Heima er bezt - 01.01.1966, Page 9
Jón Sigurðsson, fyrrum alþingismaður á Reynisstað,
Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum (nú látinn), Stefán
Jónsson, fræðimaður á Höskuldsstöðum og Jón bóndi
Eiríksson í Djúpadal.
Ungur að árum sótti Gísli til náms í Lærðaskóla
Reykjavíkur. Reyndist hann prýðilegur námsmaður.
Einkum voru honum öll tungumál auðnumin og eftir-
sótt námsefni. 16 ára að aldri lauk hann þar gagnfræða-
í Noregi vann hann við fjárræktarbúin á Hodne og
Edoj, einnig við fjárbú á Skotlandi. Hafði hann ungur
fengið áhuga á sauðfjárrækt. Gafst honum því á þess-
um erlendu fjárbúum aukin þekking og víðsýni á rækt-
un sauðfjár.
Að för þessari lokinni hvarf Gísli heim og vann að
búi föður síns og vann sleitulaust, unz hann fluttist að
Eyhildarholti 1923 og hefur búið þar síðan. Hafði hann
nokkru áður kvænzt frændkonu sinni ( af ætt Djúp-
Eyhildarholt.
prófi. Hef ég hvorki orð hans né annarra fyrir því, þótt
ég sé þess fullviss, að þá hafi hann staðið á alvarlegum
vegamótum. Að stúdentsprófi loknu myndi honum hafa
orðið sjálfvalið framhaldsnám í málvísindum, sennilega
hefði þá leið hans legið til norrænunáms við Hafnar-
háskóla og braut hans þar með verið mörkuð á því
sviði í aðalatriðum. Tel ég mig víst vita, að námgirni
• og framavonir hafi þá vakið ungum manni fögur hill-
ingalönd. En Gísli var ekki úr einu efni gerður. Hins
vegar kallaði fjörðurinn hans, átthagarnir, moldin, bú-
smalinn og óleystu verkefnin heima á starfskrafta hans.
Og Skagafjörður sigraði. Hann hlaut að sigra. Gísli
mátti ekki hverfa héraðinu og héraðið mátti ekki missa
hann. Nú sneri hann sér að búnaðarnámi, las búfræði
á Hólum og lauk þar námi, stundaði verklegt nám hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands á Akureyri. Skömmu síð-
ar dvaldi hann 2 ár í Noregi, Danmörku og Skotlandi.
dæla), Guðrúnu Sveinsdóttur, gáfaðri gæðakonu, sem
jafnan hefur reynzt því betur sem meir hefur verið í
húfi. Er hún ágæt húsfreyja og móðir, gædd næmum
skilningi á styrk manns síns og veikleika. Mun Gísli
manna bezt kunna að meta, hversu mikinn þátt hún á í
verkum hans og viðgangi. Lifa 11 börn þeirra, 2 dætur
og 9 synir. ÖIl vel gefin og mannvæn. Búa sumir syn-
irnir með föður sínum í Eyhildarholti. Hinir eru bænd-
ur í Blönduhlíð.
Þótt Gísli hafi að mörgu unnið öðru en bóndastarf-
inu, hefur hann fram til síðustu ára unnið sem grjót-
páll fyrir búi sínu. Er því næstum dularfullt, hve víð-
lesinn hann er, fyrst og fremst í innlendum bókmennt-
um, fomum og nýjum, og jafnframt skandinaviskum
og enskum bókmenntum. Skáldmenntir allra höfuð-
skálda þessara þjóða hefur hann kynnt sér rækilega.
Jafnan hefur hann búið góðu og gagnsömu búi. Sauð-
Heima er bezt 5