Heima er bezt - 01.07.1965, Side 28
sínar eða gengið úti sér til skemmtunar, bara að hann
væri ekki að flækjast fyrir henni við búskapinn. Hún
ein átti að stjórna öllu utanhúss og innan.
Amma myndi elda matinn í nýja eldhúsinu, en afi
hjálpa henni úti. Vinnufólk vildi hún ekkert hafa, það
bara flæktist fyrir og fór svo á ball um hverja helgi.
En ef presturinn vildi nú eiga börn? Nei, hún mátti
ekkert vera að því að hugsa um þau strax, en seinna
meir mætti athuga málið, en þá yrði hún að hafa góða
girðingu í kringum fallega garðinn sinn, svo óþægðar-
ormarnir kæmust ekki þar inn og slitu upp öll blómin
hennar.
Við og við hrökk Hanna upp úr hugleiðingum sín-
um við að presturinn brýndi raustina. Þá leit hún á
hann stórum augum, dauðhrædd um að hann hefði ver-
ið að tala við sig. En brátt féll hún aftur í sama drauma-
mókið, alltaf jókst búskapurinn í Koti, féð var komið
á annað þúsund, og kýrnar orðnar tíu eða tuttugu, og
hestarnir líklega um hundrað.
Allt í einu stóðu allir upp nenia Sonja. Hún stein-
svaf. Amma reyndi að toga í hana, en Sonja bara umlaði
og sneri sig af ömmu, hélt svo áfram að sofa með hálf-
opinn munninn.
Amma leit til Hönnu: Jæja, skinnið, hún var þá vak-
andi og hlustaði á prestinn með athygli. Nú var sung-
inn sálmur, og presturinn fór úr stólnum og að altarinu,
þá vissi Hanna að messan væri að verða búin. Það væri
leitt að Sonja skyldi verða sér til skammar með að sofna
í fyrsta sinn sem hún færi í kirkju. Það var samt eins
og Ninnu fyndist það ekki neitt tiltökumál, því hún
brosti bara, meðan hún var að reyna að vekja hana. —
Ætli Guð hafi orðið reiður, þegar hann sá hana sof-
andi, — eða bara brosað eins og Ninna? Hanna ætlaði
að spyrja afa sinn að þessu seinna, hvað hann héldi.
Hans Guð var nefnilega ekki nærri eins strangur og
ömmu Guð.
Allir, sem það gátu þegið, fengu kaffi á prestssetrinu.
Afi og amma fóru inn, en hin gengu niður túnið og
lögðu sig í fallega laut rétt ofan við lendinguna.
Áki sagðist ekki skilja í að nokkur maður gæti setzt
inn í stofu, sem eflaust væri heit eins og bakaraofn, þar
sem gluggarnir sneru allir móti suðri, og drekka síðan
sjóðheitt kaffi. Sjálfur sagðist hann varla hafa lifað af
hitann í kirkjunni og langað mest til að vera kominn úr
hverri spjör og í sjóinn.
— Við böðum okkur þegar heim kemur, og förum
svo að tína saman efni í húsið okkar í Lyngey, sagði
Óli. Hann var kominn úr öllu niður að mitti og teygði
frá sér alla skanka.
Vesalings Neró fékk nú að blása mæðinni í friði. Belg-
urinn á honum gekk upp og niður í sífellu, og tungan
lafði.
— Æ-i, hættu nú þessu mási og lokaðu munninum,
sagði Hanna.
Neró reyndi að hafa aftur munninn, en gat það
ómögulega. Hann ætlaði þá alveg að springa af hita.
— Farðu þá og kældu þig! sagði Hanna.
Neró lét ekki segja sér þetta tvisvar, hann stökk á
fætur og skokkaði ofan að sjónum, óð umsvifalaust út
í og lagðist til sunds.
— Ó hve ég öfunda hann, bara ég væri orðinn hund-
ur, andvarpaði Óli og horfði löngunaraugum út á sjó-
inn.
— Ætli þú hneykslir ekki nóg fólkið, sem framhjá
gengur, með því að liggja þarna nakinn, sagði Ninna
brosandi. Sjálf var hún komin úr kápunni og sat með
hendur spenntar um hnén.
Brátt komu afi og amma, og svo var haldið af stað
heim. Afi blés og dæsti, sagði að það ætti að messa úti,
þegar veðrið væri svona gott, þá tæki fólkið líka betur
eftir því, sem presturinn segði, en hálfsvæfi ekki og
hugsaði ekki um annað, en hvenær blessaður karlinn
væri nú búinn, svo að það kæmist út.
Amma leit aðvarandi til afa, en hann bara hló 02 saeði
D ö
glettinn, að hvorki henni né öðrum gæti nú hafa þótt
ræðan mjög uppbyggileg.
Þá brosti amma aðeins og horfði út yfir bláan haf-
flötinn, sem rann að lokum saman við himininn, án þess
að hægt væri að greina, hvar hafið endaði, en himininn
tæki við. — Kannski hefði ömrnu líka verið að dreyma
undir ræðunni prestsins, hugsaði Hanna María.
— Hver vissi það!
XXI.
Staðið í stórræðum.
— Jæja, svo monsjör Ólafur ætlar að vera yfirklambr-
ari, sagði afi og dæsti makindalega þar sem hann hafði
fengið sér sæti í einu horni grasigróinna tóftanna í
Lyngey.
— Ég? sagði Óli spyrjandi. — Hver segir það?
— Mér fannst ég koma auga á tommustokk upp úr
vasa þínum, ég efa að nokkur annar hafi verið svo for-
sjáll, svo mér finnst tilvalið að þú notir stokkskömmina
og takir til að mæla, sagði afi og tók hressilega í nefið.
Óli var ekki alveg viss, hvort afi væri að gera gys að
honum eða hvort honum væri alvara.
— Það er bezt að þú mælir, ég kann það ekki, sagði
hann og roðnaði ofurlítið, um leið og hann rétti afa
tommustokkinn.
— Sussu, nei, nei, ég er aðeins ráðgjafi hérna, enginn
púlsklár, enginn púlsklár. Ég snerti ekki á verki frekar
en ég væri prinsessa eða herkonungur, sagði afi og band-
aði höndunum í áttina til Óla.
Hanna xMaría brosti að vandræðasvipnum á Óla. Hann
þekkti afa nefnilega ekld svo vel ennþá, að honum væri
ljóst, að þetta gerði hann bara að gamni sínu. Afi var
latur í góða veðrinu og var að tefja tímann, áður en
hann hæfist handa, en þá mátti líka búast við, að ber-
serksgangur rynni á karl.
264 Heima er bezt