Heima er bezt - 01.02.1965, Síða 25
9—13 ára og 12 unglingar. Unglingarnir komu ekki
fyrr en seinni hiuta dagsins, þegar hin börnin fóru
heim. Börnin, sem við voru, röðuðu sér í sætin og við
spjölluðum dálitla stund við þau. Námsstjórinn talaði
vel finnsku, eins og fyrr getur, enda átti hann finnska
konu. Hann ávarpaði börnin og sagði þeim frá ferðum
okkar. Síðan talaði ég við þau á sænsku, en kennslu-
konan stóð hjá mér og túlkaði á finnsku, það sem ég
sagði, því að henni var jafnlétt um að tala bæði málin.
Námsstjórinn hafði tekið með sér dálítið af brjóst-
sykri og súkkulaði, og var þessu nú skipt á milli þeirra.
Þetta var þeim mikið nýnæmi og sum börnin höfðu
aldrei smakkað sælgæti fyrr. Á stríðsárunum áttu Finn-
ar mjög bágt. Fyrst réðust Rússar á þá, og var þá við
ofurefli að etja, og svo komu Þjóðverjar inn í landið
eins og til að hjálpa þeim, en ekki leið á löngu þar til
styrjöld brauzt út milli Finna og Þjóðverja og í raun
og veru hernámu Þjóðverjar Norður-Finnland. Þegar
ég kom heim tókst mér að koma til þessara ágætu barna
nokkrum kílóum af súkkulaði og brjóstsykri með hjálp
Rauða krossins og varð mikill hátíðis- og gleðidagur
í skólanum þegar þessum kílóum var skipt á milli barn-
anna. Kennslukonan skrifaði mér ágætt bréf með kveðj-
um frá börnunum og skólinn sendi mér myndabók af
finnskum listaverkum, höggmyndum og málverkum.
Varð mér þetta allt til mikillar ánægju.
Þegar við, sænski námsstjórinn og ég, vorum að út-
býta sælgætinu eftir að við höfðum ávarpað börnin, þá
vildu þau öll fá að standa upp og þakka gjafirnar. —
Stúlkurnar komu fyrst fram, hver á eftir annarri, þökk-
uðu fyrir sig með handabandi og hneigðu sig djúpt
og fallega og á eftir komu drengirnir í röð. Þeir tóku
þétt í hendina, slógu saman hælunum, stóðu teinréttir
og báru höndina upp að gagnauganu eins og þegar lög-
regluþjónar heilsa. Það var broslegt að sjá litlu snáð-
ana sjö og átta ára setja á sig merkissvip um leið og
þeir kvöddu eins og þaulæfðir hermenn eða lögreglu-
menn. — Við settumst svo að kaffidrykkju inni í íbúð
kennslukonunnar. Eldri börnin fengu þá að fara heim
til sín en þau yngri biðu. Á meðan við drukkum kaffið,
sagði kennslukonan okkur frá ýmsu, sem á dagana hafði
drifið stríðsárin.
Hún var gift og átti 4 börn og var það yngsta tveggja
ára. Bújörð átti hún þarna skammt frá, en á meðan
skólinn stóð yfir, bjó hún í skólahúsinu. Hún hafði
kennt ein við skólann í vetur og sóttu skólann alls 43
börn og 12 unglingar. Hún sagðist hafa átt mjög erfitt
ein með allan þennan hóp, en Finnland yrði allt að
spara til að geta greitt stríðsskuldimar. Allt var þarna
fátæklegt en mjög hreinlegt. Húsið var allstórt, bjálka-
byggt. Þessi bjálkabyggðu hús eru hlaðin upp úr gild-
um, tilhöggnum trjám og þau greypt saman á hornum
hússins. Þakið á húsinu var málað rautt, en bjálkarnir
voru áklæddir að utan, en þéttað milli þeirra með tjöru-
hampi, eins og á skipssúð. Að innan voru bjálkarnir
líka óklæddir og ómálaðir á göngum og í anddyri, en
hurðir, dyrakarmar og gluggar voru málaðir.
