Heima er bezt - 01.02.1965, Blaðsíða 18
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI
(Framhald)
Er stundir liðu, varð það mönnum alvarlegt áhyggju-
efni, að með hverju nýju sumri varð úrkoman minni
en árið áður, svo að alltaf varð örðugra að afla heyja.
Með óbilandi þrautseigju og útvegun slægna í öðrum
og fjarlægum byggðum tókst þó enn um skeið að ná
saman heyjum, sem entust allan hinn langa vetur.
Sumarið 1892 bjó byggðarbúum öllum mikla þol-
raun. Það rigndi svo sem ekkert og landið þornaði upp.
Vötnin hurfu svo að kalla — skruppu saman, svo að lít-
ið var annað eftir af þeim en slímug leðja í polli á
stærð við eina ekru. Vatn þetta var þvínær ódrekkandi
fyrir gripina. Kýrnar geltust og það, sem úr þeim náð-
ist, var ekki mannamatur.
Allt það hey, sem við feðgar gátum kríað saman
heima þetta sumar, var 4 vagnhlöss, á engi, sem á góðu
árunum hafði gefið af sér 100 hlöss. En við vorum svo
lánsamir að fá leyfi til að setja upp hey um 26 km
norður af nýlendunni í byggðarlagi, sem þurrkarnir
höfðu ekki leikið eins grátt. Um veturinn urðum við
að draga hey þetta á uxasleðum alla þessa löngu leið, oft
í 30 gráða frosti og þar yfir.
Veturinn eftir þetta erfiða sumar gekk snemma í
garð. 7. október 1892 varð byggðarbúum almennt ærið
eftirminnilegur dagur. Gerði þá stórhríð, sem stóð í 3
daga. Féll þá snjór, á annað fet á þykkt, og snjókom-
unni var samfara hvassviðri, sem að styrkleika gekk
fellibyl næst. Rokið skall á um kl. 3.30 e. h., og voru
skepnur allar í haga. Tveim stundum síðar var veðrið
orðið svo æðisgengið, að vonlaust var að reyna að ná
gripunum saman. Er óhætt að segja, að þrír fjórðu alls
nautfjár í héraðinu lentu úti í hríðinni.
Þegar veðrinu slotaði og leit var hafin, kom í Ijós, að
bylurinn hafði hrakið margar hjarðirnar suður yfir
eyðikalda sléttuna langar leiðir að heimn. Einn hópur
hafði slangrað um 50 km leið, allt fram á dalbrúnina,
og rekizt þar á skjól í skógarbelti. Þar hafði fennt yfir
hann niðri í hvammi og 7 gripir kafnað í skaflinum.
Fréttir bárust um fjölda annarra fjárskaða. Og sum-
arið áður hafði gert mikið frost. Nóttina 27. júlí varð
frostið 11 stig og eyðilagði kornuppskeruna að mestu.
Eigi að síður réðust margir í að þreskja það litla, sem
þeir fengu af hveiti, í von um að geta malað það og haft
þannig mjölforða til heimilisins yfir veturinn. Einn
þeirra var faðir minn. Hann og nágrannar hans tveir
hlóðu hver um sig tvístóran kerrukassa með hveitipok-
um, sem voru léttir sem dúnn, og tók það þessi þrjú
uxadregnu hlöss heila viku að komast til myllunnar í
Millwood, um 50 km leið.
Þegar þangað kom, tjáði malarinn þeim, að hveitið,
sem þeir hefðu komið með, væri til allra hluta gjör-
ónýtt. En með því að honum duldist ekki, hvílíkum
lamandi vonbrigðum það hlaut að valda, að hreppa
slíka útkomu eftir allt baslið, tók hann málið til langr-
ar yfirvegunar. Að lokum ákvað' hann að senda þá ekki
heim tómhenta, heldur taka hveitihlössin þrjú upp í
fimm poka af 4. flokks hveitimjöli á hvern þeirra. Þessi
reynsla átti verulegan þátt í því, að vekja óhug, jafn-
vel þeim, er kjarkmestir voru.
# * #
Línur þessar eru ekki ritaðar til þess, að láta líta svo
út, að líf okkar þarna væri orðið eintóm vonlaus eymd
og afblekking, heldur aðeins til þess, að reyna að lýsa
örðugri reynslu fyrstu landnemanna, svo sem hún er
mér enn Ijóslifandi í minni af eigin reynd.
Veturinn 1892—93 var langur ogstrangur, snjókoman
mikil og kuldastigið óslitið undir zero (þ. e. 32 stiga
frost á Fahrenheit, um 17.8 á Celsíus). Ekki var annað
vatn að hafa handa gripunum en það, sem brætt var
úr snjó, og þetta fyrirhafnarsama verk varð að vinna
svo að segja á hverju býli. Veturinn þraukaði, kaldur
og vægðarlaus, án þess að nokkum tíma gerði hlé, jafn-
vel ekki mildari kafla seinni partinn í febrúar, eins og
stundum á sér stað.
I marzmánuði tók mjög að ganga á fóðurbirgðirnar.
Var það nú allra von, að aprílmánuður mundi færa að
höndum létti og lausn fóðurvandræðanna. En 27. apríl
skall á stórhríð, sem stóð í fulla 3 sólarhringa og var
engu síður svæsin en októberbylurinn, sem fyrr getur.
Svo að það var ekki fyrr en 1. maí, að aftur sá til
sólar og hlákan kom. Þrátt fyrir þetta ægilega áfelli, og
þótt ótrúlegt kunni að virðast, varð búpeningstjónið í
okkar nýlendu lítið í samanburði við það, sem varð í
62 Heima er bezt