Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 18
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI
(Framhald)
Frá Narrows héldum við áfram ferð okkar yfir ísinn,
unz við komum að tanga nokkrum. Þar bjó landnemi,
kona hans og tvö lítil börn. Sannarlega var einangrunin
mikil fyrir þessa fjölskyldu, að búa þarna alein, þar sem
engin mannabyggð var nær en Narrows, 12 mílna leið,
og ekki hægt að komast þangað á sumrin öðruvísi en á
bát. Þarna áðum við, til að fá okkur mat og gefa hest-
unum. Helgi (sem hafði orðið eftir) var nú aftur kom-
inn til okkar, og hann borgaði greiðann. Tókum við
svo stefnuna yfir fjörðinn, um 14 mílur, og ókum á
glærum ís. í þá daga var fjörður þessi kallaður „Hengds
hunds-fjörður“, en ég hygg að nafninu hafi verið breytt
síðan. Veðrið var gott, glaðasólskin, stinningskaldi og
um 22 gráðu frost. Við fórum greitt, enda tafði okkur
ekkert, nema helzt einstaka íshryggur, sem við annað-
hvort ókum fyrir eða hjuggum okkur braut yfir. Aust-
urströndin var eyðileg tilsýndar. Hvergi var byggt ból
að sjá, unz við náðum að áliðnum degi heim til Matheson
fólksins og fengum þar gistingu. Sagði Helgi okkur, að
Matheson annaðist fyrir hann öll viðskipti við loðdýra-
veiðimenn, svo og landnemana, sem byggju á strjálingi
upp til landsins og lifðu einkum á nautfjárrækt. Bygg-
ingarnar þarna stóðu í þyrpingu umhverfis stóran húsa-
garð, bjálkaíbúðarhús, stór hlöðufjós, ýmis smærri úti-
hús og yfirbyggðar nautaborgir, og leit svo út, að nauta-
hjörðin mundi allmikil. Húsbóndinn kom út til að taka
á móti okkur, sinnti hestunum og leiddi okkur svo til
stofu. Heimilisfólkið var hjónin og uppkomin börn
þeirra, 3 synir og dóttir, og ung kennslukona. Skóli var
rétt hjá íbúðarhúsinu. Synirnir, allir þrír, voru loðdýra-
veiðimenn og hafði hver þeirra sinn hundasleða eða sína
snjóskó til að vitja um veiðiboga sína og fara, til skiptis,
vikulega til Narrows, 28 mílur, eftir pósti og vörum.
Leið þessa, fram og aftur, óku þeir á methraða með hin-
um léttfæru hundasameykjum. Þrátt fyrir einangrun-
ina virtist Matheson-fjölskyldan una hag sínum hið
bezta, og áttum við nú með henni afar skemmtilegt
kvöld.
Morguninn eftir vöknuðu menn við það, að skollin
var á beljandi stórhríð, og urðum við í bili að gefa frá
okkur alla umhugsun um áframhald. Raunar var það
engan veginn óljúf tilhugsun, að njóta enn um stund
gestrisni þessa viðmótsglaða og ágæta fólks. Síðdegis
næsta dag gátum við lagt af stað. Náttmyrkrið var að-
falla á, þegar okkur bar að bjálkahúsi, þar sem landnemi
bjó. Fengum við að sofa þar á gólfinu í herbergi á neðri
hæð. Maðurinn gat líka komið hrossunum í hús, og þótti
okkur vænt um það. Var okkur sagt, að húsmóðirin
væri egypzk að uppruna, og hlýtur þá loftslagsbreyting-
in að hafa verið henni örðug fyrst í stað. Hjónin áttu
fjögur börn, tvö tánaldra, hin 12 og 7 ára. Öll höfðu þau
fæðst þarna í þessum afskekktu skógum, læknis- og ljós-
móðurlaust, en öll virtust þau hraust og glöð.
Við lögðum upp árla að morgni, því að nú áttum við
fyrir höndum 28 mílna akstur, þar sem hvergi var
mannabústaður á leiðinni. Var þess skammt að bíða, að
fyrir okkur yrði ísgarður, en ísgarðar orsakast af breyttu
loftshitastigi og hlaðast oft upp í 8—10 feta hæð. Frostið-
brýtur upp ísinn og glufur myndast, oft 6 feta breiðar
eða meira, skarirnar lyftast og jakarnir hlaðast upp í
úfna hryggi, unz aftur frýs saman. Og nú reis fyrir
framan okkur ægilegur og órofinn fjallgarður af ís-
jökum. En eftir nokkra leit komum við þar að, sem
hryggurinn var tiltölulega lágur, og með öxum okkar og
hökum tókst að jafna hann svo niður, að fært varð yfir.
Þegar að landi kom innst í fjarðarbotninum, ókum við
inn í skógana eftir svonefndri Siftonslóð. Þá fyrir all-
mörgum árum hafði slóð þessi verið höggvin gegnum
stórvaxinn greni- og lerkiskóg af manni, er Sifton hét
og var samningshafi um sölu bandviða undir járnbraut-
arteina. Síðar varð ég þess áskynja, að Sifton þessi var
föðurbróðir hins velvirðulega Cliffords Sifton, innan-
ríkisráðherra Kanada. Á 26 mílna svæði lá slóðin um
samfelldan og þéttan skóg, en þá tók ísinn aftur við. Um
hádegið námum við staðar, breiddum ábreiður yfir hest-
ana og gáfum þeim, en leystum ekki frá. Mokað var af
bletti og eldur kveiktur, snjór bræddur í te, og sátum
við svo á grenigreinum í kringum eldinn og nutum sop-
ans innilega. Eftir klukkustundarhlé lögðum við af stað,
komum að áliðnum degi út að ísnum og áttum þá eftir
ófarnar 4 mílur til næsta náttstaðar. Helgi varaði okkur
við auða vatnssvæðinu við mynni Fairford-árinnar, og
fórum við sem gætilegast fram með landinu og létum
Helga vísa veg, unz við fundum stað, þar sem akfært
var á land. Fundum við svo náttstaðinn mílu vegar upp
með ánni.
254 Heima er bezt