Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 8
á Dalvík. Að loknu starfi lagði hann land undir fót,. gekk fram Svarfaðardal, yfir Heljardalsheiði út Kol- beinsdal, Óslandshlíð og Höfðaströnd. Dagurinn ent- ist. Geri aðrir betur. Nú síðustu 10—12 árin hafa þau Kristín og Björn bú- ið í sambýli við syni sína, — fyrst þann elzta — Jón, og nú síðustu árin þann yngsta, Hauk, sem nú er að mestu leyti að taka við allri jörðinni. Björn stundaði töluvert sjó eins og forfeður hans eða til 55 ára aldurs. Þá fór heilsa hans að bila, svo hann varð að slá undan. En þó hefir hann gripið í þetta síð- an, er sú veiði aðallega koli, rauðmagi og silungur. Oft minnist ég þess, síðari hluta vetrar, eða snemma vors, þegar nýr fiskur hafði hvergi verið fáanlegur í fleiri mánuði, ef róið var úr Bæjarvík og fékkst sæmi- legur afli, þá var sent í matinn til flestra, sem tök voru á, og oft eftir að Björn fékk jeppann, fór hann með fisk í soðið út um sveitina. Ekki var að tala um gjald, held- ur gjöf. Ekki get ég fullyrt, í þessu tilfelli, hvor aðili hefir verið ánægðari, sá sem þáði eða gaf. Eftir þessu muna sjálfsagt margir fleiri en ég. Ekki er ég í neinum vafa um það að vilji beggja hjónanna hafi staðið þarna á bak við. Ég minnist þess að einn sunnudag að sumrinu fór ungmennafélag Óslandshlíðar skemmtiferð út í Þórð- arhöfða. Farið var á hestum og ákveðið að koma við í Bæ, bæði til að fá leiðsögn og leyfi til að fara út í Höfðann. Þau systkinin Geirlaug og Björn voru heima, hestar nærtækir og þau slást í för með okkur. Það er farið út Bæjarmöl. Ósinn er opinn, straumharður, en ekki mjög djúpur. Við ríðum yfir ósinn, allt gengur vel, sprettum af hrossum og skiljum þau eftir sunnan í Höfðanum, höfðu þau þar haga góða og undu vel hag sínum í svonefndum Búðarbrekkum. Það er gengið út á Höfðann í glampandi sólskini og blæja-logni. Systkinin sögðu okkur um örnefni í Höfð- anum og víðar sem til sást. Var þetta fyrir flest okkar landfræðileg kynning. Mig minnir að það væri á Her- konukletti sem hlaðin var varða úr steinum (Beina- kerling). Loftur heitinn Rögnvaldsson á Óslandi skrifaði nöfn okkar allra, með sinni dásamlegu rithönd, á blað, sem sett var í flösku og henni síðan fundið fylgsni í vörð- unni. Ekki er mér kunnugt hvort tímanna tönn hefir tekizt að afmá þetta mannvirki okkar. Til baka var haldið. Þegar í Bæ kom beið okkar veizluborð og nutum við þar gestrisni og alúðar. Við vorum milli 20 og 30 í þessari hópferð, og vorum hissa á því okkar á milli, að það skyldi vera hægt að veita svona mörgu fólki, fyrirvaralaust, veizlukost. Við kveðjum Bæjarfólkið og þökkum auðsýnda velvild, veitingar og vinarhug í okkar garð. Síðan er haldið inn í Hlíðina og hver fer heim til sín — með góðar minn- ingar frá deginum. Ekki hefir Björn farið varhluta af því að vinna að Hjónin Kristín Kristinsdóttir og Björn Jónsson. íbúðarhúsið i Bæ. Byggt 1902. Bar d Höfðaströnd. 244 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.