Heima er bezt - 01.02.1965, Page 16
og rakur. Til þess að fleygja ekki svefnpokunum beint
niður í svaðið á gólfinu, rifum við félagar upp brok
og sinu í flóanum fyrir neðan kofann og breiddum á
gólfið. Það varð bærilegt legurúm, og hvíldist ég þar
vel, og naut þess að draga að mér myglukenndan ísúr-
an moldarþefinn, sem hefur sinn sérstaka blæ, ef svo
mætti segja. Þá var maður í beinni snertingu við mold-
ina, og öræfin ósnortin af vélamenningunni. — En nú
gistum við félagar þarna í vistlegum skála úr timbri
og járni með þilgólfi, borðum og bekkjum, og höfum
komið hingað í bílum.
En þótt menningin hafi flutt sig inn á heiðina í formi
nýrra skála, bílaslóða og breyttra ferðahátta, er heiðin
sjálf hin sama og fyrri. Ég gat áðan um, að um hana
hefði legið alfaraleið milli landsfjórðunga, þá var Kal-
manstunga sennilega einhver gestkvæmasti bær á öllu
landinu. Og hvarvetna norður eftir Arnarvatnshæðum,
þar sem uppblásturinn hefur ekki máð förin, eru götu-
troðningar meiri og fleiri en víðast hvar annars staðar.
Þeir eru þögult vitni um liðna tíma.
Álftakrókur er kyrrlátur og hlýlegur staður. Skál-
inn liggur í móahalli, að baki hans rísa lágir ásahryggir,
en framundan er flóasund, með fjölda dýja, sem öllu
hallar niður að litlu silungsvatni, Núpavatni. Utsýni
er ekki mikið, en viðkunnanlegt er þarna. Annars er nú
tími til kominn að kynna lesendum, hverjir þessir ný-
tízku útilegumenn eru, sem hér eru samankomnir.
Fararstjórinn er, sem fyrr segir Ingvi Þorsteinsson,
magister, næsti aðstoðarmaður hans er Einar Gíslason,
starfsmaður á Atvinnudeild. Báðir eru þeir þrautreynd-
ir útilegumenn, og göngugarpar. Svo eru það strák-
amir, þar er Olafur Gíslason, sem nemur málaralist úti
í löndum, Friðrik Páll Jónsson nú í 6. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík, sem báðir voru við kortagerðina
1963 og öllum hnútum kunnugir, og nýsveinarnir Sig-
Að loknu dagsverki.
urður Richter, náttúrufræðistúdent í Kaupinhöfn, mest-
ur allra leiðangursmanna að vexti, Jón Sigurðsson nú í
5. bekk M. R. og forseti þess virðulega félags Fram-
tíðarinnar, og Páll Stefánsson, stúdent, sem nú lærir að
gera við skemmdar tennur suður í Þýzkalandi, en var
annars sérfræðingur leiðangursins í öllu, sem bíla
snerti og vélar, enda fullkominn galdramaður í þeim
efnum, og svo er að lokum undirritaður grasafræðing-
ur leiðangursins. Allir voru þeir förunautarnir vaskir
strákar, góðir starfsmenn og félagar.
Dagskráin endurtekur sig dag frá degi. Fótaferð er
á áttunda tímanum. Einhverjir tveir verða að fara á
undan hinum og hefja eldamennsku, hinir geta beðið
þangað til sýður á katlinum. Þá er ekki lengur friður.
Að lokinni matseld og morgunverði er liðinu skipt.
Einar úthlutar hverjum manni loftmyndum þeim, sem
hann á að merkja gróðurlendin á, og með því er honum
markað vinnusvæði þann daginn. Annars fer kortagerð-
in fram á þann hátt, að á loftmyndir, sem teknar hafa
verið með þetta starf fyrir augum, eru gróðurlendin
mörkuð inn, og síðan mælt eftir þeim. Vitanlega verð-
ur oft að slá líkum blettum saman í eitt, því að gróður-
lendin eru stundum furðulega samanfléttuð, en mynda-
stærðin takmörkuð. Hinsvegar höfum við komizt að
þeirri flokkun gróðurlenda, sem er nægileg að ná-
kvæmni fyrir þetta starf. Þegar hver hefur fengið sitt
verkefni, tvístrast hópurinn. Allir taka nestisböggla
með, því nú verður ekki komið í náttstað fyrr en und-
ír kvöld, og oft þarf langt að ganga, þar sem bílunum
verður ekki við komið, þótt þeir séu að vísu notaðir
eins og hægt er. Ganga um Amarvatnsheiði er þreyt-
andi, þótt ekki sé brattlendi fyrir að fara, en sinuþóf-
inn og kviksyndið í flóunum er þungfært, og margan
krókinn þarf að taka fyrir vötn og tjarnir. En strákarn-
ir eru ungir og röskir, og láta sér ekki draga það, þótt
þeir stundum verði að ganga 20—30 km á dag. Venju-
legast er komið heim í náttstað um sjöleytið á kvöldin,
sumir koma þó ef til vill nokkru fyrr, en aðrir aftur
allmiklu seinna. Siðferðileg skylda hinna fyrstu er að
taka til við undirbúning matseldar og að minnsta kosti
hafa heitt kaffi til handa þeim, sem næstir koma. Sam-
vinna er góð og enginn reynir að skjóta sér undan auka-
störfum.
Oft verða snögg veðrabrigði, og þegar þokan skell-
ur yfir okkur, er ekki um annað að gera en reyna að
komast sem fljótast heim í náttstað. Þvi að þarna er
villugjarnt ókunnugum, og vandséð hversu áttavitar
duga. Einn morguninn leggjum við Ingvi af stað saman.
Ætlun okkar er að kanna svæðið suðvestur af Réttar-
vatni og vestur um Hvannamó og Svartarhæð. Veður
er bjart en dálítil norðankæla. Við förum fyrst af
tómi, því að við vitum, að fljótgert er að greina þar
gróðurlendin, því að mikið af svæðinu, eru blásnir
melar. Tveir förunautar okkar, sem síðast bættust í
hópinn Jónas Jónsson landbúnaðarkandidat og Úlfur
Árnason menntaskólakennari eru að fást við silungs-
veiði í Krókavatni, og okkur þykir fróðlegt að sjá,
60 Heima er bezt