibátar á Húsavík voru á sjó. Veður var
gott. Aðeins einn báturinn fór inn að Sandi. Á honum
var formaður Áskell Friðbjarnarson, góðkunnur Hús-
víkingur, sem enn er á lífi. Hinir reru út á Flóa. Þar
voru þeir á sveimi allan daginn og fengu lítið eða
ekkert.
Innan frá botni Flóans heyrðust seint um daginn
nokkur skot. „Nú hefur Áskell komizt í hann,“ sögðu
menn. En þá var orðið of áliðið dags fyrir aðra að leita
þangað.
Um kvöldið fór ég með mína bátverja til gistingar í
Naustavík. Ræddu þeir um, að Áskell mundi hafa mak-
54 Heima er bezt