Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 22
Þar með var teningunum kastað, kennslunni hætt og hver og einn flýtti sér heim til sín og bjó sig í flýti.. Það tel ég alveg víst, að margur nútíma Reykvíking- urinn myndi brosa, ef hann sæi nú slíkan göngumanna- hóp leggja upp til Þingvallagöngu í þeim ferðaskrúða, er við klæddumst. — Það yrði of langt mál að lýsa því, hvernig hver og einn, í þessum 10 manna flokki, var klæddur, en ég set hérna lýsingu á mínum búnaði og líkt því, eða svipað, var klæðnaður hinna karlmann- anna. Stúlkurnar voru allar klæddar kápum og fótabún- aður þeirra var laklegur til gangs. — Ég var í síðri tau- regnkápu, í mínum þokkalegustu fötum, með hatt á höfði, og nýja boxcalf-skó á fótunum, en uppháa þó. — En meira um þá síðar. Var nú gangan hafin frá Vatnsþrónni. Ennþá blés svalur suðaustan kaldi, en ekkert rigndi. Allir, sem við hittum á leið okkar, sögðu að hellirigning myndi austur á Mosfellsheiði. En við létum engar hrakspár á okkur fá og héldum ótrauð áfram. Bar nú ekkert til tíðinda, þar til að við piltarnir vorum að smá tína á okkur tösk- ur og pinkla sem stúlkurnar voru með. Nú var ákveðið að fá sér hressingu á Geithálsi og hringja þaðan að Kárastöðum og panta gistingu fyrir allan hópinn. Sá, sem pantaði gistinguna, gat þess, hvað fólkið var margt, en nefndi ekkert, hve margt var af hvoru kyninu. — Kom það síðar fram, að slíkt eru mistök, þegar beðið er um gistingu fyrir hóp af fólki. — Var ntt lagt af stað austur frá Geithálsi, og var hópurinn glaður í anda og allir ólúnir. Bar nú ekkert til tíðinda, fyrr en kom aust- ur undir heiðina, á móts við Miðdal, þá er farið að rigna og austan kaldinn farinn að aukast. — En þegar austur á heiðina kom var komin ausandi rigning og af- spyrnurok. Veðurhæðin var ofsaleg og úrfellið óskap- legt, en ennþá var sæmilega hlýtt í veðri. Bráðlega var ekki þurr þráður á nokkrum manni eða konu, en verst var þó með fótabúnaðinn. Box-calf-skórnir mínir gegn- Öxarárfoss. Drekkingarhylur. um okkar venjulegu störf,“ sagði sr. Magnús með sinni venjulegu hógværð. Var þetta samþykkt af öllum við- stöddum og kennsla hafin á venjulegum tíma ldukkan 8. I annarri kennslustundinni kenndi Sigurður Guðmunds- son, síðar skólameistari á Akureyri. Hafði sr. Magnús hringt til hans og vakið hann af værum blundi, og tjáð honum, að ferðinni væri frestað, og ltennsla yrði í dag með venjulegum hætti. Allir voru óundirbúnir undir kennslustund og alls ekki í skapi til að fara að greiða úr torskildum Eddu-kenningum, og var nú strax byrjað að ræða um mál dagsins, frestun Þingvallaferðarinnar. „En því farið þið ekki bara gangandi?“ sagði okkar ágæti íslenzkukennari. Þetta hafði engum dottið í hug fyrr, því gönguferðir voru þá ekki daglegt brauð í Reykjavík. Nú hófust fjörugar umræður og lagði sitt hver til málanna. Að lokum varð niðurstaðan þessi: Tíu nemendur, — fimm stúlkur og fimm piltar, — ákváðu að leggja af stað gangandi til Þingvalla. — Burt- farartíminn var ákveðinn klukkan 12 og skyldu allir hittast hjá Vatnsþrónni, en hún var þar sem Laugaveg- ur og Hverfisgata koma saman. Þaðan átti svo að hefja gönguna til Þingvalla. Skólastjórinn og þeir nemendur, sem eftir urðu, ætluðu svo að koma á bílunum austur morguninn eftir, ef allt færi að óskum. 258 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.