Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 33
Ég var orðinn ör af víni og dansaði mikið við stúlkuna.
Ég hefi aldrei síðan getað gert mér full-ljósa grein fyrir
því, hverskonar sálarástand ég komst í þetta kvöld. Það
var sem einhver annarlegur andi næði algeru valdi á
mér eftir að áfengið hafði stigið mér svo sterkt til höf-
uðs, ég varð gripinn óþekktum, vansæmandi kenndum,
og var sem allt hið bezta í sál minni væri útmáð og horf-
ið. — Konan mín sem ég elskaði og alltaf hafði reynst
trú, barnið mitt og heimili, allt varð mér svo undarlega
fjarlægt, og loks hvarf mér allt nema líðandi stund. Mér
fannst stúlkan sem ég hélt í faðmi mínum í dansinum
vera svo töfrandi fögur og girnileg, en eftir því hafði
ég aldrei tekið áður, og mig þyrsti í að fá að njóta henn-
ar þessa nótt. Hún var einnig talsvert undir áhrifum
áfengis og lét fúslega að vilja mínum.
Þegar hátíðinni lauk um nóttina, fylgdi ég Brynju
heim. Ég man að ég fór með henni inn í húsið. En síðan
er allt óljóst og þokukennt fyrir mér, þar til ég vaknaði
að fullu til veruleikans á ný í rúminu hjá stúlkunni. Það
var hræðileg stund. Stúlkan svaf og bærði ekki á sér. Ég
snaraðist þegar framúr rekkjunni, útúr húsinu og hingað
heim. Þú svafst og drengurinn líka, þegar ég kom inní
svefnherbergið til ykkar. Ég horfði um stund á ykkur
mæðginin til skiptis, þar sem þið hvílduð hrein og sak-
laus, og mér fannst ég vera orðinn einskonar glæpa-
maður, sem ekki væri þess verður að dvelja undir sama
þaki og þið. Samt háttaði ég brátt hljóðlega og lagðist
til hvíldar við hlið þína, Sigurrós. Þar sofnaði ég eftir
skamma stund og svaf langt fram á dag, eins og þú ef-
Iaust manst.
Starf mitt á skrifstofunni hófst svo á ný næstkomandi
mánudagsmorgun. Ég forðaðist Brynju, og hún mig, við
höfðum fengið óbeit hvort á öðru. En dagarnir sem nú
fóru í hönd voru mér hræðilegir. Mér fannst sektin og
niðurlægingin hanga allsstaðar utaná mér í návist þinni,
og ég varla vera þess verður að snerta þig, þó að ég
gerði það. Ég gat ekki sagt þér frá samvizkukvöl minni
og orsök hennar, þegar þú spurðir mig, hvað að mér
amaði. En ég hét því að bragða aldrei áfengi framar, og
aldrei snerta aðra konu en þig. Ég hét því að gera fyrir
þig allt í öllu, sem í mínu valdi stæði, og reyna svo að
gleyma þessari ægilegu árshátíðar-nótt.
— En þegar þessi áform mín voru aðeins að byrja að
draga úr sárasta sviða samvizku minnar, skall reiðarslag-
ið yfir mig: — Brynja tilkynnti mér dag nokkurn með
ofsabræði, sem gekk brjálæði næst, að hún gengi með
barni, sem ég væri faðir að. Ég taldi víst að stúlkan færi
með rétt mál, og mér kom ekki til hugar að afneita barn-
inu, þó að ég byggist eins vel við því, að tilvera þess
á mínu nafni yrði til að leggja líf mitt og heimilisham-
ingju í rústir. — Þetta var ávöxturinn af áfengisneyzlu
minni á árshátíðinni góðu. — Og vissulega var hann
beiskur.
— Ég ætlaði sjálfur að skýra þér frá þessu með bam-
ið, eins og ég sagði þér áðan. En ég þráði svo heitt ör-
lítinn frest til þess að mega vera lengur hjá þér og
drengnum okkar. En svo hefir Brynja komið hingað til
þín í kvöld og sagt þér allan sannleikann í þessu máli.
Og þú hefir tekið vel á móti henni, þar sem hún sefur
nú hér inni í stofu. Hvað fór ykkur eiginlega á milli,
Sigurrós?
— Það skal ég nú segja þér, Hörður. Brynja kom
hingað til mín örmagna af sálarkvöl, ég sá það strax, er
ég virti stúlkuna fyrir mér, en hún hafði víst búist við
htlu góðu af mér. Hún skýrði mér frá því í fullri hrein-
skilni, að hún gengi með barni, sem maðurinn minn væri
faðir að. Mér kom þetta vitanlega mjög á óvart, en orð-
inn hlutur verður ekld aftur tekinn. Brynja sagði mér
einnig, að þið ætluðuð að gefa barnið strax og það
fæddist, síðan kvaðst hún ætla af landi burt og dvelja
erlendis í framtíðinni.
— Ég kenndi innilega í brjósti um stúlkuna, sem rat-
að hafði í þessa ógæfu, og mig langaði sannarlega til að
hjálpa henni. Ég bauð því Brynju að taka barnið strax
við fæðingu og ala það upp fyrir hana eins lengi og hún
vildi og barnið þyrfti þess með, en ég sagði henni jafn-
framt, að þegar barnið hefði þroska til og skilning,
myndi ég segja því allt hið sanna og rétta um báða for-
eldra þess. Og Brynja tók þessu boði mínu vel. Síðan
hallaði hún þreyttu höfði sínu í kjöltu mína, og þar
sofnaði hún, og það var mér sönn gleði, að hún skyldi
hljóta þar hvíld.
Hörður tók um hönd konu sinnar og horfði beint í
augu hennar, og í fyrsta sinn sá Sigurrós tár blika í
augum manns síns:
— Sigurrós, hvíslaði hann klökkri, innilegri röddu, —
ekkert konuhjarta getur verið göfugra en þitt, ég ber
djúpa lotningu fyrir þér, elskulega konan mín. Guð
blessi þig. Svo bar hann hönd konu sinnar að vörum
sér og þrýsti á hana heitum kossi. Síðan sleppti hann
henni hægt, reis á fætur og gekk hljóðlega fram úr eld-
húsinu og inn í svefnherbergi þeirra hjónanna. Tilfinn-
ingarnar báru hann ofurliði, og í fyrsta sinn eftir að
hann varð fulltíða maður, þráði hann nú einverustund
frammi fyrir Guði sínum. Þráði fyrirgefningu hans.
Sigurrós sat kyrr í eldhúsinu og hugleiddi í ró sam-
tal þeirra hjóna, en brátt heyrði hún að stofuhurðin
var opnuð, og Brynja kom fram ganginn. Sigurrós reis
þegar á fætur og gekk til móts við hana. Brynja hafði
hvílst vel, en var samt fremur óstyrk og miður sín eftir
undanfarinn taugaæsing. Sigurrós bauð henni að koma
inn í eldhúsið og þyggja hressingu.
Brynja leit fyrst flóttalega í kringum sig, áður en
hún þáði boðið, en sá brátt að ekkert var að óttast, Sig-
urrós væri hér ein, og þá tók hún boði hennar með
þökkum.
Síðan pantaði Sigurrós leigubifreið að ósk Brynju, og
hún ók heim til sín.
Á heimili Harðar og Sigurrósar ríkti framvegis frið-
ur og hamingja. Hörður hafði ekki einungis hlotið fyr-
Heima er bezt 269