Þegar Þjóðverjar neyddust til að yfirgefa þetta her-
námssvæði í Norður-Finnlandi kveiktu þeir í öllum
sveitabæjum á stóru svæði í Torne-dalnum, en þessi
sveit, sem skólinn var í, hafði sloppið betur en flestar
aðrar sveitir á þessu svæði. Var það af því að liðsfor-
inginn, sem þarna stjórnaði eyðileggingunni, var
hlynntur Finnum og gat gabbað yfirforingjann með
því að ltveikja fyrst í timburhlöðum og hálfónýtu
rusli við sögunarverksmiðjurnar, og þegar reykinn lagði
yfir þessa þéttbýlu sveit, hélt yfirforinginn að þar
stæði hvert hús í björtu báli og flýtti sér í burtu.
Eg sagði frá því fyrr í þessum þætti að fyrir okkur
hefði legið heimboð í barnaskólanum til lyfsala-hjóna
rétt hjá skólanum og í héraðsskóla um 10 km í burtu.
Við fórum fyrst að heimsækja lyfsalahjónin. Húsbónd-
inn talaði og skildi sænsku, af því að hann hafði verið
mörg ár í Álandseyjunum, en þar er sænska töluð engu
minna en finnska. Frúin var mjög gestrisin og sýndi
mér allt innan húss, en hvorugt okkar skildi eitt ein-
asta orð, sem hitt sagði, svo að samtalið var ekki annað
en höfuðhneigingar, bendingar og bros. — Allir íslend-
ingar hafa heyrt rætt um Guðbrandarbiblíu, sem Guð-
brandur biskup gaf út 1584, og margir hafa líka séð
þennan kjörgrip. En hjá þessum lyfsalahjónum sá ég
gamla sænska biblíu, sem var út gefin 1574, eða rétt-
um 10 árum fyrr en Guðbrandarbiblía, og þessi sænska
biblía var svo lík í ytri sniðum Guðbrandarbiblíu, að
maður hlaut að veita því eftirtekt. Ef til vill hefur
Guðbrandur biskup haft þessa sænsku biblíu til fyrir-
myndar með hin ytri snið.
Nú fór að líða á daginn. Við fengum okkur bifreið
og heimsóttum héraðsskólann og var tekið þar opnum
örmum, og síðan ókum við aftur að finnsku tollstöð-
inn. Þar ætlaði litli vélbáturinn að vera til taks að ferja
okkur yfir fljótið kl. 8 um kvöldið. Við komum þarna
á réttum tíma og kvöddum okkar ágæta bílstjóra. En
þá var komið babb í bátinn. Vélin vildi ekki fara í gang.
Við létum þetta ekki spilla gleði okkar og fórum nú
að líta í kringum okkur þarna á fljótsbakkanum. Þarna
var ákaflega þéttbýlt en býlin lítil.
Sól var enn hátt á lofti, þar sem við vorum hér um
120 km fyrir norðan pólarbaug. Ekki bærðist hár á
höfði og hin mikla elfur leið straumlygn og hljóðlaust
fram á leið sinni til hafs. — Enn þokaðist trjáflotinn
niður fljótið. Þúsundir þúsunda af trjám flytur þessi
mikla móða úr háfjöllum Svíþjóðar niður í sögunar-
verksmiðjurnar. Farið er að líða á kvöldið, en enn þá
eru margir menn að vinna við trjáviðinn í ánni á litlum
kænum. Þeir tengja stærstu trén saman með köðlum
og keðjum og mynda í víkurn og vogum eins og rétt
eða girðingar, og stýra svo smærri trjánum þarna inn.
Þessir menn eru þreytulegir í gauðslitnum flíkum, en
þeir virðast hafa krafta í kögglum og kunna vel til
verka.
Enn megum við bíða lengi, en hér er friðsælt og
kvöldfagurt. Við göngum heim undir næstu bæi. Hér
eru bæirnir hver hjá öðrum og fólkið að sinna kvöld-
Heima er bezt 69