Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 23

Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 23
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Heimsókn í barnaskóla í Finnlandi Ilok maímánaðar vorið 1946, var ég staddur á heimili Eiríks Lundemark námsstjóra, sem ferðazt hafði með mér víða um byggðir Lapplands. Hann átti heima í litlu sveitaþorpi, sem heitir Overtorne. Er þetta litla þorp byggt í grunnu dalverpi rétt við landamæra-f 1 jótið Torne elv, um 100 km upp fra Hels- ingjabotni, þar sem fljótið fellur til sjávar. Þarna niður við þorpið Overtorne er fljótið orðið geysilega vatns- mikið, breitt bakka á milli, en hægtstreymandi, af því það hefur runnið svo lengi um láglendan dalinn. Fljót- ið er yfir fjögur hundruð kílómetrar, frá upptökum sínum upp við landamæri Noregs, og þar falla í það mörg straumþung fallvötn, sem falla um skogivaxna dali og fjallaskörð.------- Þegar ég var unglingur, las ég Sögur herlæknisins, eftir Zacharias Topelius í þýðingu Matthíasar Jochums- sonar og þýdd kvæði eftir Runeberg og fleiri finnsk- sænska höfunda. Hefur Finnland jafnan síðan verið sveipað ævintýraljóma í huga mínum. Og hetjudáð finnskra hermanna var mér ógleymanleg. Nú blasti Finnland við sýn handan þessa breiða fljots. Mig lang- aði því að grípa tækifærið og stíga fótum á þetta mitt forna draumaland. En þetta var þó ýmsum erfiðleikum háð. Liðið aðeins eitt ár frá lokum hins ægilega síðasta alheimsófriðar, og margar hömlur voru enn á frjálsum ferðum milii landa, og því meiri hömlur, sem nær dró Rússlandi. Ég hafði ekki vegabréf til Finnlandsferðar. Mitt vegabréf gilti aðeins fyrir hin Norðurlöndin. — Áritun á vegabréf til Finnlandsfarar fékkst aðeins í Luleá, sem var í 100 km fjarlægð. En ég vildi þó ekki gefast upp. Dálítil tollstöð var þarna við fljótið í út- jaðri þorpsins, með tveimur tollvörðum með borðalögð- um húfum. Erik Lundemark námsstjóri talaði við þessa tollverði og bað um leyfi til þess að við mættum skreppa yfir fljótið til Finnlands, ef við kæmum aftur sama kvöld. Hann gat þess líka, að með ser væri íslend- ingur, sem væri að heimsækja skóla í hinum Norður- löndunum. Þeir tóku erindi hans dauflega, en sögðu þó, að ef tollverðirnir í tollbúðinni Finnlandsmegin létu þetta hlutlaust, og ef við gæfum drengskaparheit um það, að koma aftur til baka samdægurs, þá skyldu þeir ekki hindra för okkar, og mættum við þá fara snemma næsta morgun. En þá var að útvega sér bát yfir fljotið. Lítill vélbátur í tollstöðinni var í ólagi, og tókum við þá það ráð að reyna að fá bát frá Finnlandi að sækja okkur. Námsstjórinn náði símasambandi við tollstöðina Finnlands-megin og lofuðu tollverðirnir að útvega okk- ur bát og var svo umsamið, að hann kæmi kl. 8 að morgni og lenti við tollstöðina Svíþjóðarmegin. Svo talaði námsstjórinn líka við kennslukonu, sem var skóla- stjóri í litlum barnaskóla í dalnum á moti rétt hja finnsku tollstöðinni, og lét hana vita að við ætluðum að fá að heimsækja skólann hennar næsta morgun. — Sagt er það oft um símann á íslandi, að hann leki, einkum sveitasíminn, en einhvern veginn var það svo, að öll byggðin á móti, sem var eiginlega þéttbýl sveit en ekki þorp, vissi það strax um kvöldið að tveir námsstjórar ætluðu að heimsækja þessa frjósömu finnsku dalabyggð næsta morgun. Þessi leki símans varð okkar happ, því að þegar við komum í barnaskólann um morguninn, lágu fyrir okkur boð um tvö heimboð. Lyfsalahjón skammt frá skólanum buðu okkur til hádegisverðar, en

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.