Heima er bezt - 01.02.1965, Page 33

Heima er bezt - 01.02.1965, Page 33
NOTIÐ AUGUN - SJÁIÐ MUNINN á myndunum tveim og vinniá ATLAS frystikistu eáa kæliskáp aá verámæti kr. 15.200.00 í þessu hefti birtum við annan þátt getraunarinnar fyrir fasta áskrifendur „Heima er bezt“ um hina glæsilegu ATLAS frystikistu, eða ef sigurvegarinn óskar heldur, hinn ágæta ATLAS kæliskáp. Þrautina sem þið eigið að glíma við, sjáið þið hér fyrir neðan, tvær myndir sem við fyrstu sýn virð- ast vera nákvæmlega eins, en ef betur er að gáð kem- ur í ljós að á neðri myndina vantar 5 atriði sem eru á efri myndinni. Og þrautin er þá í því fólgin, að segja til um hvaða 5 atriði þetta eru, sem vantar á neðri myndina. Eins og áður hefur verið skýrt frá, þá nær þessi get- raun yfir 5 tölublöð, og ráðningarnar á ekki að senda til blaðsins fyrr en heildargetrauninni er lokið. Og sá, sem verður svo heppinn að sigra í getrauninni getur valið um hvort honum verður send hin glæsi- lega frystikista eða ATLAS kæliskápur að eigin vali, að verðmæti allt að kr. 13.200.00. Þetta verður ein- mitt um hásumarið, þegar mest hætta er á að mat- væli eyðileggist af hita, og þegar þið hafið svo auk þess möguleika til að frysta sjálf alls kyns grænmeti og ber, og síðan þegar haustið kemur með sláturtíð- inni, getið þið líka sjálf fryst sláturvörurnar, sem þýðir það, að hægt er að kaupa meira magn í einu á lægra verði. Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.