Heima er bezt - 01.01.1966, Side 8

Heima er bezt - 01.01.1966, Side 8
- -yTGEFANDi þessa rits hefur óskað þess, að ég skrif- aði stutta grein með forsíðumynd af Gísla J bónda Magnússyni í Eyhildarholti. Vil ég N y byrja á því að gera nokkra grein fyrir ætt hans og uppvexti. Hann fæddist að Frostastöðum í Skagafirði 25. marz 1893, sonur Magnúss hreppstjóra Gíslasonar og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur frá Gröf í Laxárdal í Dölum vestur. Voru þau bæði vel gefin sæmdarhjón og endur Eiríks Bjamasonar, samtímamanns og nágranna Skúla Magnússonar, er hann bjó á Ökrum í Skagafirði. Eiríkur keypti Djúpadal á 4. tug 18. aldar og bjó þar stórbúi. Hefur jörðin haldizt í eign sömu ættar æ síðan. Eru niðjar Eiríks gamla mjög fjölmennir í Skagafirði og víðar. Hefur þeim haldizt vel á arfi ættarinnar. Þar era margir gildir búhöldar, hjarðelskir menn, bundnir við torfuna, sömuleiðis miklir gáfumenn, hneigðir fyrir þjóðleg fræði, sögu og bókmenntir. Sonarsynir Eiríks Gisli Magnússon á yngri árum. Kolbeinn Kristinsson: Gísli Ma gnússon t Eyhilaarholti bjuggu rausnarbúi, einu hinu mesta í Skagafirði á þeim tíma. Var Kristín fyrirkona og skörungur, sem naut sín vel, er hún gegndi miklu hlutverki. Ekki var Magnúsi þeirra kosta vant, þótt hann væri svo skapi farinn, að hann kysi heldur að annast bú sitt á hljóðláta vísu og veita góðum málum öruggt lið á hvaða sviði sem var, heldur en að standa í fremstu víglínu, er mál voru sótt og varin með hörku á opinberum vettvangi. Ætt Kristínar er ég lítt kunnugur. Þó má þess geta, að föðurmóðir hennar var Helga Magnúsdóttir, bónda í Laxárdal í Strandasýslu (Magnússonar), sem var gild- ur bóndi' og merkur maður. Frá honum er rakin Laxár- dalsætt. Var Kristín því í þremenningsfrændsemi við Guðna bónda á Óspaksstöðum, föður sr. Jóns Guðna- sonar. En sr. Brynjólfur Magnússon á Stað í Grinda- vík og Kristín voru bræðrabörn. Magnús á Frostastöð- um var Djúpdælingur að ætt, en svo nefni ég afkom- gamla í Djúpadal voru þeir Hannes prestur á Ríp og Eiríkur prestur á Staðarbakka, Bjamasynir. Var móðir þeirra Sigríður dóttir Jóns prests í Saurbæ Sigfússon- ar. Báðir vora þeir bræður vel gefnir, þótt ólíkir væru um margt. Sr. Eiríkur var búhöldur mikill, góður ræðu- maður og féll vel í farveg stéttar sinnar. Ekki er talið, að sr. Hannes hafi þurft af neinum lið að þiggja til ræðugerðar. Var hann gáfumaður, skáldmæltur og mál- snjall, þótt honum sæist stundum yfir prestlega hátt- vísi. Magnús á Frostastöðum var afkomandi sr. Hann- esar í báðar ættir, því að foreldrar Magnúss voru dótt- urbörn Hannesar prests. Sonur sr. Eiríks var Jón prestur á Undornfelli, er kvæntist Björgu Benediktsdóttur Vídalín Halldórsson- ar. Afkomandi þeirra er próf. Sigurður Nordal. Eirík- ur bróðir sr. Jóns fluttist í átthagana í Skagafirði og bjó í Djúpadal rismiklu búi. Kunnastir afkomenda hans eru: 4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.