Heima er bezt - 01.02.1965, Qupperneq 35
361. Garðstjórinn hefir skjótt komið
undir sig fótunum aftur og nær mér í
nokkrum stökkum. Hann þrífur í mig
með sterkri krumlu sinni og teymir mig
út úr húsinu og í áttina að gömlu stein-
húsi.
362. Hann dregur mig með sér upp
brattan og brakandi stiga, sem liggur
upp í aðra hæð hússins. Þar opnar hann
þimgar dyr og ýtir mér inn í eins konar
fangaklefa og hvæsir að mér: „Strjúktu
nú bara, ef þú geturl“
363. Svo skellir hann hurðinni aftur á
eftir sér og aflæsir henni vandlega. Svo
heyri ég fótatak hans ofan stigann. Eg
fer nú að litast um og aðgæta eins konar
skjá glugga hátt uppi á veggnum.
364. Skyldi ég geta komist út þarna
hugsa ég. Eg klöngrast þarna upp, og
kemst brátt að því, að ekki er til þess að
hugsa að komast þarna út. Sterk járn-
stöng girðir fyrir alla undankomu.
365. Meðan ég stend þarna við glugg-
ann og velti málinu fyrir mér, sé ég
að garðstjórinn allt í einu skundar af
stað eftir stíg sem liggur inn í skóginn
umhverfis þetta gamla býli.
366. Ég bíð þess að garðstjórinn sé
kominn úr kallfæri og blístra síðan út
um gluggann til Mikka. Ekki líður á
löngu, þar til Mikki birtist fyrir utan,
kátur og smágjammandi.
367. Ég hripa á miða stutt bréf til
Serkis: — „Ég er innilokaður í gömlu
húsi. Fylgdu Mikka! Hjálpaðu mér að
komast héðan út úr þessu fangelsi!" Ég
brýt saman blaðið og fleygi því út til
Mikka.
368. Flýtt’ér nú til Serkis með bréfið,
segi ég hátt. Heyrirðu það! Serkir á að
fá það! Mikki skilur mig fyllilega. Hann
þrífur bréfið með tönnunum og þýtur
af stað eins og byssubrenndur skolli.
369. í leik okkar höfum við Serkir oft
sent Mikka með boð og bréf okkar á
milli. Hann er því vel vanur slíkum
sendingum og leysir þær vel og dyggilega
af trýni eins og fulltaminn sendil-hund-
ur.