Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 24
skólastjóri í héraðsskóla, sem var í 8—10 km fjarlægð frá barnaskólanum bauð okkur til kvöldverðar. Það mátti því segja að lífið léki við okkur í Finnlandi. Finnlandsförin var nú fastráðin og verð ég að segja það eins og er, að ég hlakkaði mikið til þótt dvölin þar væri svona takmörkuð. Eg var kominn á fætur kl. 7. — Þetta var svo norðarlega, að sól hafði varla setzt um nóttina, og klukkan 7 var orðið hlýtt, eins og komið væri fram undir hádegi. Við vorum ekki lengi að ferðbúast og vorum komnir niður að tollbúðinni nokkru fyrir klukkan átta. Ekki sáum við neitt til bátsins og settumst við þarna á fljótsbakkann og virtum fyrir okkur umhverfið. Þegar við höfðum beðið þarna alllanga stund veitti ég því athygli að stórfljótið óx svo hratt, að við urðum að flytja okkur hærra upp. — Eg var dálítið undrandi að sjá þetta, en námsstjórinn, sem fæddur var þarna á bakkanum á þessari miklu móðu gat útskýrt þetta. Fljótið er eins og fyrr segir meira en 400 km. Daginn áður hafði verið sólskin og mikill lofthiti, svo að hlý- viðrið lék um efstu fjallatinda, hæðir, heiðar og dali. Upp undir landamærum Noregs, þar sem fljótið sjálft og þverár þess áttu upptök sín, var víða hulið snjó og hið neðra snjór í hverri lægð, þótt hæðir væru snjó- lausar. í sólarhitanum daginn áður hafði leysingin þar efra verið gífurleg og nú var þessi mikli vatnsflaumur fyrst kominn niður til okkar og hélt með miklum krafti áfram til sjávar í Helsingjabotni. Námsstjórinn sagði mér að fljótið yxi svona fram yfir hádegi eða enn leng- ur en þá færi aftur að Iækka í því, og svo kæmi önnur flóðbylgja næsta morgun, ef veðrið yrði jafnhlýtt. — Enn leið tíminn, en hvergi gátum við komið auga á bátinn, en okkur leiddist ekkert. Veðrið var unaðslegt og sænski námsstjórinn fræddi mig um margt frá stríðs- árunum. En síðustu stríðsárin hafði byga'ðin Finnlands- megin verið hersetin af Þjóðverjum og fjöldi fólks missti kjarkinn og flýði yfir fljótið til Svíþjóðar. Þar var það þó frjálst. Þessi mikla móða, sem við sátum við, fór ekki algera erindisleysu niður dalinn. Hún flutti með sér geysilega mikið af trjávið ofan úr fjalla- skógum Svíþjóðar. Óslitinn straumur af stórum og litl- um trjám leið niður fljótið og myndaði misjafnlega þéttan flota bakka á milli. Ég fór að efast um að okkur tækist að smjúga á smábát í gegnum þennan trjáflota, því að voðinn var vís, ef endi á stórtré rækist í bát- inn. — Mér sýndist trjáflotinn vera þéttari Finnlands- megin og þar sá ég líka marga báta, sem voru eitthvað að fást við tréin. Námsstjórinn sagði mér, að þeir væru að draga þau í eins konar dilka eftir mörkum, eins og þegar fé er dregið í réttum. í skógunum, þar sem trén eru höggvin eru þau merkt, og síðan eru þau dregin í dilka eftir þessum mörkum. Dilkarnir í þessu tilfelli voru ferkantaðar stálnets- girðingar upp við landið, en þarna beint á móti í Finnlandi var stór trjá-verksmiðja — sögunarverksmiðja. Enn biðum við og ekki kemur báturinn. Hann hafði þó lofað að koma klukkan 8, en nú var hún bráðum orðin 9. En rétt í því að klukkan var orðin níu, sáum við lítinn bát koma fyrir hólma í ánni, sem hafði skyggt á hann. Báturinn renndi sér langt upp á gras á árbakkanum rétt hjá okkur. Var hann þá orðinn rétt- um klukkutíma á eftir áætlun, eða öllu heldur tveim- ur tímum, ef farið var eftir klukku formannsins á bátn- um, því að hún var orðin 10. Finnar eru í tímatalinu einum klukkutíma á undan Svíum, því að tímatal Finna er miðað við Helsingfors, en Svía við Stokk- hólm. Við biðum ekki boðanna, en flýttum okkur út í bát- inn. Vélin fór aftur í gang, og báturinn renndi sér út á ána. Með gætni varð að fara og skáhallt undan straumi, og smjúga milli trjánna, sem flutu þarna fram. Eftir rösklega 15 mínútur stigum við á land, við tollbúðina í Finnlandi. Tollvörðurinn talaði dálítið sænsku. Hann lítur á passann minn, brosir hlýlega, þegar hann sér að ég er Islendingur, og segir að ég megi fara í land úr bátn- um, ef ég lofi að fara sömu leið yfir ána aftur í kvöld, því að hann segist þarna vera að brjóta lög. Útlendir menn mættu hvergi hér fara yfir til Finnlands, nema í Haparanda, sem er umferðamiðstöð við Helsingjabotn, þar sem Tornelfur fellur til sjávar. Við stigum þá í land og var ég þá í fyrsta sinn á finnskri grund, en félagi minn, sem átti heima í Over- torne, hafði ekki komið yfir ána þarna síðan sumarið 1940, en þá kom hann snöggvast yfir sem sænskur her- maður, eða landamæravörður, því að þá gegndi hann herþjónustu. Enn er sólskin og kyrrt veður. Við spyrjum til veg- ar að skólanum, sem við ætlum að heimsækja. Það er ekki langt að fara, og okkur er bent á skólahúsið. Fé- lagi minn kann finnsku og talar hana nú við þá menn, sem við hittum. Ég skil vitanlega ekki eitt einasta orð, en sé þó á svip manna og látbragði, að margir spyrja um, hver þessi ferðalangur sé. Tún og nýplægðir akrar ná saman milli bæjanna og byggðin er mjög þétt. Við týnum götunni heim að skólahúsinu og göngum beint af augum yfir ósáinn akur. Börnin hafa raðað sér á tröppur skólahússins. Þau yngstu fremst, en öll eru þau með fána í höndum, syngjandi finnska ættjarðar- söngva. Kennslukonan stendur til hliðar við hópinn og stjórnar söngnum, og þegar við komum heilsa börnin með fánunum. Daginn áður, þegar börnin fréttu, að við ætluðum að koma, settust þau öll við að mála fána á stífan pappír og smíða litlar fánastengur. Fánarnir voru: sænskir, finnskir og íslenzkir. Af íslenzku fánunum var jafn- margt og af hinum báðum. Átti það víst að tákna það, að fagna bæri íslendingnum bezt, af því að hann væri svo langt að kominn. Oll var þessi framkoma bamanna hátíðleg og hrífandi og börnin samtaka og glöð. Síðan gengum við inn í skólastofuna og heilsuðum upp á börnin. Þessi kennslukona var þarna ein með all- stóran hóp barna. Það voru 16 börn 7—8 ára, 27 börn 68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.