Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 25
að hefjast, en átti erfitt uppdráttar, sérstaklega vegna veganna. — En þessi frásögn er sönn og engar ýkjur. Þetta var svona, eins og hér er frá sagt. Veit ég að margir aldraðir bílstjórar, sem ennþá aka bíl sínum um þjóðvegi landsins, kannast við þessa baráttu við forar- blauta vegina, þegar allir farþegarnir fóru út til að ýta bílnum upp úr forinni, og fengu svo leirsletturnar fram- an á sig, ef bíllinn losnaði úr feninu. Þessi þáttur um Þingvelli verður ekki lengri að sinni. Ég hef tekið hann saman til að minna íslenzkan æsku- lýð á þennan fornhelga, merka sögustað. Allir íslending- ar, bæði ungir og gamlir, þurfa að koma á Þingvöll og sjá með eigin augum alla þá fornhelgu staði, sem sagan segir frá. Þingvöllum gleymir enginn, sem þann merka sögustað fær augum litið. Steján Jónsson. Frú á Svalbarðsströnd, sem ekki vill láta nafns síns getið, biður um ljóð, sem byrjar þannig: Kysstu mig aftur þú kyssir svo vel. Ef til vill kannast einhverjir les- endur þáttarins við þetta ljóð og þætti mér þá vænt um að fá afrit af því. Ásgerður á Bergsstöðum, Ingibjörg í Böðvarshólum, og Didda, Ragna, Svana og Inga á Akureyri biðja um Ijóð, sem heitir Bítilæði. — Ljóð og lag er eftir Ómar Ragnarsson. Bítilæði. — Það sprettur vel! — Ú-u-u-u! í fyrra var ég bara feiminn og óásjálegur fýr en ég breyttist og nú er ég sem nýr. Bítlarnir komu. — Breyttur ég er. Nú get ég bitið í hárið á mér. Bítilæði. — Bítilfræði. Bítillög og Bítilkvæði. Bítilbuxur. — Bítiltreyjur. Það vantar ekkert nema Bítilbleyjur. Engin stelpa vildi áður líta við mér. Ég var svo hallærislegur og sver, en nú er lubbinn minn svo lifandi og stór. Ég sýnist laglegur, hávaxinn og mjór. Bítilgreiðsla. — Bítil leiðsla. Bítilhælar. — Bítilstælar. — Ú-u-u-u! Bítilnælur. — Bítilgælur. En af hverju ekki Bítil-fuglafælur. Og þegar Bítlarnir baula „úujeje“ þá brestur kærastan mín í grát! Ég beygi af og út úr tárum ekkert sé. Á ópum hennar virðist ekkert lát. Við hoppum á sveitaböllum á hælaháum skóm, svo að hrynja allir köngulóarvefir og hjóm, og oní moldinni falla mýsnar í rot. Og Milwood flýr úr landhelginni eins og skot. Bítilstappið. — Bítilklappið. Bítildansinn. — Bítilsjansinn. Bítilnætur. — Bítilmúttur, og bráðum koma eflaust Bítiltúttur. — Það sprettur vel! — Ú-u-u-u! Ó, allar stelpur hópast mig utan um, af því að ég líkist Bítlunum, en hárið stundum bagar mig á böllunum, þá bjóða þeir mér stundum upp í misgripum. Dansa, fröken. (Kjaftshögg!) Ég hlusta á Bítlaplötur daginn út og inn og alltaf spangólar hundurinn minn: Ú-u-u-u! Að spila þær lengur er mér loks um megn, því að lagið hinum megin, það heyrist í gegn. Bítilæði. — Bítilfræði. Bítillög og Bítilkvæði. Bítilbuxur. — Bítiltreyjur. Það vantar ekkert nema Bítilbleyjur. Ingveldur í Böðvarshólum og fleiri biðja um ljóðið Fyrsti kossinn. Ljóðið er eftir Ölaf Gauk, en lagið eft- ir Gunnar Þórðarson. Fyrsti kossinn. Fyrsta kossinn — ég kyssti rjóða vanga, þennan koss ég vil muna daga langa. Ég sá þig kæra fyrst um kvöld í maí. Ég var að koma á rúntinn niður í bæ. Og hve þín ásýnd öll mig heillaði, því aldrei nokkurn tíma gleymt ég Jæ. Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.