Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 6
Nýjársdagur. Engir tveir dagar ársins bera nákvæm-
lega sama svipmót. Þótt oss þyki þeir allir falla í sama
farvegi gráa hversdagsleikans, eru þeir samt hver með
sínum hætti. Einn er þó sá dagur ársins, sem tvímæla-
laust sker sig úr hópnum, nýjársdagurinn. Hann er fast-
mótaður í hug vorn. Dagur nýs tíma, sem knýr oss bæði
til að horfa til baka, en einkum þó til að líta fram á við.
Skyggnast um, hvað hið nýja ár kunni að bera í skauti
sínu fyrir oss sjálfa, þjóð vora og ef til vill heiminn
allan.
Líf vor flestra er svo jafnlynt, að vér væntum naum-
ast mikilla byltinga eða breytinga á því, þótt nýtt ár
berji að dyrum. Þó er því misjafnt farið eftir því hvar
á ævinni vér erum stödd, eða hvað vér höfum fyrir
stafni. Æskumaðurinn, með fangið fullt af vonum og
draumum, horfir fram með bjartsýni og óþreyju. Hon-
um þykir sem tíminn þokist ekkert úr stað, og honum
svellur móður í brjósti að fá fleygt sér inn í hringiðu
lífsins. A miðjum aldri verður manninum mest hugsað
um störf sín, hversu hann megi halda í horfinu og helzt
afkasta ögn meiru en á liðnu ári, en þó fyrst af öllu að
sjá sér og sínu farborða. En með ellinni verður nýjárs-
dagurinn þó fyrst fyrir alvöru áminning um að fram-
tíðin hefur enn styzt um eitt ár. Að tíminn líður óð-
fluga frá öllum óleystu verkefnunum. Þá minnist mað-
urinn óþreyju og hraða æskuáranna, og hann mundi, ef
hann gæti bjóða: Tími stattu kyrr. En hann fær jafnlítt
stöðvað hjól tímans og æskumaðurinn hraðað rás hans,
hversu fegnir sem þeir vildu. Allir stöndum vér jafn
magnþrota gegn tímans straumi. Hið eina sem oss er
gefið vald á, er að hagnýta oss hina líðandi stund. Liðna
árið, eða stundin, er runnið úr greipum vorum, og vér
fáum það aldrei aftur í hendur. Ef til vill getum vér
bætt eitthvað úr misfellum þess og vanrækslu, en liðnu
stundina eignumst vér aldrei. En árið, sem fram undan
er hefur enn ekki gengið oss í greipar, og gerir það
ekki, nema frá augnabliki til augnabliks. Og vér vitum
aldrei hvenær sólin sezt að fullu. Þess vegna er líðandi
stundin hið eina, sem vér ráðum yfir, og árangur ævi
vorrar háður því, að vér notum hana með kostgæfni.
Aldrei verður oss þetta ljósara en á nýjársdegi. Þá koma
allar ónotuðu stundir liðna ársins fram fyrir oss líkt og
kvikmynd á tjaldi. En liðni tíminn er ekki einungis tími
hins neikvæða. Hitt, sem vel hefur tekizt, kemur einnig
fram á tjaldi áramótanna. Og samanburðurinn hvetur
oss til þess, að fækka dökku blettunum á komandi ári. En
kvikmynd liðna ársins minnir oss á, ef vér erum hrein-
skilnir við sjálfa oss, að mistökin, sem vér á líðandi
stund kennum öðrum eða umhverfinu, eiga flest rætur
að rekja til oss sjálfra, og þess, að vér kunnum ekki að
taka hina líðandi stund réttum tökum.
Nýjársdagurinn líður að kvöldi eins og aðrir dagar.
Ef til vill þykir oss að kvöldi, sem hann hafi um fátt
verið frábrugðinn bræðrum sínum. Einn atburður þess
dags ætti þó að vera mótaður í hug hvers einasta íslend-
ings. Það er ávarp forseta lands vors, sem oss er árlega
flutt, og í raun réttri ætti það að vera allsherjar guðs-
þjónusta og bænarstund hvers þjóðfélagsþegns. Það er
þó ekki einkum hin spakvitru og hófsömu orð vors
virðulega forseta, sem þessu valda, þótt þau að vísu
bendi þjóðinni fram á leið, og séu oss um leið áminn-
ing og ábending um það sem kemur, heldur er það, að
þetta ávarp minnir oss á það, sem hverjum íslendingi
ætti að vera dýrmætast, frelsi og sjálfstæði þjóðar vorr-
ar.
Sjálfstæði vort er ungt, það er sem teinungur ný-
sprottinn úr moldu, og ekki hefur enn náð að búa sig
gegn hörkum og hretviðrum. Þegar vér gróðursetjum
ungt tré, teljum vér það skyldu vora að hlúa að því og
skýla því fyrir hörðustu áfellunum og styðja að vaxtar-
hraða þess. Vér vitum að vísu, að vér getum ekki knú-
ið fram örari vöxt en náttúran sjálf leyfir, en vér get-
um stuðlað að því, að upp vaxi beinvaxinn meiður en
ekki korpin krækla. Á sjálfstæði voru mæða ýmsir
stormar, og yfir það geta skollið hretviðri, þegar minnst
varir. Þá fær ekkert borgið því, nema árvekni og ein-
hugur alþjóðar. Vér tölum oft um frelsi og hyllum það
í orði. En er víst að vér gerum oss ljóst í hverju frelsið
er fólgið, og hvort vér lítum ekki á það sem sjálfsagð-
an hlut, jafn náttúrlegan og það að vér drögum and-
ann? Ef svo skyldi vera er vá fyrir dyrum. En hvað
sem um það er, þá er víst, að í hjarta voru æskjum vér
þess allir að njóta þess sjálfstæðis að ráða málum vor-
um án íhlutunar annarra, og frelsis einstaklingsins til
orða og athafna innan þeirra hafta, sem lýðræðislegt
þjóðskipulag setur. Það frelsi viljum vér vernda og
þroska, þótt oss gleymist það stundum. Árlegt ávarp
forseta vors á að minna oss á þessa skyldu og nauðsyn.
Það er, eins og embætti hans, tákn sameiningar og sjálf-
2 Heima er bezt