Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 31
— Nafn mitt er Sigurrós, svaraði húsfreyja og bauð (restinum inní stofu. Brynja var klædd víðri loðskinnskápu, sem hún hélt lauslega að sér að framan, hár hennar var mikið og Ijóst og féll ógreitt ofan um herðarnar, andlitið var mjög frítt, virtist örlítið þrútið af gráti, og augun loguðu af ofsa. Sigurrós bauð stúlkunni hlýlega að taka sér sæti, og hún kastaði sér þegar niður í sófann, eins og væri hún örmagna af þreytu. Sjálf settist svo Sigurrós í stól rétt hjá henni og beið þess að heyra erindi hennar. Brynja leit snöggt á Sigurrós og svo niður fyrir sig, og sagði síðan æstri, titrandi röddu: — Eg veit að þú sparkar mér út, þegar þú hefir heyrt erindi mitt, og það er von að þú gerir það, en ég verð að iétta af samvizku minni og segja þér beiskan sann- leikann, þó að ég þekki þig ekki neitt. — Og ég veit að þú sparkar mér út! — Sigurrós horfði á ókunnu stúlkuna hlýju, mildu augnaráði og sagði ofur þýtt og rólega: Þú munt ekki þurfa að kvíða því að ég sparki þér út, hvert svo sem erindi þitt er. Ég sé að þér líður allt annað en vel, segðu mér ef þú heldur að ég geti eitthvað fyrir þig gert, þó að við þekkjumst ekki neitt. — Þú segir þetta ekki þegar þú veizt allan sannleik- ann, hann snertir þig engu síður en mig. Þetta er hræði- legt! — Jæja, en láttu mig samt heyra það, þú þarft ekkert að óttast af minni hálfu. — Ég — ég geng með barni, sem maðurinn þinn er faðir að. En ég hefi svo mikla óbeit á honum síðan ég vissi þetta, að ég get naumast séð hann. Hann er sami ræfillin og ég. — Brynja skalf nú öll af geðshræringu, en sat þó kyrr í sófanum. Sigurrós varð orðfall nokkur andartök, — við þessu hafði hún sízt af öllu búizt, en engin ytri merki minnstu geðbrigða sáust á henni, og hún hugsaði málið leiftur- snöggt. Á þessari örlagaríku stund reyndi meira á mann- kosti hennar og göfuglyndi en nokkru sinni fyrr á lífs- leiðinni, og sönn skyldi hún reynast. — Guði kærleikans vildi hún þjóna. — Hún var fljót að taka ákvörðun sína. Hún leit djúpum, mildum augum á ungu, ógæfusömu stúlkuna og sagði þýtt og rólega: — Ég sakfelli þig ekki né dæmi, það tilheyrir mér ekki, en fyrst þú hefir trúað mér fyrir raunum þínum, vil ég hjálpa þér eins og í mínu valdi stendur. Segðu mér hvað ég get gert fyrir þig. — Viltu virkilega hjálpa mér eftir að hafa heyrt þenn- an ljóta sannleika? Er svona góð kona til á þessari jörð? — Sleppum því alveg, hve góð ég sé, en ég vil hjálpa þér. — Þú ert betri við mig en mín eigin móðir, og nú ætla ég að segja þér, hvernig högum mínum er háttað. Ég er dóttir Þórólfs verksmiðjueiganda, sem maðurinn þinn vinnur hjá, og ég hefi að undanförnu unnið á skrif- stofunni, sem Hörður veitir forstöðu. Þegar ég sagði foreldrum mínum frá því, í hvaða ógæfu ég hefði ratað með giftum manni, varð mamma æf af reiði og fyrir- litningu og ætlaði næstum að sleppa sér. Henni fannst að ég hefði leitt ævarandi smán yfir sjálfa mig og alla ætt mína, sem hún lítur nokkuð stórt á. Hún vildi í fyrstu reka mig burt af heimilinu, en pabbi aftók það með öllu. Hann tók þessu með stillingu og jafnaðargeði. Þá skipaði mamma mér að gefa barnið strax og það fæddist, einhverju alókunnugu fólki, og helzt að láta engan sjá mig, meðan ég gengi með það, og ég þorði ekki annað en játa því strax að gefa barnið. — Ég sagði Herði frá þessu í reiði minni og örvænt- ingu, og hann féllst fúslega á þá uppástungu mömmu að gefa barnið strax og það fæddist. Ég spurði hann, hvort hann hefði sagt konunni sinni frá þessu athæfi okkar, en hann kvað nei við því og vildi ekkert um það ræða við mig. Þá sagði ég honum, að ég skyldi segja þér, hvernig komið væri, fyrst hann gerði það ekki sjálfur, þú skyldir fá að vita sannleikann, hvað sem það kostaði. Ég held að hann hafi ekki tekið neitt mark á þeim orðum mínum, hafi treyst því að ég hefði ekki kjark til þess að segja þér alókunnugri svo beiskan sannleika. En mér var full alvara, mér fannst ég verða að gera það okkar allra vegna, þó að ég væri þá ákveðin í því að gefa barnið strax og það fæddist. Og nú hef ég tekið þá ákvörðun að fara hið allra bráðasta af landi burt, þegar ég er laus við barnið. Ég á móðursystur búsetta í Frakklandi, og hún hefir oft boðið mér að koma til sín. Þar ætla ég síðan að dvelja í framtíðinni, svo að ég geri ekki meira illt af mér hér heima en orðið er. — Ég vona bara að barnið mitt lendi í góðum höndum, því að það er sak- laust. — Stór tár brutust nú fram í augu Brynju og runnu ört niður kinnar hennar. Sigurrós reis hægt úr sæti sínu og gekk að sófanum til Brynju og settist við hlið hennar. Síðan sagði hún með sömu ró og mildi sem áður: — Góða mín, þú gefur ekki barnið þitt, megi ég verða þér að nokkru liði. Ef þú trúir mér fyrir barninu þínu, skal ég taka það strax og það fæðist, og ganga því í móð- ur stað, svo lengi sem þú vilt og það þarf þess með. En þegar barnið hefir vit og þroska til, segi ég því sann- leikann um uppruna sinn og foreldra sína, því það getur varðað lífshamingju barnsins sé þar farið rangt með. — Þú segist hafa í hyggju að hverfa af landi burt og dvelja erlendis í framtíðinni. Ef svo verður, bið ég þig að lofa mér að vita um dvalarstað þinn, svo að ég geti haft samband við þig, skrifað þér um líðan barnsins og sent þér myndir af því. Ég vil að þú fáir að fylgjast með vexti þess og þroska í fjarlægðinni, eftir því sem tök verða á. — Og hvað segir þú svo um þetta, góða mín? — Ég á engin orð yfir góðvild þína og hjartagæzku, og hvergi á jörðinni vildi ég eiga barnið mitt fremur en hjá þér, og þá get ég glöð farið af landi burt. — Ó, Guð minn góður, ég er svo þreytt! Brynja hneigði höfuð sitt eins og örmagna að skauti Sigurrósar og grét hægt og hljóðlega. Sigurrós hagræddi Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.